Freyja - 01.03.1910, Blaðsíða 6

Freyja - 01.03.1910, Blaðsíða 6
irförula leyníagents púöurfélagsins (The powder trust) á þingiö til aö fá þaö til aö leggja fram stórar íjárupphœöir til skotfim- ísœfinga og verðlauna í skotfimisæfingum áýmsum skólum og fyrir skotfœri til slíkra æfinga, er glögglega sýnt í blaöinu, Evening Post og nægir til að vekja hvern hugsandi m;nn til umhugsunar um þetta alvarlega máiefni. Skotfimis-kappraunir í New York launaðar vinnanda af auðmönnum, sem hafa auð sinn gegnum púðursöluna, sýna bezt hvar hagsmunirnir af þessari uppáfyndingu lenda. Bezta aðferðin til að koma á alheimsfriði, er ef til vill sú, að sýna nógu ljóslega, hvað liggur á bak við meginið af þessu ættjarðar-ástar skrumi, hernaði í þarfir föðurlandsins, vernd- un heimkynna vorra, o.s.frv. Því hcerra sem það er hrópað og því fieiri sem heillast af því hrópi, þess auðugri verða púðurfélögin. En vœri hvorki púður eða skotfæri keypt, og engi herútbúnaður til neinstaðar, þyrfti enga að verja fyr- ir hernaði annara. Það er gefinn h’utur. Meiningin er þó ekki sú, að neinn kœri sig um stríð. Nóg er að halda stríðs-óttanum við svo ríkin leggi fram sem mest fé árlega til herkostnaðar og herœfinga. Við Oxforð háskói- ann hefir verið bœtt nýju prófessors embætti til að kenna nem- endunum hernaðaraðferð, I landi, sem ekki hefir orðið fyrir útlendum ófriði í fleiri hundruð ár, er nú álitið óumfiýjanlegt að hafa í það minnsta 1,000,000 œfðra hermanna til land- varnar. Þessi nýi prófessor lætur sér ekki nœgja að hafa upp sögu liðinna tíma, heldur verður hann einnig að spámanni og segir að stríð milli Þjóðverja og Englendinga óhjákvæmi- legt. Hver hafi stofnað þessa herfinga námsgrein við skól- ann er auðráðin gáta. Þeir, sem græða á því að selja þang- að skotfœri, komu á þessu kennaraembœtti, til að eitra hugi nemendanna og gjöra þá herskáa í stað fróðleiks og menn- ingar, sem skólinn hefir haft fyrir markmið sitt. En þó þannig sé ástatt, eru þó nokkrir sem líta öðrum augum á mál þetta. I blaðinu ,,Europian Optical Illusion, ‘‘ sýnir enskur rithöfundur hversu auðvaldið hafi á síðustu 30 árum svo sameinað allann hinn siðaða heim með verzlunar- samtökum, að stríö geti hvergi átt sér stað án þess að heildin

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.