Kennarablaðið - 01.12.1899, Blaðsíða 5

Kennarablaðið - 01.12.1899, Blaðsíða 5
37 hafði skólalöggjöfin verið rnjög hin sama í báðum, en eftir það greinast vegir. Pað er fyrst 1827, að Norðmenn fá ný alþýðuskólalög. Var þar svo ákveðið, að fastir skólar skyldu vera við höfuð- kirkjur allar og verksmiðjur og náma, þar sem væru 30 verka- menn eða þar yfir. Þessir fastaskólar fullnægðu engan veginn þörfunum, og var því skipað fyrir, að jafnhliða þeim skyldu vera umgangsskólar eftir þörfum. í fastaskólum fór kensla frarn í sérstökum skólahúsum, en umgangskennararnir urðu að vera með börnin og kenna þeim innan um fólkið á heimilun- um, og i umgangsskólunum nutu börnin jafnaðarlega eigi fræðslu nema fáar vikur á ári. Þessi lög náðu að eins til sveitanna. Regluleg skólalög handa bæjunum komust ekki á fyr en 1848. Lög þau, sem nú hefir verið minst á, voru að vísu smá- aukin, en þó þótt.u þau er stundir liðu eigi fullnægjandi, og þegar komið er fram um miðja öldina, er sendur af stað til að kynna sér skólahald í Skotlandi og Bandaríkjunum maður sá, er Hartvíg Nissen hét, skólastjóri í Kristjaníu, og ráðanautur stjórn- arinnar í skólamálum. Voru siðan 1860 samín ný alþýðuskóla- lög að miklu bygð á tillögum hans; var þar svo ákveðið, að skól- unum skyldi skift í tvær deildir: lægri skóla, og skyldi einn slíkur vera í skólasveit hverii, og hærri skóla, er vera skyldu strjálari. Þar sem að minsta kosti 30 börn gætu sótt skóla, þar átti að stofna fasta skóla. Þar sem strjálbygt var, skyldi sem áður fara fram umferðakensla. Kenna skyldi: lestur, kristindóm, valda kafla úr lesbókinni, sögulegs efnis eða landafræðis eða náttúrufræðis, enn fremur söng, skrift, reikning og leikfimi; þó var hún ekki skyldugrein. Lögskipaður kenslutími var 12 vikur á ári, eða væri skólanum skift í deildir, þá 9 vikur handa hverri deild. Hærri alþýðuskólarnir urðu aldrei nerna fáir. í þeim voru kendar töluvert fleiri námsgreinar en í hinurn lægri. Með þessum lögum var stigið allstórt spor í framfaraátt- ina; en brátt. t.óku menn þó að æskja þess, að kostur væri á frekari fræðslu, einkum þó handa fermdum unglingum, og

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.