Kennarablaðið - 01.12.1899, Blaðsíða 1
^ARABMö^
MlNÁÐÁRRlT CM UPPELDI «0 KENSLUMÁL
1. ÁRG.
DESEMBER 1899.
3. BLAfl.
^(ncíir8faÖat\.
II.
Björnstjerne Björnson skýrir svo frá í bók sinnL„Kátur
piltur“, að þegar Eyvindur fór að ganga í skóla, þá fanst
honum sá aðalgalli á kenslubókunum, að í þeim voru „ein-
tómar lexíur, en ekkert ævintýri." Heima hjá móður sinni
hafði hann lært margt um náttúruna. Hann hafði fengið að
vita, hvað fjallið, lækurinn, áin, sjórinn og himininn töluðu
hvert við annað. Hann hafði lært það, sem kötturinn, han-
inn og spörfuglarnir sögðu hver fyrir sig, og um leið hafði
hann þá fengið stutta, en ljósa og barnslega útskýringu á
lifnaðarháttum þessara dýra.
Bjöi'nson er ekki uppeldisfræðingur; en varla mundi nein-
um uppeldisfræðing takast betur en honum að skýra mis-.
muninn á heimafræðslunni og byrjunárfræðslunni í skólunum,
eins og hún hefir til skainms tíma verið í flestum löndum og
eins og hún enn þá er hér á landi.
Nú á tímum. eru gerðar miklar kröfur til kenslubóka
þeirra, sem börnum eru ætlaðar, að þær séu við barna hæfi.
En hversu vel sem kenslubækurnar eiu úr gaiði gerðar, er þó
ávalt hætt við, að þeim að meira eða minna leyti svipi til
kenslubókanna hans Eyvindar. Börnin finna ekki annað í þeim
en þurrar lexíur, og þau læra þær vegna þess að þeim er
boðið það, en ekki af því þeim þyki þær skemtilegar. Að
þessu hafa menn komist, og því er það, að nú er stöðugt