Eir - 01.07.1899, Síða 5

Eir - 01.07.1899, Síða 5
101 kveikjan þroskast ver i kúm en í mönnum, verður þróttminni og hættuminni. Því er oft hreyft, að bólusetning getur gert börnunum mein. í Englandi er uppi stór flokkur manna, þeirra er borj- ast gegn allri bólusetning með hnúum og hnefum. Engin sannindi eru allra eign. Svo er að sjá, sem það hafi borið við, að kornung börn hafa látist af bólusetningu, en öll er hættan úti, þá er þau eru mánaðargömul, ef bóluefnið er gott og hreint. Þó er víðast siður, tjl enn frekari tryggingar, að setja ekki börnum bólu, fyrr en þau eru 3 mánaða, eða þaðan af eldri. Alt er undir því komið, að bóluefnið sé hreint, því að þá er hættan engin. Það hefir viljað til, að sárasótt (Syphilisl hefir borist í bóluvessanum af einu barni á annað, og ekki er óhugsandi, að berklasótt og holdsveiki og ef til vill nokkrir aðrir sjúkdóm- ar geti — örsjaldan — farið sömu leið. Þess vegna ríður á því, að setja bólu úr þeim börnum einum, sem alheil eru, og er ekki annara meðfæri, en lækna, að dæma um slíkt. Þá er full bót ráðin á þessum vandkvæðum, ef kálfabóluvessi (ani- malsk Lymphe) er hafður eingöngu til bólusetninga, í stað barnabóluvessa (humaniseret Lymphe). Menn afla sér kálfa- bóluvessa á þann hátt, að kviðurínn á kálfinum er rakaður og þar settar bólur á víð og dreif og vessanum safnað úr ból- unum, þá er þær koma út og hafa náð fullum þroska; er vessinn síðan geymdur í glerhylkjum. Sárasótt bítur ekki á nautpening, svo að ekki er hana að óttast, enda er' kálfinum slátrað á eftir, til þess að ganga úr skugga um, að enginn sjúkdómur hafi búið í honum, áður bóluefnið úr honum er tekið tii afnota. í flestum siðuðum löndum er nú kálfabólu- efni unnið á ríkis kostnað og útbýtt meðal lækna eftir þöríum. Jenner hélt, að sá mundi aldrei geta tekið bólusótt, er einu sinni hafði verið bólusettur. En ekki er því að heilsa. Það ber eigi sjaldan við, að þeir menn taka bólusótt, er áður

x

Eir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.