Freyja - 01.03.1910, Blaðsíða 21

Freyja - 01.03.1910, Blaðsíða 21
XIT 8 FREYJA 2*3 „Veturinn gengur í garð og ég verö að iara, sagði hann einusinni. ,,Verið þið sæl, kona mín og börn. Eg verð að íara, styrkur vœngja minna þolir ekki íengri bið. Verið sœl.“ ,, Við erum líka ferðbúin. Látum oss þá fara strax, “ sagði mamma og þan4i vængina til iiugs. ,, livað, þuJ góða mín?“ sagði hann, frá sér nnminn af undrun. ,.Þú þolii ekki slika langferð-JVœngirnir þínir eru skapaðir tii að hlúa að því sem iítið er —börnunum okkar, og líkamsstyrkur þinn hœflr móðurstarflnu, en ekki þeirri á- reynzlu, serti langar leiðir unn ókunn höf og loft hafa ( för ineð sér.“ Hún svaraðtengu en brá sér upp og flaug langa hringi í ioftinu eins og hún hafði oft gjört, þó hann vissi það ekki. ,. Hvernig geturðu fengið þig tii þess arna, góða mín?“ Sagði hann hryggur og reiður er hún settist hjá honum. ,,Ó, erekki dásamlegt að iétta sér upp, reyna kraftana og kljúfa loftöldurnarl Látum oss fara, ungarnir eru til. “ ,,Ó, þú fáránlega móðir! Þú hefir gleymt iögum náttúr- unnar—gleymt elsku litlu, hjálparlausu börnunum okkar, “ sagði hann og grét af gremju, því hugmyndir hans um móður- ást Og móðurskyldur höfðu allar liðið skipbrot. Enungarnir stóðu allir í röð álöngum trjábol og þöndu til flugsstóru sterku vængina með hálfgjörðri fyrirlitning fyrir dómgreind hans um þá, því þeir voru nœrri eins stórir oghann. Svo hvein í loftinu er hópurinn flaugaf stað, og mamma, sem enn mundi hið fyrsta œskuflug sitt.á undan, full af lífs- gleði, sem heilsa, hamingja og sjálfstœði veita, Með börnun- um sínum, fleygum og færum, flaug hún tíl draumlanda sinna, frá vetrinum til sumarsins—alsleysinu til alsnœgtalandsins. ,,En þú ert móðir, “ hrópaði pabbi, lafmóður á fluginu. ,,Já, “ sagði hún ánægjulega. ,,En ég var storkur áður en ég varð móðir, og storkur verð ég til daganna enda. “ Og storkarnir voru storkar, mamma, pabbi og ungarnir allir, og fiugu til draumlanda sinna, inn í sumardýrðina.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.