Helgarpósturinn - 27.04.1979, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 27.04.1979, Blaðsíða 4
4 NAFN: Ólafur R. Einarsson FÆDDUR: 16. janúar 1943 ATVINNA: Menntaskólakennari og formaður útvarpsráðs FJÖLSKYLDUHAGIR: Eiginkona Jóhanna Axelsdóttir og eiga þau tvo syni BIFREIÐ: Pólskur Fiat station 127, árgerð 1975 ÁHUGAMAL: Verkalýðssaga og alls kyns grúsk Föstudagur 27. apríl 1979 „Ríkisútvarpið hefur í rauninni enga stjóm” Rlkisútvarpiö hljúövarp og sjönvarp hefur ávalit verið meira og minna á milli tanna fólks. Sjald- an erumenn of ánægðir með dagskrárefni það, sem boðið er upp á. Nú siöustu daga hafa málefni rikisútvarpsins verið mikiðrædd sérstaklega með tiliiti tii slakrar fjárhagsstöðu stofnunarinnar. Er staðan svo bágborin aö útvarpsráösmenn hafa boðaö umtalsveröan niöurskurðdagskrár. Afnotagjald af sjönvarpi og útvarpi hefur hækkað litið I samanburbi við aðra opinbera þjón- ustu. Ef t.d. er boriö saman við áskriftarverð dagblaða þá er sýnt aö rfkisútvarpið ber mjög skarðan hlutfrá boröi. 196» kostaði ársáskrift aðdagblaði 1845 krónur, en afnotagjald útvarps og sjónvarps var 3300 krónur. Núna X0 árum siðar er áskrift að dagbiaði 36 þúsund en afnotagjaldið 36 þúsund og 200 krónur. Nær sama upphæöin. Ef afnotagjaldið hefði hækkað til jafns við dag- blöðin þá ætti gjaldiö fyrir útvarp og sjónvarp aö vera f dag 64 þúsund krónur. Yfirheyrsian fjallar um rikisútvarpið. Hvers vegna er ástandið meö þessum hætti og hvaða , áhrif kemur þessi lélega fjárhagsstaða til með aö hafa? Ólafur R. Eínarsson formaöur útvarps- ráðs er til yfirheyrslu hjá Helgarpóstinum. — Hvernig stendur á fjár- hagsvanda útvarpsins? „Skýringin er fyrst og fremst fólgin i þvi að við fengum ekki þá hækkun á afnotagjaldi sem við reiknuðum með. Það er að segja aö afnotagjaldið af út- varpi og sjónvarpi var aðeins hækkað um 15-17% á meðan önnur opinber þjónusta var hækkuð mun meira. bað er kannski hægt að skoða þetta i aðeins stærra samhengi og þá i samanburði við verð dagblaða (sjá inngang). Dagblööin fá fulia hækkun en útvarp og sjón- varp sem geta boriö sig saman viö blöðin fá litla sem enga hækkun. Annar tekjustofn er svo auglýsingar og þar megum viö hækka, en hins vegar eru þvi takmörk sett hvað við getum hækkað slíkt. Þannig að við höfum nú til ráöstöfunar til dag- skrárgeröar sömu krónutölu á þessu ári eins og i fyrra. Og það sér hver heilvita maður að slikt gengur ekki i þessu verðbólgu- þjóöfélagi.” Nú er útvarpsráð skipað póii- tiskum fulltrúum. Er það áhrifalaust þegar knýja þarf á um hækkun afnotagjalda? „Hækkun afnotagjalda er i höndum gjaldskrárnefndar, en i reyp.d er það rikisstjórnarinnar að taka af skariö hvaö snertir hækkun. Og þar rikir bara ekki skilningur á nauðsyn rikis- útvarpsins á þvi að fá hækkun á þessum gjöldum. Hins vegar er samtryggingarkerfi flokkanna i fullu gildi hvaö snertir dagblööin.” Þú ert sem sagt ekki ánægður með afstöðu vinstri stjórn- arinnar gagnvart þessum rikis- fjölmiðli? „Ekki hvað fjármálin snertir. Að svelta rikisútvarpiö þýðir i reynd að rikisstjórnin er aö plægja jarðveginn fyrir Guömund H. Garðarsson og þá er fylgja svonefndum frjálsum útvarpsrekstri. Hnignandi dag- skrárgerö þýðir og aö stofnunin veröur ekki fær um að mæta nýjum kröfum, m.a. samkeppni er leiða myndi af NORDSAT.” Sáuð þið þennan niðurskurð ekki fyrir? „Þaö á nú að heita svo aö rikisútvarpiö sé fjárhagslega sjálfstæð stofnun samkvæmt lögum, en það er hún alls ekki, vegna þess aö hún er háö þessu verðlagseftirliti og fær ekki hækkanir sambærilegar við aðra aðila.” Hvar telur þú sjálfur liklegast að skoriö veröi niöur? Veröur dagskráin stytt eða útþynnt? „I hljóövarpi gæti ég trúað aö þetta þýddi það, aö við myndum hugsanlega auka endurtekiö efni, fremur en að stytta dag- skrána. Þetta gæti lika þýtt þaö að við yrðum að fella niður ýmsa vinsæla þætti, sérstaklega þá sem hafa veriö timafrekir I stúdióvinnu og þá einkum og sér I lagi þættina sem hafa veriö sendir út i beinni útsendingu. Hvað hins vegar sjónvarpi viövlkur, þá er auðvitað mjög umdeilt atriði hvar eigi að skera. Stundum hefur veriö nefnt aö rétt væri aö skera niöur einn útsendingardag. Otreikningar hafa hins vegar sýnt að það sparar mjög lltið. Þá er viöbúiö að augu manna beinist frekar aö leikritagerö- inni sem er dýrasta efnið. Eöa skemmtiþáttunum. En þaö er spurning, hvort ætti ekki frekar að stytta útsendingartimann og senda út betri og vandaöri dag- skrá, fremur en að fara út á þá braut aö þynna hana út. Ég vona hins vegar í lengstu lög að við þurfum ekki að gripa til sllkra ráðstafana. Það yrði mjög slæmt. Það sem er hvaö verst I þessu öllu, held ég, að þær hug- myndir sem menn hafa um fjöl- breyttari og betri dagskrá I sjónvarpi og útvarpi, allar þær hugmyndir eru svæföar með þessu.” Náum við að uppfylla okkar skuldbindingar gagnvart hinum Noröurlöndunum varðandi leik- ritagerð? Er þaö rétt að timinn sé aö hlaupa frá okkur á þessu ári varðandi leikritauppsetn- ingar með tilliti til undirbún- ingstima og stutts mögulegs tima á útiupptökum? „Ég er nú ekki sammála þvi. Oft hefur ákvörðun um leikrita- gerð verið mjög sein fyrir. Nú, ég sé ekkert þvi til fyrirstöðu að við tökum ákvörðun um að taka einhver leikrit og ákveða það fyrir miöjan mai. En viö getum alls ekki samþykkt nema mjög takmarkað af slíku. Þaö þýddi sem sagt að einhver leikrit yrðu gerð. Hins vegar er það sýnt, að ef við stöndum ekki við okkar hlut varðandi leikritagerö, þá erum viö i fyrsta lagi aö vanrækja það hlutverk, sem okkur er ætlaö, það aö stuðla aö einhverri menningarstarfsemi i iandinu. Og ef ekki veröa 8 leikrit gerð heldur 1 eða 2 þá erum við búnir að rjúfa fyrirheit, sem viö höfö- um gefið og þá fáum við alla leikara yfir okkur með óbóta skömmum. Ekki bara á tslandi heldur á Norðurlöndunum öll- um.” En eruð þið ekki óþarflega seinir með ákvaröanir I þessum efnum? „Ég held aö það sé sama hvaöa fyrirtæki um er aö ræða, þegar fyrirtæki siglir inn I fjár- hagslega óvissu þá er frestaö ákvarðanatöku þangað til ljóst iiggur fyrir hvað hægt er aö gera.” Nú eru lausagreiðslur til leik- ara mjög hár kostnaðarliður. Væri ekki ráð að fastráða nokkra leikara til rikisútvarps- ins? Yrði slikt ekki kostnaðar- minna? „Þegar maður ber saman hvaö leikarar fá i greiöslur fyrir dagskrárgerð og svo hins vegar sú stétt „free lance” manna sem upp er komin og vinnur aö dagskrárgerð þá er það auövit- að hróplegt ranglæti, hvað leik- arar fá alveg óskaplega mikið fyrir sinn snúð samanborið viö hina. Ég hef sjálfur beitt mér fyrir þvi I framkvæmdastjórn rikis- útvarpsins, aö fjármálastjóri geri könnun á þvi hvaö það myndi kosta fyrir útvarp og sjónvarp aö fastráöa 12-13 leik- ara og hafa forgangsrétt að þeirra vinnu bæði til leikrita- gerðar og alls kyns leikrænnar dagskrárgerðar. betta er auð- vitaö það æskilega. Mér býöur I grun aö slik tilhögun kæmi ekki ver út fyrir rlkisútvarpið fjár- hagslega, þvi öll þessi vinna lausráöinna leikara hjá rlkisút- varpinu t.d. hvaö varðar fimmtudagsleikritin, er okkur óskaplega dýr.” Eruö þið pólitlskir varðhund- ar á þá dagskrá sem send er út? „Ég lit ekki svo á. Lengi vel var þetta svo að útvarpsráðs- menn litu á sig sem varöhunda, sem áttu aö passa það að engar „óæskilegar skoðanir” kæmu inn i útvarpið og gæta jafnvægis þarna á milli. En ég tel aö út- varpsráöið sem starfaði 1972- 1974 undir forystu Njarðar P. Njarðvik hafi innleitt frjálsari túlkun á óhlutdrægnisreglunni, sem gerir þaö að verkum að menn leyfa sér langtum meira að koma með hin óliku sjónar- mið og þau þurfa ekki endilega aö koma fram i sama þættin- um.” En hvers vegna er útvarpsráð yfirleitt að setja puttana I dag- skrána þegar fyrir hendi eru fagmenn viö þessar stofnanir? „Þaö kemur inn á spurn- ingu< hve mikið á sérfræöinga- valdið aö vera. En útvarpsráö er eingöngu ritstjórn dagskrár. Hún á að vera samræmingaraö- ili milli sjónvarps og útvarps og hvað dagskrárgerðina varðar. Viö getum þá alveg eins spurt, til hvers eiga dagblöð að hafa ritstjóra?” Hvaða vit hafðir þú á útvarps- rekstri þegar þú tókst við þinum stööupósti? „Ég haföi komið nálægt dag- skrárgerö, hafði veriö meö fasta þætti. Byrjaði á því 1968 og kynntist útvarpinu þannig, en lenti siðan i þvi 1971 aö veröa varamaður i útvarpsráði og aðalfulltrúi frá 1974.” Er formaöur útvarpsráös pólitiskur bitlingur? „Það fer auðvitað eftir þvi hvað þú leggur i það orö...” Hver eru laun útvarpsráðs- manna? „Ég held að þaö þætti nú ekki feitur biti að sitja i útvarpsráði. Til samanburöar t.d. má nefna það að fyrir 8 fundi á mánuði fá útvarpsráðsmenn sömu laun og umsjónarmaöur „Skonrokks” fær fyrir einn þátt, eða um 50 þúsund krónur.” I „Meinhorni” Alþýöubl^ös- ins i gær er bent á að s-l. laugar- dag féll niöur þátturinn „1 viku- lokin” vegna aðgerða tækni- manna, en I staöinn var send út óperukynning. Telur þú aö þessi tvö prógrömm, óperu- kynning og léttur biandaður þáttur, höföi til sama hlustenda- hópsins? „Nei siður en svo. Og ég er þeirrar skoðunar að þegar tæknimenn gripu til sinna að- geröa, þá hefði auðvitað verið eðlilegt að spila svokallaðar hléplötur, þ.e.a.s. vera bara með létta músik til uppfylling- ar, sem sýndi sem sagt aö þarna væri eyða I dagskránni. Þaö var óviðeigandi að flytja dagskrá framkvæmdastjórans eins og þarna var gert.” Nú hafa sumir hvislað þvi að rikisútvarpið spari aurana en eyði krónunum. Yfirbyggingin sé til að mynda allt of mikil. Hvaö vilt þú segja um þessa gagnrýni? „Yfirbyggingin er þarna auð- vitað til staðar eins og annars staðar I þjóðfélaginu. Ég vil hins vegar taka fram aö út- varpsráð getur mjög lltið verið með fingurna i rekstrinum, og haft áhrif á yfirbygginguna vegna þess aö i sjálfu sér hefur rikisútvarpið enga stjórn. Ot- varpsráö er ekki stjórn nema hvað aö dagskránni snýr. Allt annaö vald er I höndum út- varpsstjóra.” Er forménnskan I útvarpsráði aöeins áfangi á pólitisku met- oröaklifri að þinni hálfu? Eins konar pólitiskúr stökkpallur? „Ég býst við að þessi for- mannsstaða hafi komiö upp i beinu framhaldi af setu minni i ráðinu. Ég sinni þessari for- mennsku I hjáverkum, þvi ég kenni 35 stundir á viku. Þvi meira sem ég kynnist pólitík lið- andi stundar m.a. sem formað- ur útvarpsráðs, þvi meir eykst áhugi minn á að gefa mig á vald rannsóknum á stjórnmálum fyrriáratuga. Þvi tel ég liklegra aö formennskan veröi enda- punkturinn á þvi sem þú kallar ,, pólitiskt metorðaklifur”. Nú ert þú sonur Einars 01- geirssonar. Telur þú aö faðerni þitt hafi áhrif á framgang þinn innan Alþýðubandalagsins? „Ég hef nú ekki orðið var viö þennan framgang minn innan Alþýðubandalagsins. Ég vona að mér hafi veriö treyst til ýmissa starfa vegna eigin verð- leika en ekki einhverra „gena”. En þaö er ekki leið til fram- gangs innan Alþýöubandalags- ins aö vera „fæddur” I flokkn- um. 1 Framsóknarflökkrium tiðkast lénskar erföir, en i Alþýðubandalaginu er ákjósan- legast aö hafa veriö í fram- sókna rf lo kk num. ” eftir Guðmund Árna Stefánsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.