Eir - 01.07.1899, Page 8

Eir - 01.07.1899, Page 8
104 ég hnfi bólusett, og hún að kæra mig fyrir lögreghistjóra, ef óg hefi vanrækt skyldu mína. Spök eru lögin! Ég hefi aðstoðarbólusetjara uppi í Kjós; þangað er dagleið. Aðstoðarbólusetjarinn veit um nokkui' börn, þau er bólusetja ber, að þau eru sjúk, en ekki má hann leyfa að fresta bólu- setningunni, heldur verður að vitja læknis eða koma með börnin til hans, og er þá lækninum samkv. 5. gr. leyfilegt að fara þess á leit við hreppstjórann, að lionum (hreppstjóranum) mætti þóknast að þiggja barnið undan bólusetningu í þetta skifti. Eiðsvörnum konunglegum embættismanni, þeim manni, sem vit hofir á málinu, er ekki trúað fyrir að ráða því til lykta, því síður að aðstoðarbólusetjara sé það heimilt, og ætti hann þó að vera jafnfær um það eins og herra hreppstjórinn. Samkv. 8. gr. fær bólusetjari 25 aura fyrir hvern þann, er hann bólusetur og bólan kemur út á. Þá er börn eru frum- bólusett, kemur bólan að jafnaði út á 95—99 af hverjum hundrað börnum; Öðru máli er að gegna um endurbólusetning- una. Þýzkur læknir (Cless) bafði fyrir sér 202570 endurbólu- setningar og taldist svo til, að bóla kæmi út á fermingaraldri á 75—82 af liverjum 100, en á tvítugsaldri á 65—82%, en á efri árum á 52—78%, (allir þessir frumbólusettir á 1. eða 2. ári). Af þessu er augljóst að bóluhættan þverrar nokkuð með aldrinum, og ráðlegast að endurbólusetja á fermingaraldri. En hitt er ekki augijóst, hvers vegna bólusetjari má ekki fá neina borgun fyrir þá, sem bólan ekki kemur út á, þar sem þó fyrir- höfnin er söm og honum ekki um að kenna, þótt bólan komi ekki ævinnlega út. Hér á landi verður ekki hjá því komist, að fela bólusetn- inguna mestmegnis á hendur ólæknisfróðum mönnum. Læknarnir hafa meira annríki, en svo, að þeir geti árlega farið í eins konar bólusetningar-þingaferðir og verið ákveðna daga á ákveðnum stöðum. En ólæknisfróðir menn eru ekki fullfær- ir um, að meta heilsufar barna, og þess vegna hollast að láta þá ekki taka bóluefni úr börnum. í 9. gr. laganna er að vísu tekið fram, að læknar skuli jafnan hafa nægar birgðir af bólu- efni frá bólusetningarstofnuninni í Kaupmannahöfn, og þaðan

x

Eir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.