Helgarpósturinn - 08.06.1979, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 08.06.1979, Blaðsíða 4
Föstudagur 8. júní, 1979 he/garpósturinn. NAFN: Önundur Ásgeirsson STAÐA: Forstjóri Oliuversiunar ísiands FÆDDUR: 14. ágúst 1920 HEIMILI: Kieifarvegur 12 FJÖLSKYLDUHAGIR: Fjögurra barna faðir, eiginkona Eva Ragnarsdóttir BIFREIÐ: Citroen Cx-24 árg. 1978, bensmeyðsla 9,1 I. ÁHUGAMAL: Engin AÐALHAGRÆÐINGIN VÆRI KANNSKI AÐ LATA MIG FARA Ollumálin eru nú i brennidepli. Sföustu oliuverbshækkanir eru þær mestu sem orftih hafa. Er þessi orkukreppa mun verri þeirrisem skall á 1973— '74 og þótti þá flestum nóg um. Ekki er enn fullljóst hvaöa áhrif þessar hækkanir koma til meö að hafa á þjóðarbúiö, en það er ljóst aö ai- menningur mun finna verulega fyrir þeim og þurfa aö heröa sultarólina enn frekar. Olfufélögin á tslandi eru þrjú talsins. Ýmsir hafa taliö aö auka mætti hagræöingu oifusölunnar meö þvf aö sameina þau, eöa láta olfudreifinguna I hendur rikisvaldsins. Olfumálin hér heima og úti I heimi eru I kastljósi yfirheyrslunnar I dag. Þaö er önundur Ásgeirsson forstjóri OIIuverslunar tslands (OLtS) sem er tekinn til yfirheyrslu. Hvernig er þessi nýja olíuverös- holskefia til komin? „Astæöan fyrir þessu háa verölagi á oliu er sú aö eftir- spurn á olíu er talin vera um 5-7% meiri en framboöið. Þetta þýðir að með hverjum degi eykst bilið milli framboðs og eftirspurnar og þá myndast sú aöstaða að veröin hljóta að hækka. Þaö einkennilega við þessa þróun: að þrátt fyrir þetta verðlag, þá sýnist eftir- spurn ekki minnka og það er ástæöan fyrir þvi að verðiö helst áfram hátt og fer hækkandi.” Er skýringin á minnkandi framboöi einfaldlega orku- kreppa? „Þetta er versta orkukreppa sem nokkurn tlma hefur komið. Þessi kreppa nú er margfalt verri en sú sem varð 1973 og 1974. Þá var hækkun I dollurum um 60 dollarar, nú er hækkunin þrisvar til fjórum sinnum meiri”. Koma tslendingar verr út úr þessum oliuveröhækkunum en ýmsar nágrannaþjóöir okkar? „Við komum að vissu leyti verr út úr þessu. Við höfum eng- ar hreinsunarstöövar. Hráolía hefur hækkað mjög verulega, úr 12 dollurum upp i 18.50 dollara við Persaflóa. Eöa um 50%. Verö hins vegar á fullunnum oliutegundum hefur hækkað miklu meira. Það er að segja eftirspurnin ræður söluverðinu. Sá sem býður best, hann fær kaupin.” Þýöa þessar olluveröshækk- anir auknar tekjur fyrir rlkis- valdiö? „I þeim tegundum sem eru verðtollaðar. Það er eingöngu i bensini.” Þýöir þetta aukinn hagnaö fyrir oiiufélögin? „Nei. Olfufélögin hafa magnálagningu. Ákveönar krónur á tonnið. Og það breytist einungis vegna visitölurekstr- arkostnaðar olíufélaganna, sem fer einungis eftir kostnaöar- verðlagi innanlands.” Hverjir græöa á þessum hækkunum? „Þaö eru þeir sem hafa oliu til sölu. Þaö eru hreinsunarstööv- ar, þaö eru stór oliufélög sem hafa umframframleiöslu, en þau eru örfá. Flest ollufélög hafa orðiö að takmarka fram- leiöslu sína verulega og tak- marka sina sölu um leið. Þannig t.d. er niðurskurður hjá BP núna um 45% og áþekkt hjá Shell frá þeim samningum, sem voru á siðastliönu ári. Sem þýð- ir að þau afgreiða ekki út á samninga nema 55% af um- sömdu magni.” Það er þá almenningur sem borgar brúsann og tekur alfariö á sig þessar olluveröshækkanir? „Já, neytendur oliunnar borga brúsann og veröið sýnist alls ekki nógu hátt til að tak- marka eftirspurnina meira.” Nú hefur veriö talað mikiö um slaka afkomu ollufélaganna hérna heima, en nú viröast fé- lögin slfellt færa út kviarnar og ekkertlát er á byggingu glæstra benslnstööva. Hvaö vilt þú segja um þetta? „Þetta er langt frá þvi að vera rétt. Bensinsölustööum hefur stórlega fækkað á Islandi á undanförnum árum. Það eru breytt viöhorf I sambandi viö staösetningu og skipulagningu á bensinafgreiðslum sem veldur þvi aö nú er hægt aö byggja til frambúðar. Nú eru þetta yfirleitt mjög glæstar byggingar og miklar. Má ekki einfalda þær og draga þannig úr kostnaöi? „Jú, ég get t.d. sagt að óþarf- lega mikiö er boriö i benslnsöl- una á Nesveginum. En hjá okk- ur i Olis eru þetta einfaldar byggingar.” Hvaö viltu segja um hina margumtöluöu Rotterdamviö- miöun. Er hún fráleit aö þinu mati? „Rotterdamviömiöunin er að- eins skráning á þeim veröum sem selt er á. Ef einhver kaupir oliu einhvers staöar þá leitast þeir viö, sem sjá um hina svo- kölluðu Rotterdamskráningu að taka það inn i sina dagsskrán- ingu. Og Rotterdamskráningin, sem er skráö upp á hvern dag, er meðaltal af þeim sölum, sem hafa átt sér stað þann dag. Þetta er ekki uppboð eða mark- aður, heldur eingöngu skráning á þvi hvaö gerst hefur þennan dag. Það eru allir með, bæöi stór og smá oliufélög. Við höfum engan annan markaö en Rotter- dammarkaðinn. Og hann er ekki bara i Rotterdam, hann er i New York, I Moskvu, I Skandi- naviu, Hamborg og London. Þetta eru staöirnir þar sem mest er verslað með oliu. Þeir sem hafa möguleika á að hreinsa oliu sjálfir geta fengið betra verö, en þegar þeir selja, þá selja þeir á Rotterdammark- aöi.” Svo viö tslendingar eigum enga valkosti I þessu sam- bandi? „Við eigum engra kosta völ. Viö eigum aö kappkosta hér að viðhalda okkar viöskiptasamn- ingum,sérstaklega við Sovétrlk- in, sem hafa staðiö sig mjög vel I sambandi við afgreiöslu til okkar. Þau hafa ekki skorið okkur niöur heldur afgreitt það magn, sem þeim ber, sam- kvæmt samningum.” Eru Islensku ollufélögin rekin meö tapi? • „Já, i raunverulegum verð- mætum talið þá eru þau rekin meö stórtapi. Þau safna árlega stórum fjárhæðum I skuldum bæöi i bönkum innanlands og einnig erlendis.” Eru oliufélögin hér alislensk fyrirtæki eöa aö einhverju leyti eign stóru oliufélagsauöhring- snna erlendis? „Olíuverslun Islands er 100 prósent islenskt félag. Það var '•lengi i sambandi viö BP og BP átti hlut I innflutningsbirgöastöö og dreifingarbirgöastöövum, en viö keyptum þeirra hlut 1974 af þvl hlutafélagi, sem heitir BP á tslandi h/f og er nú 100% undir- félag Olíuverslunar Islands. Shell Petrolium á 23% held ég i Skeljungi h/f.” Hvernig stendur á þessum áhuga margra fjármálamanna að eiga hlut I oliufélögunum þegar þau eru rekin meö þessu tapi? „Mér er ókunnugt um að nokkrir menn hafi áhuga á að kaupa hlutabréf I oliufélögun- um. En þú getur spurt sömu spurningar um öll fyrirtæki á Islandi. Þau eru öll rekin á helj- arþröm.” Hver er ástæöan fyrir þvf aö hér eru rekin þrjú oliufélög? „Astæðan er fyrst og fremst söguleg. Þau voru tvö. Það var einkasala hér á oliu fram til 1928 og þá voru sett á stofn tvö oliu- félög. Shell sem nú heitir Skelj- ungur og Olfuverslun Islands. Þá voru byggðar oliuinnflutn- ingsstöðvarnar I Skerjafirði og á Skúlagötu. Oliufélagið h/f kom siðan inn eftir striðiö, þeg- ar það yfirtók oliuinnflutnings- stöðina i Hvalfirði. Að baki þess félags liggja hagsmunir sam- vinnufélaganna. Svo þaö er söguleg þróun þarna á ferðinni. Hins vegar má geta þess að önnur oliufélög hafa sent hingaö fulltrúa sina og athugaö meö það aö setja hér upp dreifingu. Þessi félög hafa falliö frá, þvi þetta þykir litiö áhugaveröur markaður.” Geta allir og öll olíufyrirtæki sett upp dreifingu hér á landi? Er þetta opiö öllum? „Ég mundi segja það. Það gæti enginn stoppað þaö ef ein- hver vildi koma inn hér og setja fé i það að koma upp birgöastöö og dreifingakerfi. Hann gæti gert það, en hann væri öruggur um að tapa sinu fé.” Er þaö hagstætt fyrirkomulag aö hafa þrjú félög fyrir þennan litla markaö hérlendis? „Ég tel aö það sé hagstætt, já. Þaö verður að vera einhver samkeppni. Þaö er mikið aö- hald, sem þessi félög hafa og fé- lögin hafa sýnt, aö þau eru rekin miklu ódýrara hér á landi held- ur en gerist i nokkru öðru landi.” Er hér ekki um að ræöa sýnd- arsamkeppni? „Þegar talað er um sam- keppni þá er hún ekki bara i út- söluverði. Þvi er stjórnað af yfirvöldum og hefur verið siöan 1938 og við veröákvarðanir er miöað við að oliufélögin nái sin- um innlenda dreifingarkostnaði á sem ódýrastan hátt. Svona hefurþetta verið framkvæmt og er mjög hagstætt kerfi fyrir landiö.” Fyrir hverja er þetta hag- stætt? Neytendur? Kemur þessi svokallaða samkeppni út I lækk- uöu oliuveröi til neytenda? „Kemur fram I samkeppni um lágan dreifingarkostnaö. Og hann er lægri hér en i nokkru öðru landi.” Getur þrefalt dreifingar- kerfi verið kostnaöarminna en einfalt? „Hvaða samanburö hefur þú þegar þú hefur bara einfaldan. Þá hefur þú engan samanburö og það þýðir bara rikiseinkasölu og þar er enginn samanburö- ur.” Nú er ljóst, aö benslnstöövar hinna óliku félaga eru oft I næsta nágrenni viö hverja aöra. Mætti ekki fækka þessum stöövum og auka hagræöingu þar? „Þarna kemur einn misskiln- ingurinn enn. Bensinstöövar t.d. hér i Reykjavik eru ákveönar hverfisstöðvar og aöeins ein stöð i hverju hverfi. Það er eng- inn glundroði á ferðinni viö nið- urröðun bensinstöðva. Það er farið eftir ákveöinni viðmiöun. Nú get ég nefnt þér sem dæmi, aö i Hafnarfirði eru á ein- um staö um 50 metrar á milli benslnstööva. Hvaö segiröu um slikt? „Já, það eru þar 50 metrar á milli Shell og ESSO. Ég hef enga skýringu á sliku. Okkur var boö- ið pláss á milli þeirra. Við þáð- um það boð ekki.” Þú telur sem sé, aö ekki megi auka hagræöingu I rekstri meö sameiningu oliufélaganna eöa rikisreksturs? „Eftir aö þú ert kominn með rikisrekstur þá hefur þú engan samanburð lengur. Þá veist þú ekki hvort þú ert að gera rétt eöa rangt. Þá er bara hrúgaö inn mönnum og kostnaður greiddur, hvað svo sem hann kcrstar. Hagræðing viö þetta væri kannski helst i stjórnun. Hún er ekki mjög þung á þess- um fyrirtækjum og ég held að þaö yrði mjög neikvætt að hafa færri félög.” Þyrfti ekki færra starfsfólk meö sameiningu félaganna? „Það þarf sama starfslið á allar bensinstöðvar, á bilana, til afgreiðslu. Ég held aö þaö sé ákaflega mikið yfirdrifið að segja að það sé bruðlað i dreif- ingu hér, þvi að staðreyndin er sú að við gerum þetta ódýrara en nokkurt annað land.” En yfirbyggingin á skrifstofu- haldi? „Hún er nú ekki mikil. Það er jafnmargt fólk hér núna og þeg- ar ég byrjaði fyrir 32 árum.” Nú eru þrir forstjórar. Það mætti fækka þeim með samein- ingu. „Það væri kannski aöalhag- rasöingin. Það væri einfaldast aö láta mig fara.” Vilja ollufélögin frjáisa verö- myndun á ollu hérlendis? „Þetta er ákaflega óheppileg- ur timi til að ræða slikt. Þvi nú er allt i hátoppi.” eftir Guðmund Árna Stefánsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.