Eir - 01.07.1899, Page 4

Eir - 01.07.1899, Page 4
100 sjúkar og bíða aldrei bana af sóttinni. Bólurnar brjótast út um júgrin á kúnum og koma sjaldan annarstaðar í ljós. Mjaltakonur bera oft sjúkdóminn af einni kú á aðra og fá hann stundum sjálfar; koma þá nokkrar bólur á hendur þeirra, eða handleggi, án þess að nokkur þjáning fylgi. Bólusótt á kúm oða kúabóla (1. variola vaccina, d.: kokopper, e.: cow-pox) er fremur sjaldséður kvilli. Hér á landi bar talsvert á henni árin 1827 og 1837. Um sumarið 1895 gisti ég eitt sinn hjá Sig- urði bónda Jónssyni á Lækjamóti í Húnavatnssýslu; sá ég kýr hans, og höfðu þær allar kúabólu, en heyrt hefi ég, að sóttin hafi ekki borist þaðan á aðra bæi. Bólusóttkveikjan getur oinnig tekið sér bólfestu í hestum og sauðfé og hagar sér þá líkt og í kúnum, er miklu vægari við allar þessar skepnur, en við mennina. Fyrir daga Jenner’s höfðu menn sumstaðar tekið eftir því, að mjaltakonur sluppu frá bólunni, er hún gekk yfir, ef þær höfðu áður fengið á sig kúabólur. Þetta vissi Jenner, og kom það honum til þess, að reyna kúabólusetninguna til hlítar. Ef bóluvessi or tekinn úr mannabólu (bólusjúkum manni) og settur í hörund heilbrigðs mans, er aldrei hefir haft bólu (manna- bólu eða kúabólu), þá tekur hann bólusótt, þá er út bríst um allan likamann, og leitt getur til bana, eins og áður er sagt. En ef bóluvessinn er tekinn úr kúabólu, þá kemur bólan lit einungis á þeim stað eða stöðum, þar sem stungið var, og er þá meinlaus kvilli. Þess vegna hafa margir haldið, að mannabóla og kúa- bóla gætu ekki átt sömu orsök. En það þykir nú fullsannað, að bólusóttkveikjan er söm í mönnum og skepnum, og er þetta til sönnunar, að ef bóluvessi er tekinn úr bólusjúkum manni og settur í kálf, þá kemur bólan út á kálfinum, en sýkir hann ekki að mun. Nú er bóluefni tekið úr þessum kálfi og sett í annan og svo koll af kolli. Síðan er bóluefni tekið úr t. d. 5. kálfinum og sett í ungbarn, og kemur þá út á því kúabóla, sú er allir þekkja. Er þar með sannað þetta tvent: 1. að manna og kúa bóla koma af sömu sóttkveikju. 2. að sótt-

x

Eir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.