Helgarpósturinn - 27.04.1979, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 27.04.1979, Blaðsíða 9
UM LAMBAKET OG KVIKMYNDIR Það er mikil tiska um þessar mundir að abbast upp á islenskan landbúnað eins og ein- hverja niðursetu i kotinu hjá rikisféhirði. Með fullan gúlinn af lambaketi hryllir fólk sig yfir þeim niðurgreiðslum sem gera Jóni Jónssyni og fjölskyldu kleift að troða sig út af þessari ljúffengustu villibráð heimsins. Það er að verða viðtekin skoðun að niðurgreiðslur séu af hinu illa; ætli það sé ekki lúöusælker- inn á Dagblaðinu sem manna mest hefur agiterað fyrir þeirri speki? Nú er það ekki meiningin að setja hér fram endanleg rök fyrirarðsemi islensks iandbún- og niðurgreiðslna er hætt við að ýmsar þjóðhagslega mikilvæg- ar atvinnugreinar leggist niður. Kvikmyndagerð er tiltölulega ung atvinnugrein hér á landi og hefur svo sannarlega ekki verið mulið undir hana. Þó gerðust þau tiðindi hérna á dögunum að úthlutað var styrkjum til kvik- myndagerðar úr nýjum kvik- myndasjóði, samtals um 30 millj. kr. Þvi miður er ekki hægt að framleiða mikið af kvikmynd- um fyrir 30 milljónir króna, svo að þau verkefni sem styrki hlutu munu að mestu leyti vera fjár- mögnuð eftir öðrum leiðum, hins vegar geta styrkir af þessu Helgi Sæmundsson — Hrafn Gunnlaugsson — Jónas Jónasson Páll Heiðar Jónsson — Pétur Gunnarsson — Steinunn Sigurðardóttir — Þráinn Bertelsson hringbordid_____________ 1 dag skrifar Þráinn Bertelsson aðar yfirleitt og sauðfjárræktar sérstaklega.En kannski manni leyfist að setja fram þá skoðun að þjóðfélagslegir hagsmunir eigi að ganga fyrir hagsmunum einkagróðans, þvi oft er það svo að það sem er arðvænlegt fyrir einstaklinginn getur skaðað heildina og sömuleiðis kann heildin að hagnast á þvi sem einstaklingur rekur með bull- andi tapi, þannig að án styrkja tagi ráðið úrslitum þegar menn ákveða hvort hættandi sé á að gera kvikmynd. Þrátt fyrir að ekki sé til þess ætlast að kvikmyndagerðar- menn endurgreiði þessa styrki er ekki óliklegt að þessir peningar skili sér aftur i rikis- sjóð eftir ýmsum krókaleiðum opinberrar skattheimtu. Við kvikmyndagerðina skapast at- vinna fyrir allstóran hóp fólks sem bætir við sig verkkunnáttu og reynslu. Við þetta vex inn- lendri kvikmyndagerð fiskur um hrygg, en það hlýtur einmitt að vera tilgangurinn með styrk- veitingu. Það er afskaplega mismun- andi hversu mikla peninga kost- ar að gera kvikmynd. Yfirleitt má segja að leiknar myndir kosti meira en heimildarmynd- ir, en kostnaðurinn er mjög breytilegur: leikendafjöldi, sögusvið, búningar, ótal atriði eru þung á metunum: tækja- leiga, filma og framköllun. Allavega er það milljónafyrir- tæki að gera kvikmynd, en þann kostnað er tiltölulega auðvelt að reikna út eftir að handrit er full- unnið. Hitt er aftur á móti úti- lokað, aö reikna út fyrirfram hversu mikla peninga kvik- mynd gefi af sér. Það er þó augljóst mál að það er litill gróðavegur að gera kvikmyndir fyrir islenskan markað, þótt dæmi séu til um þótt dæmi séu til um kvik- myndagerðarmenn sem tek- ist hefur að komast hjá tapi og jafnvel fengið laun fyrir vinnu sina. Það er þvi skiljan- legt, að ekki skuli i svipinn vera ráð fyrir þvi gert, að kvik- myndagerðarmenn endurgreiöi kvikmyndasjóði styrkinn. En annað mál er hvort er athugandi að endurskoða þær reglur i framtiðinni. Takist kvikmyndagerðar- manni að gera mynd sem skilar hagnaði og fær til þess fyrir- greiðslu hjá kvikmyndasjóði er ekki ósanngjarnt að ákveðinn hluti hagnaðarins renni til þess að endurgreiða styrkinn uns hann er að fullu goldinn. Sjóöur- inn þarf á fjármunum að halda til að geta styrkt sem flestar myndir,.enda hlýtur tilgangur hans að vera að gera mönnum kleift að framleiða kvikmyndir án þess að missa aleigu sina undir hamarinn. Viða erlendis er þessi háttur haföur á: öll kvikmyndagerð nýtur opinberr- ar fyrirgreiðslu sem siðan er endurgreidd, ef kvikmynd skil- ar hagnaöi. Slikar reglur um endur- greiðslu ættu þó ekki að vera efstar á blaði varðandi fram- tiðarskipulag kvikmyndasjóös. Miklu mikilvægara er að finna sjóðnum ákveðna tekjustofna, þannig að framtiðarþróun islenskrar kvikmyndagerðar mótist af stefnufestu og hygg- indum, en ekki af geðþóttaá- kvörðunum misviturra stjórn- valda. Woody hefur hamskipti i Interiors: Dæmisagan snerist upp í sálfræði Woody AUen, bandariski gamanmyndahöfunðurinn fer á kostum i kvikmyndaheiminum um þessar mundir. Tónabió sýnir nú eina af nýjustu myndum hans, Annie Hall, sem skipaði Allen á bekk fremstu kvikmyndahöfunda Bandarlkjanna þessa stundina, mynd sem var i raun rökrétt framhald af fyrri myndum hans en þroskaðri og yfirvegaðri. Nú hefur hann rétt lokið við nýja mynd Manhattan, sem er ibland gamansöm og alvarieg og með heimspekilegu ivafi, og hefurhún hlotið ákaflega lofsamlega dóma þeirra, sem hafa séð en myndin er ekki komin á almennan markað. ókomin er hingað til lands mynd sú sem hann geröi þar á undan interiors, en I henni hefur Woody algjör hamskipti — myndin er háalvarieg og I anda dramatiskra leikrita — og kvikmyndahöfunda á borö við O’NeiIl, Ibsen og Bergman. i nýlegu blaðaviðtali I Le Monde gerði hann nokkra grein fyrir Interiors: Ég byrjaði á smáatriðunum, þegar ég fór að hugsa um Interiors, segir Woody Allen. Ég hafði hugmynd að persónu, ári seinna haföi ég aðra og smátt og smátt varð sagan til. Áður en ég gerði gamanmyndirnar, hafði mig langað til að gera alvarleg- ar myndir, án þess að vera viss um að geta það. Ég vissi að ég gæti skemmt fólki, en það var | ekki fyrr en eftir sex eða sjö | gamanmyndir, að ég þorði að takast á við nýja tegund kvik- mynda. Þessi tegund mynda á sér enga hefö að baki i Banda- rikjunum. Fyrir kvikmynda- höfund þýðir engin hefð engir peningar. I minum augum eru Eugene O’Neill, Ingmar Bergman, August Strindberg, Ibsen og Tchekov fulltrúar fyrir það sem ég kalla alvarlegt. 1 Bandarikj- unum eru það melódrömu á borð við A Dog Day Afternoon eftir Sidney Lumet, Gauks- hreiörið, eftir Milos Forman, eða Guðfaðirinn, eftir Francis Coppola, sem eru taldar alvar- legar myndir. En hinar einu al- varlegu myndir sem hafa verið geröar hér eru geröar eftir leikhúsverkum, Long Day’s Journey into Night og Spor- vagninn girnd. Þrátt fyrir gæðin, hafa þessar myndir ekki notiö vinsælda. Ef ekki væri fyrir gamanmyndir minar fengi ég ekki fjármagn til að gera slikar myndir. Ég heföi hvorki haft nógu mikið sjálfstraust né reynslu til að byrja á Interiors, og vinna i svo óvanalegu and- rúmslofti. Ég þekki inn á gamanmyndaformið, en hið al- varlega krefst mikils af mér. Ég er mikið fyrir alvarlegar myndir, ég hef alltaf tekiö þær fram yfir aðrar, ég hef alltaf ætlað að gera slikar myndir. Ánægjunnar vegna. t Banda- rikjunum er það rikjandi viöhorf að leggja áherslu á dramatiskar hliðar spaugsins. Ég er ekki á sama máli. Hvernig get ég komið þvi alvar- iega sem býr innra með mér, að i gamanmynd sem hefur þá frumskyldu að fá áhorfendur til aö hlægja hátt og oft? Þegar vandamál skýtur upp kollinum, fer spauglistarmaðurinn i kringum þaö, hæöist að þvi, ger- ir litið úr þvi, og, með þessum aðferðum, flýr það. Leikstjóri sem gerir gamanmynd um ein- veruna eða dauðann, getur aldrei þróað eða kafað ofan i efniviðinn eins og rithöfundur eða alvarlegur kvikmyndahöf- undur. Ahorfandi gamanmynda vill skemmta sér. Ahorfandi al- varlegra mynda vill taka þátt i ævintýri sem getur markað hann ævilangt. — Hvað viltu segja með Interiors? Ég ætlaði aö gera dæmisögu, en sálfræðin;, náði yfirhöndinni. Þeir sem sjá Interiors, eru venjulega hrærðir af þeirri spennu, sem rikir innan fjölskyldunnar, af afbrýöi- seminni, af hinni kynferðislegu samkeppni. En i stað þess aö lita á myndina frá sálfræðilegu sjónarhorni, i stað þess að sjá þarna ekkert nema systur, mæður, dætur og feður, vildi ég að myndin vekti upp spurningar um samskipti mannsins við um- heiminn. Spurningar um gildi i lifsins, um þaö sem maöurinn er sjálfur, með tilveruótta sinn. Við höfum ekki neina hefð i sambandi við heimspeki. Aliir eru með sálgreiningu i magan- um, og hafa sálfræðilegt sjónar- horn. Það verður að varast það, að þessi sálgreiningarbylgja | sem dynur á okkur, leiði okkur i ekki frá þvi sem raunverulega skiptir máli. 1 framtiðinni ætti ég að hafa meiri verkkunnáttu til að gera það sem ég þrái. Ég hefði getað búið til sögu, sem ekki er jafn sálfræðileg, til að fjalla um hug- myndirog tilfinningar sem eru i Interiors. Þegar Bergman gerir heimspekilega mynd, t.d. Sjöunda innsiglið, er háspeki- legur tilgangur hans mjög greinilegur. Ef Sófókles skrifaði ödipus i dag, gæti hann séð eftir þvi að hafa tjáð hugmyndir sinar um örlögin i jafn þungu sálfræðilegu andrúmslofti. Ég er dálitið sekur um að hafa sett fram jafn skýra togstreitu, sem bandariskir áhorfendur eru til- búnir til að svara, alltaf á sama hátt. — Er þessi mynd tengd æsku þinni? Ekki nema á þann hátt að eins og allar minar myndir tjáir hún þær tilfinningar og þann ótta, sem fæðast hjá barninu. Þroskinn hefur staðfest æsku mina. Ég hef alltaf haldið þvi fram að það sem gefur tilveru okkar kraft, eru tilraunir okkar til að forðast dauðann. Ég hef alltaf skynjað að minnstu gjörð- ir okkar, eru viðbrögð gegn þeirri staðreynd að við munum deyja. Þegar barnið verður þess áskynja, að það mun deyja, verður það reitt ( og á sama tima vanmáttugt). Þessi reiði mun hafa áhrif á lif þess það sem eftir er. Ég fékk þessa til- finningu i æsku, og þessar hug- myndir birtast, á einn eða ann- an hátt, i þvi sem ég geri.” —GB.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.