Kennarablaðið - 01.12.1899, Blaðsíða 7
39
deildum saman, að börnin í skólasveitinni, væru ekki fleiri en 35.
í hverjum bekk skal kensla fara fram 12 vikur á ári; þó má
lengja þennan tíma með samþykki héraðsbúa. Séu nemendur
12 eða þaðan af færri, þarf eigi að kenna lengur en 9 vikur
á ári. Hver kensluvika skyldi í eldri deild talin 36 stundir og
í yngri deild 30 stundir.
1 smáskólanum skyldi kenna kristindóm, móðurmál, reikn-
ing og skrift, og auk þess fara þar fram dálítiil munnlegur
undirbúningur undir þær greinar, sem bæta skyldi við í eldri
deild; þær námsgreinar, er þar skyldi bæta við eru: landa-
fræði, saga — þar á meðal yfiriit yfir þjóðfélagsskipunina —
og náttúrufræði. Auk þessa skyldi kenna eitt eða fleira af
þessu þrennu: handavjnnu, fimleikum og teikningu. Gert er ráð
fyrir, að kenslan fari fram í sérstökum skólahúsum, þó er leyfi-
legt, að umgangsskóli sé þar sem eigi eru yfir 20 nemendur,
þó því að eins að séð sé fyrir hæfilegum kensluherbergjum.
Ekkert kenslugjald skyldi tekið af foreldrum barnanna. í héraði
hverju skal vera skóiastjórn og í henni presturinn, einn kenn-
ari eða kenslukona valin til tveggja ára í senn og auk þess
skipar héraðsstjórnin (sveitarstjórnin) í nefnd þessa menn svo
marga sem henni þykir þui’fa.
Til þess að hafa nánara eftirlit með skólunum, en skóla-
stjórnin getur haft, og til þess að gefa foreldrum barnanna
betri kost á að hlutast til um skólahaldið, er skipuð umsjón-
arnefnd í hverri skólasveit. 1 nefnd þessaiá á sæti einn maður
úr skólastjórninni og þrír menn kosnir til eins árs í senn af
íbúum skólasveitarinnar. í nefnd þessa hafa kosningarrétt
konur jafnt sem karlar. Yfirumsjón með skóiamálum hafa
skólaumsjónarmenn, hver á sínu svæði; þó eiga þeir að bera
undir prófasta og biskupa mál þau, er snei'ta kristinijómskenlu.
Amtsskólanefnd er skipuð í amti hverju til að sjá um skóla-
mál í amtinu; hún á meðal annars að ákveða. tekjur og gjöld
amtsskólasjóðanna. Séu veittir 8 aurar á mann í amtinu í
amtsskólasjóð, á amtið rétt til að fá þi'efalt tillag úr landssjóði
á móts við tillag sitt. Hvert hérað fær úr landssjóði þriðjung,
eða ef svo stendur á nokkru meira, af fé því, sem það ákveður