Helgarpósturinn - 27.04.1979, Blaðsíða 14
14
ómar 1 Þórscafé
„VIUUM BJOÐA
UPPÁ MDRA EN
BARAfCUST
segir Ómar Hallsson i Þórscafé um „floor Show” þeirra
,,Þetta hefur gengið alveg
ágætlega”, sagði Ómar Hallsson
framkvæmdastjóri Þórscafé,
þegar Helgarpósturinn spurðist
fyrir um hin svokölluðu ,,floor
show”, sem skemmtistaðurinn
hefur boðið uppá f vetur.
,,Það er stefnan hjá okkur að
hafa þau alltaf annað slagið núna,
framá sumar að minnstakosti,”
sagði Ómar. en hann á nú i bréfa-
skriftum við blakka söngkonu um
að koma og skemmta. ,,Við vilj-
um gjarna geta boðið uppá aðeins
meira en bara i glasiö, og þetta er
viðleitni i þá átt”
Svo virðist að gestirnir kunni að
meta viðleitnina, þvi aösóknin
hefur verið ,',alveg geypilega
góð”, eins og Ómar komstað oröi.
Þórscafé er opið á fóstudögum,
laugardögum og sunnudögum, og
þar er diskótek, og Lúdó og-
Stefán.
,,Það er frekar „eldra” yngra
fólk sem kemur hingað,” sagði
Ómar. ,,Ungt hjónafólk er sjálf-
sagt i meirihluta, og fólk er meira
parað en á diskótekunum, enda
erum við ekkert inná þeirri linu.”
Þeir i Þórscafé hafa nokkuð
verið gagnrýndir fyrir að vera
strangir og afturhaldssamir i
sambandi við klæöaburð
gestanna. ,,Við höfum auövitað
heyrt þetta” sagði Ómar, ,,en ég
er viss um að meirihluti gestanna
er þessu fylgjandi. Það er fólk
sem klæðir sig upp i betri föt til að
fara út að skemmta sér, og það
vill hafa hitt fólkið sæmilega
klætt lika.”
„Auðvitað vitum við að fólk
getur verið vel klætt án þess að
hafa bindi um hálsinn, en við
settum bara visst strik, til að
miða við. Það er siðan matsatriöi
dyravarðanna hverjum þeir
hleypa inn.
Það er hinsvegar svolitið
athyglisvert að meðan athyglin
beinist öll að karlmönnunum, fór
að bera á þvi að konurnar væru
illa klæddar. Við höfum þvi tekið
upp strangara eftirlit með þeim,
og árangurinn lætur ekki á sér
standa.”
Hinn mikli fjöldi matargesta er
þó kannski það sem aðstandendur
Þórscafé eru stoltastir af. „Við
fáum mjög margt fólk i mat til
okkar,” sagði Ómar, „enda er
einn fremsti matsveinn landsins,
Stefán Hjaltested vfirkokkur
hérna. Svo höfum við lika lokað
stiganum upp, og haft salinn ein-
göngu fyrir matargesti. Þá er fólk
algjörlega i friði og það virðist
lika mjög vel”
—GA
Föstudagur 27. apríl 1979 —he/garpósturinrL_
Þessa dagana er nú
aldeiiis að færast líf f
tuskurnar við smábáta-
bryggjuna í Hafnarfirði.
Grásleppukarlarnir eru
nefilega farnir að veiða
rauðmaga, sem þeir selja
siðan fólki sem kemur til
þess að fá sér í soðið. Við
brugðum okkur þvi til
Hafnarfjarðar, þar sem
við höfum haft fregnir af
þessu og Gaflarar kalla
stoltir fiskmarkaðinn sinn,
og lögðum nokkrar spurn-
ingar fyrir fólk, sem varð
á vegi okkar.
Fyrst hittum við þá Gunnar H.
Sigurjónsson starfsmann I Gufu-
nesi og grásleppukarlinn, Einar
Jóhannesson, sem var aö selja
honum rauðmaga.
— Færðu þér oft rauðmaga
Gunnar?
„öðru hvoru. Maður fær þetta
hérna alveg glænýtt þegar þeir
koma aö að landi.”
— Og þá þykir þér náttúrlega
góður rauðmagi?
„Ég er nú hræddur um það.
Þegar liöa tekur á veturinn fer
maður að biða eftir þessu.”
— Mynduröu vilja missa þá að-
stööu að geta keypt þér rauðmaga
hérna á bryggjunni?
„Nei, þá finndist mér nú eitt-
hvaö vanta. Yfir þessu er viss
blær, að kaupa þetta svona eins
og 1 gamla daga beint af bryggj-
Gunnar og Einar i rauðmagaviöskiptum.
Gaf larar gledjast á
grásleppumarkaði
— en fisksalar eru ekki jaf n ánægðir
unni. Ég álit að þetta sé gamall og
góöur sérhafnfirskur siður ”
— Nú hafa fisksalar verið
óánægðir meö þennan fiskmark-
að og telja aö hér sé verið að
brjóta lög?
„Já, þeir hafa kannski nokkuð
til sins mál. Þetta eru svona tvö
sjónarmiö eins og gengur og
gerist og eitthvaö tekur þetta frá
þeim. Þeirra lifibrauð er náttúr-
lega að selja fiskl’
Nú gat Einar Jóhannesson ekki
lengur orða bundist og skaut inni
samræðurnar: „Sko, þaö tiðkast
nú allsstaðar götumarkaöir i
Paris, London og hvar sem er,
svo við erum alveg I sama rétti og
aðrir að selja okkar eigin afla
hverjum sem okkur sýnist”
Aðspurður hvort þeir hefðu
mikið upp úr þessu sagði Einar
svo ekki vera, það væru aöallega
hrognin sem væru verðmæt.
sagðist ekki vera raunverulegur
grásleppukarl hann væri aðallega
i þessu sér til heilsubótar og upp á
sport. Hans aöalstarf væri
kerskálavinna 1 Alverinu. Hann
réri bara á Voninni sinni I vakta-
friunum.
— Ertu búinn aö fá mikiö?
„Ég er búinn að fá tæpar fjórar
tunnur eftir þrjár vitjanir og með
aðeins 30 net.”
— Þá viröist nú útlitiö vera
sæmilegt hjá ykkur!
„Jú byrjunin er a.m.k. miklu
betri en i fyrra. Hins vegar getur
þetta allt breyst þegar liða tekur
á vertiðina.”
— Hvað fáið þiö mikiö fyrir
tunnuna?
„Ja, ef hún selst þá fáum viö
300 dollara senm_ gera um 100
þúsund krónur.”
— Og aö lokum Gunnar. Veröur
þetta með grásleppuna árátta hjá
™ ™ —____ u__: „ x i__o
komast I þetta.”
Nú var Gunnar búinn að fá
viðskiptavin. Sigurjón Stefánsson
rafsuðumann I Stálvik h.f. Viö
snérum okkur aö honum og innt-
um hann að þvi hvort hann fengi
sér oft rauömaga i soöið.
„Jú það geri ég. Mér finnst það
einhvern veginn tilheyra vorinu
og sérstaklega finnst mér
rauðmaginn betri ef maður kaup-
ir hann hér á bryggjunni.”
— Að hvaöa leyti?
„Ég veit það nú ekki. Ætli þaö
sé ekki blærinn yfir þessum
verslunarmátaý
—GSK
vio snerum okkur nu ao oorum
grásleppukarli, Gunnari
Guðmundssyni, sem rétt I þessu
var aö koma aö landi. Hann
monnum sem Dyrja 1 pessu'r
„Já mér finnst það, þvi þegar
fram á vorið kemur fer maður
allur aö volgna og hlakka til aö
Hótel Borg <4
á besta staö í borginni. ^
Diskótek í kvöldog laugardag
Hljómsveit Jóns Sigurðssonar og diskótek
sunnudagskvöld.
Matur framreiddur frá kl. 18 öll kvöld.
>• yOJ
SKARKOLA-
FLÖK
BANGKOK
Helgarrétturinn að þessu
sinni er fenginn hjá Ib Wess-
mann matreiðslumeistara
Naustsins og auövitaö er þar
fiskréttur á feröinni, þvi að fyrir
þá er Naustið kannski þekktast.
Steikt skarkolaflök Bangkok
meö hrisgrjónum, karrýsósu,
HP-mynd: Friöþjófur.