Kennarablaðið - 01.12.1899, Blaðsíða 15
47
bandið tapaðist. Þetta mætti gera og er víða gert á þann
hátt, að börnunum eru fyrst kendar að eins einstakar sögur,
þó þannig, að byrjað er á gamia testamentinu, en meira tekið
úr nýja testamentinu; er þeim svo að eins sagt aðalinntakið
úr því, sem hlaupið er yfir, svo að söguþráðurinn haidist.
Næsta ár er nýjum sögum bætt inn í, og þannig hvert árið
eftir annað, þangað til börnin hafa fengið alt með, sem minst
er á í kenslubókinni, og ef til vill meira, ef að þörf þyldr og
tækifæri leyfli'. í ýmsum kenslubókum í biblíusögum standa
við sögurnar merki, er sýna, hvenær ætlast ‘er til að þær séu
teknar með, eða ieturbreyting gefur bendingu um það.
Þá er að minnast á utanbókarlærdóminn.
í byrjuninni ættu skólarnir enga kenslubók að nota í
biblíusögum. Fyrsta árið, eða helzt tvö fyrstu árin, ætti
kenslan einungis að vera munnleg. Kennarinn segir þá börn-
unum sögurnar með ljósum og auðskildum orðum, helzt
tvisvar, svo að þær festist betur í minninu, og útskýrir þær
svo fyrir þeim á eftir; er þá sjálfsagt, að kennarinn heflr eigi
einn orðið, heldur hjálpa börnin til eftir því, sem þau geta.
Þannig er þá varið síðari hluta hverrar kenslustundar; en
fyrri hluta hennar er varið til yflrheyrslu eða samræðu um
það, sem börnunum var sagt í næstu kenslustund á undan.
Sé þessi aðferð viðhöfð, þykir börnunum námið miklu skemti-
legra en þegar þau eiga að vera að basla við að komast fram
úr sögunum heima og læra þær utanbókar ; þau fylgja því
betur með og komast betur að aðalefninu. Sórstaklega er
ástæða til að leggja áherzlu á þetta, á meða.n vór ekki höfum
góða kenslubók í bibhusögum, sem börnin gætu haft nokkurn
veginn full not af að lesa heima. Hefðum vér bók, sem
rituð væri á börnunum skiljanlegra máli, þá væri þó nokkuð
öðru máli að gegna. Og slíka bók þurfum vér að fá, bæði
vegna þeirra barna, sem í barnaskólana ganga, og einkum
vegna þeirra, sem litla eða enga tilsögn geta fengið, þeirra, sem
heimilin verða að annast um. Ég býst varla við, að heimil-
in geti tekið upp þá aðferð, sem ég hér hefi talað um, að
minsta kosti ekki alment; en hinu býst ég við og vonast eftir,