Kennarablaðið - 01.12.1899, Blaðsíða 16

Kennarablaðið - 01.12.1899, Blaðsíða 16
48 að biblíusögunámið muni færast í vöxt einnig þar, sem engir skólar eru, sem fyrsta stig og undirstaða kristindómsfræðsl- unnar, því að það er hið eina rétta, og það er mögulegt, þótt börnin gangi ekki í skóla, en verður því að eins til verulegra bóta, að kenslubókin sé í nokkurn veginn góðu lagi, svo að börnin geti haft not af því, sem þau lesa í henni. (f’ramh.) JJréfíir frd skólunum. Möðruvallaskólinn hefir í vetur 42 nemendur; fleiri komast þar ekki fyrir. TJm mörg undanfarin ár heíir mönnum vei'ið neitað um inntöku í skólann sökum rúmleysis; í haust voru þeir 20, er sóttu um' upptöku, en gátu eigi fengið. Hvað gerir þingið og stjórnin til að bæta úr þessu? Kennararnir í Útskálaprestakalli hafa stofnað félag með sér. Koma þeir saman einu sinni í mánuði og ræða ýms ■uppeldis- og kenslumál, bera sarnan kensluaðferðir sínar og reyna að sameina þær sem mest. Árstillag félagsmanna er 2 kr.; er því varið til að kaupa fyrir útlend og innlend stuðningsrit við kensluna. Félagið gerir sér far um að leið- beina foreldrum við undirbúning í námsgreinum; heflr það samið og látið útbýta skrifuðum lestrarreglum handa heim- ilunum. Væn ekki reynandi að koma upp fleiri slíkum félögum víðsvegar um landið? Vér eíumst eigi um, að það væri mögulegt, ef viljinn væri góður og áhuginn nógu mikill. Kennarablaðið kemur út einu sinni á mánuði. Meðlimir „hins íslenzka Kennarafélags“ fá það ókeypis, en fyrir aðra kostar það 1 kr. 25 aur. — erlendis 1 kr. 75 aur. — árgangurinn. Borgist fyrir lok júnímánaðar. Skilvísir útsölu- menn fá 1/5 í sölulaun. Nýir útsölumenn og kaupendur gefi sig fram sem fvrst. Útgefandi: Siguebue Jónsson, barnakennari, Reykjavík. Aldar-preutsmiðja.

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.