Kennarablaðið - 01.12.1899, Blaðsíða 8

Kennarablaðið - 01.12.1899, Blaðsíða 8
40 í kaup og fæði handa kennurunum; hitt borgar það sjálft, að því leyti sem amtssjóður gerir það ekki, en úr amtsskólasjóði er meðal annars greidd launaviðbót kennara, styrkur til að byggja skólahús og kaupa kensluáhöld, styrkur handa skóla- héruðum, sem mjög há skólagjöld hafa í samanburði við gjald- þol, styrkur handa framhaldsskólum o. fl. í höfuðatriðunum eru lagaákvarðanir um barnaskóla í bæjum svipaðar því sem fyrir er mælt um sveit.askóla. En í ýmsum greinum eru þeir skólar þó fuilkomnari bæði að því er snertir flokkaskipun baraanna, lengd kenslutímans o. fl. Þar er t. d. ákveðið, að skólaárið .skuli vera 40 vikur. Auk hinna almennu barnaskóla eru og þó nokkrir sérskólar handa heyrnar- og málleysingjum, handa blindum börnum og fávitum, handa vanfærum börnum að öðru leyti og handa stórspiltum börnum. Kennaraembættunum er skift í kennaraembætti við smá- skóla og kennaraembætti við efri deild. Kennari í reglulegu eða fullkomnu kennaraembætti á að hafa að minsta kosti 24 vikna kenslutíma á ári. Alt að xjz af kennurunum í efri deiid og alt að x/2 í smáskólanum má segja upp vistinni með 3 mánaða fyrirvara; hinir hafa fasta stöðu. Skólastjórnin skipar kennara; þó skalþað borið undir yfirstjórnina, og getur hún, ef hóraðsstjórnin er henni sammála, veitt öðrum embættið. Til þess að fá fasta stöðu í reglulegu kennaraembætti, þarf kennarinn að hafa staðist buitfarai'próf við kennaraskóia eða annað tiisvarandi próf; en til þess að geta fengið fast kennaraembætti við smáskóla, þarf kennarinn að hafa staðist kennai'apróf hið minna. Kennaralaun í efri deild sveitaskóla er ákveðið að verði að vera að minsta kosti 12 kr. um vikuna og 8 kr. í smáskól- unum; aul4 þess eiga kennarar að fá fæði eða fæðispeninga. Launaviðbót fá þeir, þegar þeir hafa verið kennarar vissa ára- tölu; er hún víða 100—200 kr. Þá hafa og alJmargir kenn- arar leigulausan jarðarskika og ókeypis bústað handa sér og hyski sínu. Enn hafa sumir kennarar nokkur hlunnindi. Mest kveður þó að tekjuauka organistanna. í bæjum eru kennaralaun harla misjöfn; hæst eru þau í Kristjaníu, þar geta

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.