Eir - 01.07.1899, Page 10

Eir - 01.07.1899, Page 10
106 Læknaskólinn og landsspítali. í inngangsorðunum að riti þessu voru leiddar nokkrar líkur að því, að íslendingar hefðu ekki skaðast á iæknaíjölgun þeirri, sem orðið hefir hér á landi á síðasta fjórðungi þessarar aldar. Það má svo virðast, að þjóðin hafi sjálf fundið til þessa, þar sem þessi fjölgun hefir haldið áfram þing af þingi eftir óskum og áskorunum landsbúa. En hverju er það að þakka, að þessi fjölgun hefir orðið möguleg og ekki eintóm pappírslög? Ég geri ráð fyrir að flestum sé svarið kunnugt. Menn mega vita, að það er læknaskólinn íslenzki, og sá maður, sem mest barðist fyrir því að koma honum á fót, Jón Hjaltalín. Nú um áramótin höfðu einir 8 læknar af þeim 38, sem gegndu lækningum hér á landi, numið læknisfræði í Kaup- mannahöfn. Hinir 30 hafa numið hér á landi. Ég býst við að landið mundi nú þykja býsna strjálskipað læknum, ef ekki væru þar fleiri en þessir 8 alls. Og sama mundi verða ofan á, þótt allir hinir aðrir íslendingar, sem numið hafa læknis- fræði í Kaupmannahöfn, hefðu ílengst hér, þvi þeir eru ekki nema 7 á lífi, svo ég viti. Svona eru tölurnar. Þær sýna, að læknaskólinn hefir bætt ur sárri þörf, sem vér hefðum ekki getað fengið bætt úr á annan hátt. Yér höfum ekki getað fengið nægan iæknafjölda frá Höfn, og ég só ekki mikil líkindi til þess að vér getum það eftirleiðis. Évi er svo sem ekki þannig varið, að ekkert hafi verið gert til þess að hæna íslendinga að læknisfræðisnámi í Kaupmanna- höín. Læknaefnin búa þar við betri kjör en aðrir nemendur, og að afloknu prófi ganga þeir fyrir læknaskólakandídötum við embættaveitingar. Engu að síður hafa tiltölulega fáir hallast þar að þessu námi. En læknaskólinn okkar hefir samt ekki verið neitt óska- barn þingsins, þó hann hafi bætt úr þörf okkar. Það hefir komið fram í smáu og stóru. Húsnæði hefir liann ekki nema

x

Eir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eir
https://timarit.is/publication/36

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.