Kennarablaðið - 01.12.1899, Blaðsíða 11

Kennarablaðið - 01.12.1899, Blaðsíða 11
43 betur komist að því, að það var í raun og veru nauðalítið, sem ég sldldi í því, sem ég var að fara með. Það er óneit- anlegt, að kverið er vel samið, í rauninni hreinasta snildar- verk — sem dogmatik. í*ar er ákaflega mikið, nærri því öþi'jótandi efni á fáum blaðsíðum. En það er engin barnafæða. Til þess að geta skiiið það til hlýtar, þarf mikinn þroska, og meira að segja, nokkra undirbúningsþekkingu í trúfræði. Þótt það sé útskýrt fyrir óþroskuðum börnum svo vel, sem unt er, þá efast ég um, að þau geti komist til botns i því, hvað þá þegar starflð hvílir nærfelt eingöngu á heimilunum, þar sem ef til vill enginn heflr lært þetta kver, því síður að neinn sé fær um að útlista það. Og þótt börnin njóti tilsagnar hjá kennara, sem betur er á vegi staddur í þessu efni en fólk flest, þá bætir það tiltölulega lítið úr, sé tímanum að mestu leyti varið til yfirheyrslu. Arangurinn verður, þegar bezt lætur, sá, að barnið getur að eins komið auga á helztu höfuðatriðin, þó eins og í þoku; en hið eiginlega yfirlit yfir efnið eða samband orsaka og afleiðinga getur það ekki séð, því að það vantar svo marga milliliði inn í, sem að eins er hægt að finna með nákvæmri útlistun. Petta kei'fi (system), sem lagt er til grund- vallar fyrir kverinu, er líka alt annað en létt og auðskilið; það þarf töluverðan þroska til þess að geta fundið sambandið, sem hin einstöku atriði, hinir einstöku kaflar standa í hver við annan; það þarf meiri þroska til þess, heldur en börn fyrir innan fermingu hafa, sé þeim ekki því betur hjálpað til. — Nú hefi eg skýrt frá ástandinu, eins og það hefir komið mér fyrir sjónir, bæði í sveitunum, þar sem heimilin að mestu leyti annast um barnafræðsluna, og í sjóþorpunum, þar sem skólarnir eru. Sé nú þessi lýsing nærri sanni, — og því hygg ég að enginn geti með rökum mótmælt —, þá liggur nærri að spyrja: P’yrfti ekki að kippa þessu dálítið í lag? Jú, ég vona að öllurn þeim, sem iáta sór ant um þetta mál, kristindóms- fræðslu unglinganna — og þeir eru væntanlega margir — muni eigi finnast það vanþörf, þótt eitthvað væri reynt að laga þetta. En hvernig á að því að fara? Yér höfum dæmi annara þjóða oss fyrir augum, vitum, hvernig kristindóms-

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.