Eir - 01.07.1899, Síða 9

Eir - 01.07.1899, Síða 9
105 er ekki annað bóluefni að fá, en kálfabóluefni, en hvergi í lög- unum er boðið, að hafa þetta bóluefni eitt til bólusetninga; þvert á móti; í 7. gr. er gert ráð fyrir því, að bóluefni sé tekið úr börnum, og í 9: gr. er svo mælt fyrir, að sjúka menn, er hafa næma sjúkdóma, skuli „ekki bólusetja öðruvísi en með bóluefni úr pípum“; nú er barnabóluefni geymt í pípum, en kálfabóluefni i glerbaukum eða millum tveggja glerflagna; nær þetta engri átt, að eigi skuli mega bólusetja með kálfabóluefni þá, sem næma sjúkdóma hafa; en löggjafarnir bjarga sér sjálfsagt með því, að ekki þurfi annað til þess að fullnægja lögunum en að láta kálfabóluefnið í pípur! Að réttu lagi ætti að lögskipa, að hafa eingöngu kálfabóluefm við hinar árlegu bólusetningar, og því að eins taka bóluefni úr börnum, að almenn bólusetning sé skipuð án fyrirvara, sökum bóluhættu, og þrjóti þá kálfabóluefnið. Samkvæmt 7. gr. laganna hefir verið gefin út reglugerð um opinberar bólusetningar og skoðanir eftir á, dags 5. Sept. 1898. í þessa reglugerð vanta ákvæði um bólusetningaraðforð- ina, hversu víða eigi að setja bóluna á sama handlogg eða báðum handleggjum; þar er ekki minst á, hversu margar ból- ur eigi að koma út, til þess að bólusetningin sé löggild, og þess als ekki getið, að bólan kemur mjög oft öðruvísi út í ann- að sinn (við endurbólusetning), svo að minna ber á henni, og má þó heita góð og gild; það er og víðastsiður, að setja ból- una á færri stöðum, þá er bólusett er í annað sinn. Ákvæði um öll þessi atriði eru nauðsynleg, til þess að samræmi sé í bólusetningunni yfir land alt. Heilbrigðislöggjöf landsins þarf mikilla umbóta, en aldrei mun blessast að bæta hana á þann hát.t, að demba á þjóðina Z' þýðingum af gömlum dönskum lögum, sem ýmist geta verið úrelt eða átt illa við hagi vora, og þá stundum líka aflöguð, en ekki endurbætt, áður en hér koma í gildi. =0= G. B.

x

Eir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.