Kennarablaðið - 01.12.1899, Blaðsíða 14

Kennarablaðið - 01.12.1899, Blaðsíða 14
46 tómar hugmyndir, og það að nokkru leyti hugmyndir, sem liggja ofar skilningi hinna fullorðnu, og þá því fremur skilningi barnanna. Yerkefni kristindómskennaranna er ntí það, að tít- skýra þessar hugmyndir, að svo miklu leyti, sem það er mðgu- legt, og að stuðla að því, að trtí barnanna lifni og glæðist. Nú geta menn við keiislu flestra annara námsgreina stuðst við eitt- hvað sýnilegt eða áþreifanlegt, og þetta gerir börnunum námið bæði auðveldara og skemtilegra. Þannig er þvtí ekki varið með trtíarbragðafræðsluna. Þær hugmyndir, sem þar ræðir um, verða eigi skýrðar á„sýnilegan né áþreifanlegan hátt. En þegar það ntí þannig er ómögulegt að koma við því bezta, sem yflr höfuð er hægt að byrja barnakenslu með, þá verður að grípa til hins næstbezta, og það eru sögurnar og dæmin tír daglega lífinu. Biblíusögurnar eru þá þær sögur, sem vanalega er byrjað með, og er það eðlilegast vegna þess, að þær liggja næst efninu, sem títlista skal, eða réttara sagt, efnið liggur í þeim. Að því er biblíusögunáminu viðvíkur, er einkum þrent, sem þarf að athuga: Hvernig á að byrja? Hvernig á að halda áfiam? Hvert er takmarkið? Eins og óg áður hefi tekið fram, er ntí vanalegt að byrja á upphafi kenslubókarinnar og láta svo börnin læra hverja söguna eftir aðra utanbókar, þangað til bókin er btíin. Þessi aðferð, að byrja á byrjuninni og hlaupa ekki yflr neina sögu, hefir nokkuð til síns ágætis, sem sé það, að á þann hátt fæst fram meiri söguleg heild en ella mundi verða. En aftur á móti er þess að gæta, að þegar þessi aðferð er viðhöfð, er mjög hætt við, að ýmsar af sögunum verði of torskildar börnunum. í kenslubók í biblíusögum er ómögulegt, að allar sögui'nar geti verið jafnauðskildar, og því síður að fyrstu sögurnar sóu auðv'eldari en hinar síðari. Hið gagnstæða á sér einmitt að miklu leyti stað, því að mikill hluti af sögunum tír gamla testamentinu er torskildari og liggur börnunum fjær heldur en flestar sögurnar í nýja testamentinu, að dæmisögunum undanskildum. Ef vel væri, þyrfti að sameina þetta þannig, að börnin að vísu lærðu fyrst auðveldari söguraar og síðar hinar torskildari, án þess þó að söguheildin og orsakasam-

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.