Kennarablaðið - 01.12.1899, Blaðsíða 12
44
fræðslunni er hagað þar; það er satt. En vér getum ekki
æflnlega gert sömu kröfur hér, eins og gerðar eru í öðrum
löndum. Á okkar strjálbygða og fátæka landi er það þýðing-
arlaust að ætla sér að sniða alt eftir útlendum mælikvarða;
það er mjög hægt að gera það á pappírnum; ekkert er hæg-
ara; en í reyndinni verður oft alt annað ofan á. Yér hljótum
að láta oss nægja það, sem minna er, fyrst í stað, að eins að
það gangi í framfaraáttina. En hinu megum vér ekki gleyma, að
hafa augun stöðugt fest á takmarkinu og reyna, eftir því sem oss
framaster unt,að keppa að því, en aldreitelja það í alla staði gottog
gilt, sem ætti að vera miklu betra, og sem gæti verið nokkru betra.
Hvernig eigum vér þá að bæta úr því ástandi, sem
kristindómsfræðslan nú er í hjá oss?
Þegar um umbætur er að ræða, hvort sem það nú er í
þessu efni eða í öðrurn efnum, þá er fyrst og fremst áríðandi,
að þær séu á réttum grundvelli bygðar, að þær gang'i í rétta
átt. Það, sem vér fyrst verðum að athuga, er þetta: Að
hvaða takmarki á kristindómsfræðslan að stefna?
Öll kensla yfir höfuð á að hafa tvöfalda þýðingu: í fyrsta
lagi á hún að æfa hæfilegleika barnsins, helzt sem flesta hæfi-
legleika þess, æfa krafta þess, þroska það. í öðru lagi á hún
að veita því eins konar fjársjóð, sem það geti gripið til síðar,
þegar það kemur út í lífið; hún á að veita því þekkingu, sem
því er nauðsynleg í hverri stöðu sem er. Yitan'lega getur sú
þekking, sem barnið fær í barnaskólanum, aldrei orðið mikil,
því síður einhlýt fyrir þann, sem síðar á að rækja nokkra vanda-
sama stöðu; hún er að eins nægileg þeim, sem standa í vanda-
minstu stöðunum í mannfélaginu. Aðrir verða að afla sór
meiri þekkingar, hver í sinni ment eða iðn. Það er ekki og á
ekki að vera hlutverk barnaskólans að gera úr börnunum „fag-
menn“, hvorki kaupmenn, skipstjóra, iðnaðarmenn, búfræðinga
né guðfræðinga. Hann á að eins með fræðslu sinni að leggja
þann grundvöll, sem öllum þessum er nauðsynlegur, og sem
þeir svo síðar geti bygt ofan á, hver eftir sinni vild og sínurn
sérstöku hæfilegleikum. Að«i-áherzluna á því ekki að leggja á
það, að börnin læri í barnaskólarmm svo eða svo mfkið í