Kennarablaðið - 01.12.1899, Blaðsíða 2

Kennarablaðið - 01.12.1899, Blaðsíða 2
34 verið að hverfa frá lexíulærdómnum; kenslan er að verða meira og meira munnleg. Sérstaklega á þetta þó við um byrjunarfræðsluna. í skólum erlendis er bók náttúrunnar hin eina kenslubók, sem notuð er við byrjunarfræðsluna. Það er fyrsta kenslu- bók mannkynsins, og það á líka að vera sú bók, sem skóla- börnin kynna sér fyrst. Af henni eiga þau að læra og geta þau iært það, sem liggur til grundvallar fyrir öllum þeim námsgreinum, er þau síðar eiga að læra. En þannig löguð byrj unarfræðsla hefir einnig aðra og enn mikilsverðari þýð- ingu, sem sé þá, að hún venur börnin á og kennir þeim að athuga og taka rétt eftir því, sem fram fer í kring um þau. Og í þriðja lagi venur hún þau á að skýra rétt, skipulega og með eigin orðum frá því, sem þau taka eftir. Hvernig er nú þessari kenslu hagað? í stuttu máli þannig, að börnunum er sýnt sern allra mest en sagt sem allra minst. Kennarinn kemur í hverja kenslustund með eitt- hvað sýnilegt og helzt einnig áþreifanlegt, sem hann leggur til grundvallar fyrir samræðum sínum við börnin í það skiftið. Börnin fá sjálf að skoða þennan hlut og þreifa á honum; þau athuga alla þá eiginlegleika hans, er þau geta fundið, svo sem stærð, lögun, lit o. s. frv., og skýra kennaranum frá athug- unum sínum. Þá koma samræður um uppruna, tilbúning og notkun hans, og eru þá börnin sjálf látin hafa orðið, þangað til þau hafa sagt alt, er þau vita. Sé enn meira um hlutinn að segja, reynir kennarinn að fá börnin til að finna það sják' með því að draga ályktanir út frá hinu sýnilega eða áþreifan- lega ásigkomulági hiutarins. Þegar börnin þannig hafa t.ekið fram alt, sem búast má við að þau viti eða geti sjálf ályktað, getur kennarinn enn bætt ýtnsu við. En eigi má hann taka neitt það fram, sem börnin eigi geta vel skilið, og varast skal hann að drepa lauslega á nokkurt atriði, fað sem tekið er fram, skal svo ýtarlega útskýrt, að börnin geti fengið ljósa hugmynd um það. Að síðustu skulu börnin æfð í að nefna hiutinn og eiginlegleika hans réttum nöfnum, og er þá venju- legt, að bæði lestrarkensla, réttritunarkensla og skriftarkensla

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.