Freyja - 01.01.1910, Qupperneq 6

Freyja - 01.01.1910, Qupperneq 6
FREYJA XII 6 14^ neyðist til að semja sérstök lög fyrir þær. Nú geta konur átt séreignir og hafa ýms sérréttindi — meira en sumar hafa með að gjöra. “ ,,En hvað um Abrham? Sagði Sally nokkuð um hann?“ Eldur frá yngri árum, þyrlaðist úr augum Jönu frœnku. ,,Nei, nei, barn. “ sagði hún. ,,Hann var ekkieinn af þess- um smásálarlegn mönnum, og ég ekki ein af þessum konum sem beygjast fyrir hverjum vindblce Samt man ég svo vel, þegar við gengum heim þetta kvöld að hann sagði hálf und- irleitur. „Heldurðu ekki að þú œttir að fá brúna kjólefnið, sem þú varst að tala um fyrir sýninguna í fyrra?1 En ég sagði: Vertu rólegur, Abrham. Þétta kjólefni liggur í kommóð- unni minni. Ég sagði búðarmanninum að klippa kjóllengd- ina af fyrir mig undir eins og þú snerir við okkur bakinu, það liggur nú heima í kommóðuskúffunni minni og verður saum- að nœstu viku. Abrham hló og sagði að ég œtti engan minn líka. Eins og þú sérð, var ég aldrei sköpuð til þess að vera undirgefin eins og sumar konur virðast vera Ég heh æfinlega séð nóga menn verða til að troða á þeim, sem )áta troða á sér, og því meira sem meira erslakað til. Og oft hefir mér dottið í hug hvort Abrham hefði orðið nokkuð betri en Silas Petti, hefði ég verið eins og María. Ég leitaði aldrei í lögbókum eftir réttindum mínum. Samt var ég skyldurœkin við Abrham, og vanhagaði mig um eitthvað, tók ég það út í reikninginn hans og hann borgaði orðalaust. Samt komumst við fult eins vel af og aðrir, þóég ekki svínbeygði mig íöllu.“ Skuggarnir lengdust og bjölluhjóð búsmalans barst inn um opna gluggana. Ég var svo niðursokkin í frásögu Jönu, að mér fanst sögufólkið hennar, —þó flest væri það nú dautt og grafið, virkilegra en ég sjálf. Það var engu líkara en að sagnfræðishæfileikar Jönu hefðu kallað þá dauðu upp af gröf- um sínum. ,,Ég hefi gengið fram af þér með sögum mínum,“ sagði }ana glaðlega eins og krakki, þegar ég stóð upp til að fara. ,,Samt höfum við haft skemtilega stund og mér þykir vænt um að þú komst. “ Við buginn á brautinni leit ég aftur, var þá sólin að

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.