Freyja - 01.03.1910, Blaðsíða 12

Freyja - 01.03.1910, Blaðsíða 12
204 FREYJ \ XII s "Sáu þeir mig — fornvínirnir? Nei. engínn .enginn. Ég ok gegn um raSir þeirra, þar sem þeír hneigðu sig hver ti! annars, á allar hliöar við mig, eins og ósýnileg vera. Beygöi: þaö mig, eða æsti? Langt frá. I dag var ég stoltari en nokknu sinni fyr, því ég veit aö sá tími kemur, aö jafnvel þctta fólk reynir, mín vegna,—já, jafnvel mín vegna, en sérstaklega vegna þín, að gleyma þessum degi og leita þeirrar vináttu, sem það hefir nú kastað frá sér. Þess vegna gaf ég öllum fult tækifæri til að sýna síg í sinni réttu mynd. Og þegar sólin tók að síga á bak viö St. Péturs turnana og aliir að fara heim, vissi ég hverjír voru ánægöastír og hverjir fyrirurðu sig mest. Ég vildi að þú hefðir verið þar til að sjá og heyra, því að þaö var þess virði. “En svo verð ég að minnast á fleira. Napoleon, Iögmaðiur Brúnós, sá Charles Minghelli í fangabúningi í Regina Coli. Ef drottinn, sem niðurraðar sálum manna í líkarni, sem skiftast eftir kyni, hefði gjört mig að háyfirdómara á ítalíu. Hve óút- segjanlega miklum stakkaskiftum myndu ekki mál manna taka. En undir núverandi kringumstæðum efast ég um, að ég vildi skifta. Ég sendi þér koss á vængjum vindanna, og hann ætti að verða heitur. — Rórna.’’ P.S.—Vinkonu minni liður enn þá illa, og þó- hún sé ekki kölknð kyrkjukona í vanalegum skilningi, er hún farin að hrópa ‘ heilaga móðir” í hvert sinn og hún háttar. Og stundum ligg- ur mér við að óttast, að hún fremji sjálfsmorð, svo illa liggur á henni. Ég hefi hvatt hana ti-l' að lifa, vegna mannsins hennar, ef ekki annars. Hefi ég ekki sagt þér, að hann sé ekki heima sem stendur? Það rnyndi hryggja þig, ef ég dæi áður en þú. kæmir heim — er ekki svo? En ég dey af löngun til að heyra álit þitt á þessu — um hana. Skrifaðu! Skrifaðu ! Skrifaðu!” X * Þegar greifainnan þóttist loksins viss um dauða sinn, lét hún senda eftir presti. Meðan hún beið hans lét hún dubba sig al'a upp cg klæða sig í við'hafnarmikinn morgunkjól frá þeirn dögum, er lífið !ék við hana. Meðan hún gjörði syndajátningu

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.