Kennarablaðið - 01.12.1899, Blaðsíða 6

Kennarablaðið - 01.12.1899, Blaðsíða 6
38 skömmu eftir 1860 var í því skini farið að koma þar upp lýðháskólum eftir danskri fyrirmynd. Sumir þeirra hafa feng- ið allmikið orð á sig, en þó hafa lýðháskólar átt allörðugt upp- dráttar í Noregi, enda risu upp keppinautar þeirra, kvöldskólar og amtsskóiar, og drógu frá þeim. Kvöldskólarnir voru all- mikið sóttir; en er hin síðustu skólaiög Norðmanna komust í giidi, var gert ráð fyrir, að þeir legðust smátt og smátt að mestu niður, en í þeirra stað kæmu framhaldsskólar svo kall- aðir. Amtsskólarnir eru eigi fastaskólar, heldur haidnir á ýms- um stöðum í amtinu. Þeir eru ætlaðir bæði körlum og kon- um, og er venju^ega svo til hagað, að haldinn er 6 mánaða skóli að vetrinum handa piltum, en 3 mánaða skóli að sumr- inu handa stúlkum. Námsgreinar eru þar oftast þessar: móðurmál, saga, landafræði, ldrkjusaga, reikningur, mælinga- fræði, eðiisfræði, efnafj-æði, söngur, teikning, leikfimi og handa- vinna bæði karla og kvenna. Nú líða stundir, en reyndin verður hin sama sem fyr og hin sama sem víðast hefir orðið, að aukin þekking vekur nýjan þekkingarþorsta, og veitir jafnframt föng á að fullnægja hon- um betur. 1889 eru enn á ný samin aiþýðuskólalög; fór þá í fyrsta sinni saman lagasmíð fyrir bæjaskóla og sveitaskóla; þó voru lagabálkarnir tveir, annar fyrir bæjaskólana, hinn fyrir sveitaskólana. Þessi lög hafa engum stórbreytingum tekið enn sem komið er; skal hér skýrt frá aðalefni þeirra, og þá sér- staklega minst á sveitaskóiana. Landinu skal skift í skóiahéruð og héruðunum aftur í skólasveitir og séð fyrir, að nægir skólar séu á stofn settir. Skyld eru öll börn að ganga 7 ár í skóla, sé eigi á annan fullnægjandi hátt séð fyrir fræðslu þeirra. Gert er ráð fyrir að stofnaðir séu framhaldsskólar handa unglingum á 14—18 ára aldrinum, og var tilætlunin, að þeir kæmu að nokkru leyti í stað kvöldskólanna. Skólunum skyldi skift í tvær deildir: smáskólann handa börnum 7—•■10 ára, og eldri deild handa börnum 10—14 ára. Svo var ákveðið, að eigi skyldu í nokkr- um bekk vera fleiri börn en 35, nema brýn nauðsyn krefði, og aldrei fleiri en 45. Pví að eins skyldi mega kenna báðum

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.