Freyja - 01.03.1910, Blaðsíða 7

Freyja - 01.03.1910, Blaðsíða 7
XIT 8 FREYJA 199 iíði meira við það en einstakar deildir þess geta au^gast. Hann sýnir hversu fara mundi ef Þjóðverjar réðust á England og tœkju alt fé úr bönkum þess og hvaöa áhrif það myndi • hafa á þyzku bankana, og þýzka auðmenn. sem margir eiga stórfé inni áensku bönkunum. Hann segir að verzlunarmenn hvaðanæfa myndu heimta fé sitt úr þyzku bönkunum, af því * að þeir hefðu glatað öryggi sínu með hruni ensku bankanna, Þýzkaland hlýti þessvegna að líða eins mikið við sh'kt fjárnám á Englandi og Englendingar sjálfir. Þegar Wall Street pen- ingaþurðin dundi yfir heiminn 1907 lánaði Lundúnaborg fé frá 17 ríkjutn til að halda sér uppi. Nú hefir verzlunarsam- bandið tengt svosaman hinar siðuðu þjóðir, að stríð hlýturað vera jafn eyðileggjandl fyrir sigurvegarann og þann sem sigr- aður er. Kvenréttindakonur og Klubb konur, verða svo að kynnast þessu, að þær geti kent þeim, sem vegna baráttunn- ar fyrir tilverunni ekki hafa tíma til að kynnast því upp á eig- in spítur. Prófessor Munte-iberg segir að siðmenning þjóðanna hvíli öll innan skams í höndu'm kvenna. Sé það svo, œttu konur að grípa sem fyrst inn í hina stjórnfrœðislegu og fínansfrœðis- legu baráttu sem líf og velmegun þjóða sem einstaklinga nú hvílir á. Mentuð kona, sérstaklega, mentuð kvenréttinda- kona œtti að geta sagt hverjum atkvæðisboerúm manni og hverjum sem er, hveis vegna stríð við Japaníta er ómögulegt að svo miklu leiti sem sjálfa þá snertir meðan herskuldir þeirra eru óborgaðar, Formosa og Korea óánœgðar við þá, verzlun þeirra 'við Manchuria í sífeldri óvissu og Rússar og Kínar standa á verði eins og tveir vakthundar, reiðubúnir að gleypa þá við fyrsta tœkifæri. Þeir vita líka svo mikið um sögu Bandaríkjaþjóðarinnar að engin útlend þjóð hefir sókt gull í greipar hennar.síðan hún varð sjálfstæð og enn frernur, að henni gæti einungis staðið hœtta af innanríkisófriði. Hin- ir starfsömu nútíðarinenn gjöra sér oft litla grein fyrir fjár- ♦ hagsafstöðu ríkisins eða verzlunarviðskiftum þess við um- heiminn. Nýmóðinskonum vorra tíina, sem bœði hafa ráð á nógum tíma og peningum er sérstaklega um að kennna ef siík fáfrœði heldur áfram, Þœr eiga sjálfar að læra, svo þær geti

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.