Helgarpósturinn - 08.06.1979, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 08.06.1979, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 8. júní, 1979 —helgarpústurinn. Alþýöuflokkurinn þáöi þar til á siöastliönu ári fjárstuöning frá Keflavikurverktökum, sem hafa meö höndum allar verklegar framkvæmdir á Keflavikurflugvelli i samvinnu viö íslenzka aöalverktaka. Aöalverktakar hafa einokunarrétt á öllum meiri háttar framkvæmdum og viöhaldi á vallarsvæöinu. Bjarni P. Magnússon, formaöur framkvæmdastjórnar Alþýöuflokksins staöfesti þetta i viötali viö Helgarpóstinn. Björn Magnússon, formaöur stjórnar Keflavikurverktaka neitaöi þvi I viötali viö blaö- iö, aö slikar greiöslur heföu átt sér staö. , Thor 0. Thors, framkvæmdastjóri íslenzkra aöalverktaka og stjórnarmaður i Sameinuöum verktök- um og Erlendur Einarsson forstjóri SÍS, stjórnarformaður Regins, hafa báðir vísaö á bug þeim mögu- leika að þessi félög hafi nokkru sinni látið fé af hendi rakna til stjórnmálaflokka. Framkvæmdastjórar annarra stjórnmálaflokka hafa einnig þvertekið fyrir að flokkarnir hafi tekið viö fé frá fyrirtækjum. Hins vegar hefur komið fram, aö engar reglur eru til um fjárframlög til stjórnmáiaflokka á íslandi. Bjarni P. Magnússon, formaður Framkvæmdastjórnar Alþýðuflokksins: ..Stöðvuðum hermangsgreiðslurnar’’ „Jú, þetta er rétt”, sagöi Bjarni P. Magnússon, formaöur fram- kvæmdastjórnar Alþýöuflokks- ins, þegar Helgarpósturinn bar undir hann frétt blaösins, þar sem segir, aö Keflavikurverktakar, undirverktaki tslenzkra aöal- verktaka, hafi um nokkurt skeiö greitt peninga til Alþýöuflokks- jns. „Mér er kunnugt um, aö ákveö- iö framlag var innt af hendi til flokksins frá Keflavikurverktök- um,” sagöi Bjarni. Keflavikurverktakar eru undir- verktakar á Keflavikurflugvelli. t upphafi sinntu þeir viöhaldsverk- efnum fyrir bandariska herinn en á seinni árum hafa þeir tekið æ meiri þátt I nýjum framkvæmd- um á vallarsvæöinu i samvinnu viö Islenska aöalverktaka.” » Raunar var altalaö innan j flokksins aö greiösla heföi borizt | frá Kefiavikurflugvelli, her- | mangspeningar, sem væru | komnir frá tslenzkum aöalverk- tökum eöa Sameinuöum verktök- um, en eftir athugun á málinu sl. miövikudag hef ég komizt að raun um að fjárstyrkur hefur borizt frá Keflavikurverktökum” sagöi Bjarni. „Hvort tslenzkir aöal- verktakar eöa Sameinaöir verk- takar áttu einnig hlut að máli get ég ekki fullyrt um á þessu stigi”. „Mér er ókunnugt um hvort greiðslur þessar hafa fariö fram meö þeim hætti, aö kleift sé aö rekja uppruna þeirra beint. Alla- vega þótti mjög rik ástæöa til aö taka fyrir þessar hermangs- greiöslur vegna hins vafasama uppruna þeirra.” Bjarni sagöi, aö greiðslur þess- ar heföu verið stöövaöar á siöast- liönu ári. „Þaö eru miklar likur á þvi, að svoköliuð æösta stjórn flokksins hafi ekki vitað um þessar greiösl- ur,” sagöi Bjarni. „Þeir skuld- binda sig hins vegar persónulega fyrir skuldum flokksins. Aö ööru \ leyti vita þeir varla hvaö snýr upp eöa niöur i f jármálum flokks- ins.” j Hins vegar vildi Bjarni P. Magnússon benda á, aö flokkur- inn lagöi fram á slöasta flokks- þingi mjög itarlega reikninga, þar sem i fyrsta skipti var greint frá öllu bókhaldi, eignum, skuld- um, tekjum og gjöldum. Þingiö var opiö fjölmiölum og allir sem þingið sátu gátu skoöaö fylgiskjöl reikninga. Þiggur Alþýðuflokkurinn fé frá einhverju fyrirtæki núna? „Nei, Alþýöuflokkurinn þiggur ekki fé frá neinu fyrirtæki.” Helgarpósturinn spuröi Bjarna hvort Alþýöuflokkurinn myndi hafna fjárstúðningi frá fyrirtækj- um, ef hann byðist og kvaö hann já viö. Hafa starfsmenn Alþýöuflokks- ins veriö á launaskrá hjá fyrir- tækjum úti i bæ á meðan þeir hafa verið i starfi hjá flokknum? „Starfsfólk hjá Alþýðuflokkn- um hefur veriö á launaskrá fyrir- tækja, en nú hefur verið tekiö al- gjörlega fyrir þaö á sömu for- sendum og tekiö var fyrir greiðsl- urnarfrá Keflavikurverktökum”, sagöi Bjarni. Hjá Alþýöuflokknum starfar nú einn maöur. Um kosningasjóöi flokksins sagöi Bjarni, aö þeir væru fjár- magnaöir meö beinum framlög- um skráöum á nafn einstaklinga og með happdrætti. Þá hefur flokkurinn jafnframt styrktar- mannakerfi. „t síðustu kosningum settum viö reglur um 50 þúsund króna hámarksframlag i kosninga- sjóö,” sagöi Bjarni aö siöustu. Jóhannes Guömundsson, fram- kvæmdastjóri Alþýöublaösins, sem séö hefur um fjármál Alþýðuflokksins i tvennum siö- ustu kosningum neitaöi þvi alfar- I ið, aö Keflavikurverktakar heföu lagt fé I kosningasjóö Alþýöu- flokksins. Þráinn Valdimarsson, framkvæmdastjóri Fram- sóknarf lokksins: Stjórnmálaflokkarnir eru ekki glæpastofnanir t framhaldi af staöfestingu Bjarna P. Magnússonar, for- manns framkvæmdastjórnar Alþýöuflokksins á peninga- greiöslum frá Keflavikurverktök- um til Alþýöuflokksins, leitaöi blaöiö til framkvæmda- stjóra hinna flokkanna og innti þá almennt eftir fjármálum þeirra og hvort flokkarnir tækju viö fjármunum frá fyrirtækjum. Þráinn Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri Framsóknar- flokksins þvertók fyrir þaö, að Framsóknarflokkurinn heföi fengiö peningagreiöslur frá fyrir- tækjum. Framlög til flokksins kæmu frá einstaklingum. Framsóknarflokkurinn fær þá engar peningagreiöslur frá fyrir- tækjum? „Ekki sem ég hef tekið á móti eöa komiö til min.” Nú er gjarna talað um, aö kaupfélögin t.d. styrki Fram- sóknarflokkinn á óbeinan hátt? „Þaö er reginmisskilningur,” sagöi Þráinn. „Ég held, að kaup- félögin séu þær stofnanir, sem minnst geta látiö af hendi rakna. Þau hafa verið i fjarhagslegu baksi: mörg, mörg ár og ég kalla það ekki styrk þótt kaupfélögin auglýsi i Timanum. Menn kalla það styrk, en þau hafa auglýst minna i Timanum, en t.d. i Morg- unblaðinu.” Viö spuröum Þráinn um þá kenningu, sem of t er höfö uppi um það, aö flokkarnir létu prenta mun fleiri happdrættismiða en þeir seldu og þannig væru duldar greiðslur faldar sem seldir happ- drættismiðar. Þráni þótti þetta fráleitt. „Ég held aö þaö sé ekkert sniöugur bissness,” sagöi Þráinn hlægj- andi. „Ég held bara, aö þaö gengi ekki.” En er, eöa hefur starfsfólk Framsóknarflokksins veriö á launaskrá hjá fyrirtækjum og greiðslur til flokksins þannig duldar? „Ég veit dæmi þess, aö menn tiafa komiö i sumarfrium og það fólk er náttúrulega á launum hjá Hnum fyrirtækjum i sinu sumar- 'rii og fær að sjálfsögðu einhverja smágreiðslu lika, þykist ég vita.” Annars lagöi Þráinn áherzlu á, aö Islenzkir stjórnmálaflokkar ^æru fátækar stofnanir og gætu i rauninni ekki sinnt upplýsinga- starfi sinu sem skyldi. „Þaö er kannski eölilegt, að þaö hristist svolitiö upp I manni skapiö, þegar alltaf er verið aö koma þvi inn hjá þjóöinni, aö þetta séu einhverjar glæpastofn- anir.” ólafur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðu- banda lagsins: KRON: „Þeir eru alveg fádæma nizkir” Hjá Alþýðubandalaginu varö fyrir svörum ólafur Jónsson, framkvæmdastjóri flokksins. Hann sagði, að Alþýöubanda- lagið hefði aldrei fengið fjármuni frá nokkru fyrirtæki. Björn Magnússon, stjórnarform. Keflavíkurverktaka: Óhugsandi að Keflavíkurverktak- ar hafi stutt stjórnmálaflokk „Nei, ekki er mér kunnugt um það,” sagöi Björn Magnússon, formaður stjórnar Keflavikur- verktaka, þegar Helgarpóstur- inn spurði hann hvort Kefla- vikurverktakar hefðu látið peningagreiðslur ganga til stjórnmálaflokka. „Það hefur veriö alveg á okkar dagskrá aö halda okkur fyrir utan slika hluti. Þaö er svo erfitt aö gera upp á milli flokk- anna,” sagöi Björn. Við spurðum Björn þá hvort hann teldi ekkert óeölilegt aö fyrirtæki eins og Keflavikur- verktakarlegöu fé i sjóöi stjórn- málaflokka. „Jú ég geri þaö. Ég tel það mjög svo óeölilegt sagöi Björn Magnússon. Um þaö hvort hugsanlegt væri, aö greiöslur hefðu gengiö til stjórnmálaflokka án þess, aö honum væri kunnugt um það, sagði Björn: „Viö endurskoöun á bókhaldi Keflavikurverktaka höfum viö aldrei séö nein merki þess. Þaö er alveg óhugsandi aö minu viti.” í eitt skipti fyrir öll Þú mokar yfir frárennslislögnina og vonar svo að hún endist um aldur og ævi. Aldrei þurfir þú að brjóta upp gólf og grafa í grunninn undir húsinu. Aldrei að rífa upp gróður og gangstéttir. Hafir þú notað PVC grunnaplaströrin frá Hampiðjunni og fylgt leiðbein- ingum upplýsingabæklings okkar þá eru allar líkur á að von þín rætist. Rörin þola öll þau efni (sýrur og basa), sem eru í jarðvegi. Samsetningin (með gúmmíhring) er einföld, fljótunnin og algjörlega þétt. Margar lengdir, allt að 5 m. Slétt yfirborð innan í rörunum veldur litlu rennslisviðnámi. Rörin eru iétt og auðveld í meðförum. PVC grunnaplastið endist og endist. Það fæst í byggingavöruverslunum um land allt. HAMPIÐJAN HF

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.