Helgarpósturinn - 27.04.1979, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 27.04.1979, Blaðsíða 2
I Föstudagur-^7. apríl 1979 — Moonsöfnuðurinn á isiandi með kynn- ingarherferð um þessar mundir. Helgarpóstur- inn kannar starfsemi hreyfmgarinnar hér- lendis og erlendis (. Samtök heimsfriftar og sameiningar, Uklega þekktari sem Moon- hreyfingin i höfuftift á stofnanda þeirra, Kóreumanninum Sun Myung Moon, er þessa dagana aft undirbúa mikla kynningarherferft hér á landi fyrir starfsemi þessa umdeilda sértrúarflokks. Reyndar hefur ekki far- ift mikift fyrir tslandsdeildinni fram til þessa, en þó hafa alltaf öftru hverju birst auglýsingar i dagblöftunum um kynningarfundi i húsa- kynnum hreyfingarinnar viö Skúlagötu. Einnig hafa féiagar hennar verift öftru hverju i Austurstræti og kynnt vegfarendum boftskapinn. Nú hanga hins vegar vifta uppi auglýsingaspjöld um hreyfinguna, sem fé- iagar hennar fylgja eftir meft þvi aft ganga i hús til aft kynna starfsem- ina. Moon-hreyfingin er einn af mörgum trúflokkum, sem fram hafa komiftá þessari öld og vikja frá rikjandi trúarskoftunum. t eina tift voru þeir kallaftir villutrúarsöfnuftir en nú er yfirleitt talaft um þá sem sér- trúarsöfnufti, og vekja þeir iftulega mikift umtal vegna þess hversu mikift ber á þeim. Nýlegt dæmi er söfnuftur Jim Jones i Guyana, þar sem safnaftarfélagar voru myrtir efta fyrirfóru sér i nafni ieifttog- ans. Margar fjölskyldur telja sig einnig eiga um sárt aft binda af völd- um sáinaveifta Moon, þótt meft öftrum hætti sé. Þar á meftai er islensk kona sem lýsir reynslu sinni á öftrum staft hér á opnunni. Hér er ætiunin aft gera nokkra grein fyrir Moon-hreyfingunni og starfsemi hennaf bæfti erlendis og hér á landi. Blaftamaftur Helgar- póstsins fór m.a. á kynningarfund tslandsdeildarinnar á dögunum til aft forvitnast um starfsemina. Tiu islenskir Moon-istar Blaftamanni var visaö i stofu, þar sem fyrir voru tveir gestir, auk þeirra fimm félaga sem búa þarna. Samkoman hófst á þvi, að sungin voru þrjú lög. Þaö fyrsta var erlent, eins konar lofsöngur til guös, þar sem fóru saman mjög gripandi laglina og miklar endurtekningar i texta. Þá voru sungin tvö islensk lög, A Sprengisandi (Riðum, riöum), og Hótel Jörö. Aö söng loknum hófust umræöur. Þar kom i ljós, aö þau fimm sem búa þarna mynda kjarna hreyfingarinnar hér á landi. Af þessum fimm eruf jögur islensk, og sá fimmti er norskur, en hann viröist vera foringi hópsins. Alls munuum tiu tslend- ingar hafa gengiö i hreyfinguna frá upphafi, en hún hóf aö starfa hér fyrir um 4 árum. Eina stúikan I þópnum er nýjasti félaginn. Hún hefur veriö þarna i tæpt ár. Hún segist hafa kynnt sér kenningarnar vel, áöur en hún gekk í hreyfinguna. Aö hennarsögn hefur þettabreytt lifi hennar mjög til hins betrá. „Ég er mun hamingjusamari en áöur og enn sannfæröari um ágæti kenninga Moons,” segir hún. Hafa trillu og bóndabæ Einn mannanna úr hópnum hefur veriö í hreyfingunni í rúm þrjú ár. Hann var meö þeim fyrstu sem hófu aö starfa fyrir hana hér á landi. Hann var spuröur um tengslin viö alheims- hreyfinguna. Hann sagöi aö þau fengju mikla uppörvun frá bræör- um og systrum erlendis, en fjár- hagsleg tengsl væru ekki fyrir hendi. Þaö væri stefnt aö þvi aö hver eining væri sjáifri sér nóg. Allir félagarnir hér eru I fullri at- vinnu, nema sá norski. Aö hans sögn keyptu þau gamla trillu, sem þau eru búin aö gera upp og ætla aö stunda róöra á. Þá hefur hreyfingin einnig fengiö afnot af gömlu bæjarhúsiá Kárastööum í Þingvallasveit. Aö sögn Guöbjörns Einarssonar bónda þar, fékk fólkið húsiö til fimm ára, áriö 1977 gegn þvi aö standsetja þaö. Um aöra húsa- leigu er ekki aö ræða. „Fyrsta sumariö voru þeir þarna um hver ja helgi, en ég hef ekki séö þá siöan I fyr rasuma r. Þetta fólk var mjög til sóma og fór litiö fyrir þvl”, sagöi Guöbjörn, er hann var spurður um þetta mál. Sérstaða? A kynningarfundinum var og fluttur fyrirlestur, þar sem kenn- ingar Moons voru reifaöar lítil- lega, og sýnd kvikmynd frá starf- seminni i Bandarikjunum. Kvik- mynd þessi var gerö af kvik- myndafyrirtæki hreyfingarinnar, að þvi er norömaöurinn sagöi. Auk þess aö kynna hreyfinguna fyrir almenningi, þá halda félag- ar fyrirlestra, þar sem þau ræöa um kenningarnar sín i milli. Það viröist vera ljóst, aö hreyf- ingin á Islandi hefur nokkra sér- stööu, boriö saman viö móöur- hreyfingunaí Bandarlkjunum og annars staöar. Sökum þesshve fá þau eru, og vegna þeirra erfið- leikasemvirðastveraá aöfáfólk til aö starfa I henni, er erfitt aö heimfæra þær ásakanir, sem hreyfingin hefur oröiö fyrir erlendis, upp á þennan hóp. Þaö skal þó tekiö fram, aö þegar fariö var aö spyrja nærgöngulla spurn- inga um hlutverk Moons meöal mannanna, voru svik- fremur loöin, og eins og kæmi hik á menn. Hugmyndafræðin Moon fæddist I N-Kóreu áriö 1920. Þegar hann var 16 ára vitr- aðist Kristur honum og skýröi honum frá hlutverki hans á jörbinni. Þaö var svo árið 1954, aö Moon stofnaöi söfnuð sinn í þeim tilgangi að sameina mannkynið I eina stóra fjölskyldu. Helsta rit samtakanna er Hiö guðdómlega lögmál, „sem er opinberun, sem Guö gaf séra Sun Myung Moon, varöandi vilja Guös, sköpunarlögmál hans, og hvernig frelsun fæst, útskýrö á grundvelli Biblíunnar.” Þar segir aö Guö sé einn, óbreytanlegur og eilifur. Sama máli gegnir um Moon-menn vift kynningarstörf I Austurstræti nú fyrir helgina. „STÚRKOSTLEGUR LEIKARASKAPUR’ „Þetta hefur verift geysimikil reynsia fyrir fjölskylduna og snert mann mikift,” sagfti kona sem ekki vill iáta nafns sfns get- ift, í samtali vift Helgarpóstinn. Dóttir hennar og tengdasonur gengu i hreyfinguna I Norcgi fyrir um fjórum árum. Siftan þá hafa þau búift i sitt hvoru lagi, og barn sem þau eiga var sent tíl mennta f Englandi, en þar mun hreyfingin reka skóla. Ungu hjónin áttu ibúft hér i bænum, ábur en þau gengu i söfnuftinn. Nú hefur tslands- deild hans umsjón meft rekstri hennar. Unga konan mun starfa eingöngu I þágu safnaftarins. Móftir hennar sagftist hafa þaft á tilfinningunni, án þess þó aft geta fullyrt þaft, aft þetta fólk iegfti söfnuftinum til allar sinar eigur og verftmæti. „Fóik er dregib inn i þetta á fölskum forsendum, og svo er þaft orftift fast án þess aft þaft gerisér grein fyrir þvi. Eg legg þetta aft jöfnu vift átrúnaöinn á Hitler á sinum tima. Þetta er stórkostiegur leikaraskapur,” sagfti konan aft iokum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.