Helgarpósturinn - 27.04.1979, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 27.04.1979, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 27. apríl 1979 helgarpásturinn- Kirkjugaröar eru I augum margra heilagt og jafnvel duliiö- ugt fyrirbæri. Þar hvfla hinir látnu f vfgöri mold. Viröing manna fyrir kirkjugöröum er mikil, en i bland er viröingin stundum óttablandin. Óttinn viö dauöann er mikill og kirkjugarö- ar eru jú ákveönir samnefnarar dauöans. Yfírleitt er ekki mikill umgang- ur um kirkjugaröa. Þaö tiökast vart aö fólk gangi um slika garöa sér til skemmtunar, nema þá[ elskendur og s ér vit rin gar. Þangaö kemur varla nokkur; erindislaus, heldur til aö vitja um leiöi ættingja og vina. Nú eöa fylgja nákomnum til grafar I jaröarförum. Ein stétt manna stundar sina vinnu innan veggja kirkjugaröa. Þaöeru grafarar. Þeir menn sem taka grafir áöur en jaröarfarir fara fram og sföan moka yfir kist- una sem geymir jaröneska leifar manna aölokinni athöfn. Dauöinn er meö öörum oröum sifellt i grennd þessara manna. Helgar- póstsmönnum lék nokkur forvitni á aö vita hvaöa tilfinningar hræröust meö þeim mönnum sem grafa hina dauöu, þeim sem vinna allan sinn vinnudag i kirkjugöröum innan um grafreiti. Omar Egilsson heitir sá sem hefur þennan starfa meö höndum hjá kirkjugöröum Reykjavlkur. Hann er þó ekki einn um hituna, þvi honum til aöstoöar er Guö- mundur Baldvinsson. „Engin sérstök tilfinn- ing” Þegar blaöamaöur hringdi til Ómars ogóskaöi eftir viötah kom löng þögn i hinum enda símans. Loksins svaraöi Ómar: „Viötal viö mig? Hvaö i ósköpunum er hægt aö spyrja mig um?” Er blaöamaöur sagöi aö tilgangurinn væri sá aö grennslast fyrir um hvaöa tilfinningar bæröust I þessu óvenjulega starfi, þá hló Ómar. „Tilfinningar. Þetta er engin sér- stök tilfinning. Þetta er bara eins og hvert annaö starf.” Þaö varö þó úr aö blaöamaöur boöaöi komu sina út i Fossvogskirkjugarö dag- inn eftir, en spuröi jafnframt hvar þá grafara væri aö finna. „Nú hvar helduröu? Viö veröum auövitaö ú'tá i garöi allan daginn, þú kemst ekki hjá þvi aö sjá okk- ur.” Og næstidagur rann upp. Þegar viö Friöþjófur ljósmyndari renndum aö Fossvogskirkju og geröum okkur liklega til aö ganga inn i kirkjugaröinn i leit aö gröfurunum, þeim ómari og Guö- mundi, þá renndi fram hjá okkur á blússandi ferö Massey Fergus- son traktorsgrafa og stefiidi i átt til kirkjugaröshliösins. Viö náö- um aö stööva gröfuna og viö stjórnvölinn sat Omar EgilssonJ ,,Ég er einmitt á leiöinni niöur i garötil aötaka gröf.Eltiö þiömig| bara, viö getum rætt saman niöur frá.” Og viöfylgdum i humátt á eftir traktorsgröfunni þar sem hún brunaöi i gegnum kirkjugaröinn i hrópandi ósamræmi viö kyrröina og friöinn sem þar rikir ella.. Loks neöst i garöinum stöövaöi. Omar gröfuna og steig út. 1 þess um enda garösins eru ófrágengn- ar grafir, ótyrföar og án leg- steina. Aöeins moldhrúgur meö krossum og veöruöum krönsum. Þetta vorugrafir sem höföu veriö teknar og mokaö yfir siöastliöinn vetur, en þær veröa tyrföar og snurfusaöar nú i sumar. Ómar sagöi okkur aö starfs- félagi hans Guömundur Baldvins- son væri þessa stundina vestur i gamla kirkjugaröi. Hann væri þar aö taka gröf meö gamla lag- inu, þ.e. skóflu og haka. ,, Mold er mold, óvígð eða ekki” „Já þaö eru nánast allar grafir teknar meö vél, nema þar sem vélinni veröur ekki komiö viö vegna plássleysis. Ég er svona 15—20 minútur aö taka hverja gröf og búa hana undir jaröaför- ina. A veturna tekur þaö mun legri tlma. Þá er frœt i jöröu og veröur þvi aö notast viö loft- pressu. Annars er jarövegurinn héryfirleitt mórsvoþaö auöveld- ar auövitaö alla vinnuaöstööu.” En ekki finn ég mun á þvi aö grafa I vfgöri mold eins og hér er ogaftur i óvigöri. Mold er mold þegar grafiö er.” Viö höföum orö á þvi viö Ómar aö ekki virtist mikiö svæöi ónotaö Igaröinum. Hvaötekur garöurinn lengi viö? „Ég veit þaö ekki alveg, en þaö |er óneitanlega fariö aö þrengja talsvert aö okkur hérna. Hins vegarmunhinnnýi kirkjugaröur i Gufunesi veröa aö einhverju leyti tilbúinn eftir tvö ár og Fossvogs- garöurinn ætti aö geta annaö ,þessu þangaö til.” ar teknar meö gamla laginu, skóflu og haka og liti á þaö sem manneskjulegri vinnubrögö. Frá okkar sjónarhomi, eru þaö ein- faldlega allt of hæg vinnubrögö Meö gröfunni erum viö eins og ég sagöi áöan, aöeins um 20 mlnútur aö taka hverja gröf, en meö hand- afli tekur þaö 2 klukkutima.” Omar er 24 ára gamall og hefur starfaö i kirkjugöröum frá 1973. Raunar byrjaöi hann aö starfa i kirkjugöröum á sumrum áriö 1970, þá sem skólakrakki, en i aö moka upp úr gröfinni á nýjan leik og láta kistuna siga. En svona nokkuö komi sem betur fer ekki oft fyrir. Fer niður I hverja gröf Enda þótt langflestar grafir séu teknar meö vélskóflu, þá þarf Ómar aöfara niöur i hverja gröf til aö slétta botninn. „Ætli þær séu ekki orönar nokkur þúsund grafirnar sem ég hef komiö ofan I. Min gröf veröur sjálfsagt sú síö- Starfar við hlið hinna dauðu allan daginn: „HEF MISST VIRÐINGU FYRIR DAUÐANUM — segir Ómar Egilsson grafari hjá Kirkjugörðum Gamli timinn... og nýi timinn i greftruninni Þá var ómar Egilsson grafari aö þvi spuröur hvort starf hans væri erilsamt. Hann sagöi þaö vera upp og niöur. Þetta kæmi svona i törnum. Þaö kæmi ein vika þar sem bókstaflega ekkert væri aö gera, en' slöan þá næstu væru allir tímar bókaöir uppi I kirkju fyrir jaröafarir. Þaö væri þá helst eftir marga fridaga i röö, eftir páska og jól til dæmis. ,,Fólk veit ekki hvernig grafir eru teknar” ,, Grafir eru teknar sama dag og útförin fer fram og strax aö lok- inni athöfn er sföan mokaö yfir og frá gröfinnigengiö. Þaö er passaö upp á þaöaö grafan sjáist ekki á meöan athöfninfer fram, en strax og fólk hefur yfirgefiö garöinn komum viötil skjalanna. Ég held aö fólk almennt viti ekki hvernig grafir eruteknar og ég held jafn- vel frekar aö fólk vilji ekki vita þaö. Finnst kannski eitthvert viröingarleysi fylgja þvi aö traktorsgrafa sjái um þaö verk- efni. Vilji halda aö grafir séu all- grafari vaö hann 1973. Hvaöa til- finning fylgdi þvi aö byrja í starf- inu? „Æ. ég veit þaö ekki, Engin ónotatilfinning. Ég byrjaöi sem aöstoöarmaöur grafara og fór þvi hægt af staö. Og fyrr en varöi var maöur kominn á kaf i þetta og hættur aö hugsa um um- hverfiöog tilgang verksins. Gekk bara aö þessu eins og hverri ann- arri vinnu..Eins og verkamenn grafa skuröi, þá tek ég grafir. Svo einfalt er þaö.” „Pælilitið i dauðanum ” „Jú, ætli ég veröi ekki aö játa^ þaö hér og nú, ég hef misst virö- ingu fyrir dauöanum. Enda væri þaösvo ef éghugsaöi of mikiö um þaö sem ég er aö gera, þá þýddi þaö einfaldlega þunglyndi. Þess vegna reyni ég aö vlkja dauöan- um burtu frá mér. Hann er allt i kringum mig, en mér hefur tekist aö gleyma honum aö mestu og lít á kirkjugaröinn eins og hvern annan vinnustaö.” Þess vegna pæli ég litiö I dauöanum.” En setur aldrei skrekk aö Om- ari á dimmum vetrardögum, þeg- ar hann er einn viö vinnu sina i kirkjugaröinum umvafinn dauöanum. „Nei, aldrei” svarar Ómar aö bragöi og hlær hátt. „Ég óttast ekki hina dauðu. Þvi siöur trúi ég á drauga eöa aftur- göngur og hef aldrei oröiö var viö neina reimleika hér i garöinum. Allt sllkt tal er eintómt pip og vit- leysa.” Ómar segir okkur frá þvi aö stundum á vorin og haustin þegar leysingar eru miklar og jarðveg- urinn mjög blautur þá sé oft erfitt aö gera grafirnar þannig úr garöi aö þær þoli þann ágang sem verö- ur ávallt þegar útfarir fara fram. Segir hann þaö nokkrum sinnum hafa komiö fyrir, aö þegar hafi átt aö láta kistuna siga 1 gröfina, þá hafi grafarbakkinn bókstaf- lega hálffyllst. Hafi þá oröiö aö láta kistuna á grafarbakkann og ljúka athöfninni þannig. Þaö hafi siöan veriö verksviö grafaranna asta, en ætli mér gefist tækifæri til aö taka hana sjáifur. Dauöa hræöist ég hins vegar ekki. Hann kemur þegar hann kemur.” En nú höföum viö truflaö ómar allt of lengi frá vinnu. Þrjár jarðarfarir áttu aö fara fram þann daginn og sú fyrsta átti aö hefjast eftir klukkutima. Viö þökkuöum’ ómari spjalliö, en hann bauö okkur aö fyígjast meö þvierhann tækigröf. Hannsettist upp I Massey Ferguson gröfuna og hóf vinnu. Nokkurt frost var i jöröu, svo hann varö aö skella skóflunni fast niöur til aö losa klakann. Jöröin titraöi og skalf viö þessi átök og sú hugsun vakn- aðihvorthinir dauöu fengju raun- verulega aö hvila í friöi. En eftir tuttugu minútur var verkefninu lokiö og friður og kyrrö rlkti á nýjan leik. ömar ók gröfu sinni á brott og kirkjugarðurinn varö samur á ný. En niöri I garöi stóö opin gröf tilbúin til aö hýsa einn meöbræöra okkar. Viðtal: Guðmundur Árni Stefánsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.