Helgarpósturinn - 08.06.1979, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 08.06.1979, Blaðsíða 10
Föstudagur 8. júní, 1979 —he/garpásturinrL- Þeir sem hafa ímyndað sér galdramann sem skeggj- aöan og skuggalegan öldung eiga sjálfsagt erfitt meö aö sætta sig við jafn ungan og snyrtilegan mann og mynd- irnar hér á síðunum sýna í hlutverki galdramanns. En timarnir breytast. Og sem betur fer er óþarfi að óttast galdrabrennu í Hveragerði þó þetta viðtal sé gert opin- bert. Viðar Þórhallsson býr semsé í Hveragerði og vinnur þar í blómaskála. Enn eitt táknið um breytta tíma, þvi hann er æðsti prestur svonefnds Alexandrian galdra- safnaðar á Islandi. En hvað olli því að hann kynntist þessum fræðum og fór að leggja stund á þau? „Égskildiviökonunamina 1974 og eins og oft gerist hjá fólki missti ég fótfestuna i lifinu. Þaö haföi ekki sama tilgang og áöur og ég varö að leggja mig fram viö aö ná tökum á þvi aftur. Þá gerö- ist þaö aö ég keypti óvart bókina What Witches Do eftir Stewart Farrar og það er i rauninni byrj- unin á minum afskiptum af þess- um málum. Ég var og er aö búa mér til minn eigin einkaheim og ég lit á þetta sem hjálp viö aö vera manneskja. Þetta hefur sfö- an þróast eftir þvi sem ég fór að pæla betur i þessum hlutum. Margt af þvi sem ég er að gera er nákvæmlega það sama og i Jóga. Hugleiösla t.d. Þú setur hendurn- ar undir borð og hættir ekki fyrr en þær eru komnar i gegn, þ.e. þú sérð þær i gegn.” — fmyndun? „Ja, það hættir að vera imynd- un þegar þú sérö sjálfan þig sof- andi hér inni i herberginu. Þetta er einhver innri kraftur. Er kall- að að fara sálförum. Ég hef pælt i ölium meiri háttar trúarbrögðum og megin hug- myndirnar eru þær sömu i þeim öllum. Hefði Kristur verið uppi á Miðöldum heföi hann tafarlaust veriö tekinn og brenndur. Að segja viö mann sem hefur veriö lamaður alla æfi — Tak sæng þina oggakk—það er „magic” (gald- ur). Fólk setur galdur alltaf I og fremst aö þekkingu, og fram- kvæmum okkar ritúal ööru hvoru. Ég þekki fjölda fólks sem stundar galdra án þess að vera bundiö neinum söfnuði. Þaö kemur til min talsvert af fólki sem veit aö ég er búinn aö pæla lengi i þessu og er aö forvitnast um þessi mál. fslendingar eru svo sjálfstæðir aö þeir vilja helst bardúsa hver i sinu horni þannig aö án þess ég viti geta veriö miklu fleiri Alex- andristar á tslandi en þeir sem eru i þessum söfnuði”. — Hvernig fara þessi ritúöl fram? „Þú setur upp fjögur element, eitt fyrir vatn, annaö fyrir loft, þaö þriðja fyrir eld og fjóröa fyrir jörð. Þú uppvekur siöan krafta þessara afla og byrjar á að gera fimmarma stjörnu meö hnif eða sveröi i andrúmsloftið. Aðferðin er mismunandi eftir þvi hvort þú ert að byrja ritúal (uppvekja kraftana) eða hætta (slökkva þá). Þú tekur plöntur, oliur og reykelsi og brennir og siðan ræðurðu hvort þú ákallar þessi öfl upphátt eða i hljóði. Þegar þú vinnur einn finn- uröu smátt og smátt þina eigin aðferð sem þú telur henta þér best. Þú ert semsé ekki bundinn þeim forskriftum sem eru i The Book of Shadows. Þú verður að halda dagbók yfir það sem þú ert að gera og hvernig það heppnast. Tilgangurinn með þessu er fyrst EITTHVAÐ fólk fer i kirkju. Af hverju fer fólk i kirkju^ð hverju er það að leita? Margir fara af þvi það er kækur, aðrir af þvi það er symból. Heit- trúaðir fara til að öðlast innri friö og kraft til að takast á við lifið og það er i rauninni það sama sem við erum að gera. Við erum álitn- ir skritnir fyrir að vera að labba upp um f jöll meöan aðrir glápa á sjónvarpið. En við göngum út frá þvl sem visu að allir hlutir hafi sál og aö hægt sé að ná sambandi við t.d. anda eldsins, anda trjánna og svo frv. Þetta er kallað Nature magic.” Aðallega um bækur „Ég hef farið langt út fyrir ramma Alexandrisma og hef við- að aö mér fjölda bóka um þessi fræði. Er með allt frá Aradia til The Devils Prayer Book (Bæna- bók djöfulsins). Svo getum við tekið Satanisma fyrir en það er allt annar hlutur. Ég var i Am- sterdam ekki alls fyrir löngu og lenti þar inni á ráðstefnu Satan- ista. Aðal umræöuefnið þarna var nýjasta tækni i transistortippum svo þú sérð að Satanismi er i rauninni ekki annað en sexúal- orgia. Þú getur alveg eins haldið parti og boðið nokkrum sætum stelpum. Það er allt i lagi að hafa eitthvað kynferðislegt samanvið GALDIIR en aðalatriðið hlýtur að vera að trúa á eitthvað og sjá eitthvað annað en naflann á sjálfum sér. Með þessum orðum er ég alls ekki að fordæma það þó Indverjar horfi-á naflann á sér i þrjátiu ár og fái svo Nirvana á endanum. En um leið og þú hættir að hafa imyndunarafl minnkar lifsgildið til muna. En það sem er að er það að við erum alltaf að drepa barnið i sjálfum okkur. Hugsaðu þér, ef þú hættir að leita og gengur út frá einhverjum einum sannleika...” Viðari finnst hugmyndin greini- lega svo fráhrindandi að hann leggur ekki i að botna setning- Helgarpósturinn ræðir við Viðar Þórhallsson, æðstaprest Alexandrian galdrasafnaðarins í íslandi samband við eitthvað illt, en hvað er galdur? Þú getur t.d. læknað höfuðverk meö hugarorku. Guð- spekifélagiö hefur m.a.s. verið með slikar huglækningar svo varla er það af hinu illa. En þar trúir fólk að það sé læknað af guði, Jesú eða einhverjum fram- liðnum læknum. Við hins vegar trúum þvi að það sé einhver innri kraftur. Ég gekk úr þjóðkirkjunni á sin- um tima og er i Asatrúarsöfnuð- inum til að vera skráður einhvers staöar. Samt sem áður er ég ekki verr kristinn en hver annar. Ég lit t.d. á Jesú Krist sem mikinn spá- mann, mikinn heimspeking. En i Bibliunni eru margar þversagnir. Samkvæmt henni áttu ekki að skipta þér af framliðnum en af hverju má þá Jesú Kristur vekja fólk upp frá dauöum?” Aö öðlast andlegan styrk — Hvað er þessi söfnuður á Is- landi stór og hvernig starfar hann? „Það eru i honum þrir Islend- ingar og nokkrir útlendingar en ég er sá eini sem er með vigslu, sem i sjálfu sér er einskis virði. Við hittumst öðru hvoru og skipt- umst á skoðunum. Hvað hinir hafa gert og hvernig það hefur tekist. Við erum öll að leita, fyrst og fremst sá að öölast frið og and- legan styrk þó margir hafi notað þetta i öðrum og vafasamari til- gangi. Alex Sanders tókst að ná sér í peninga á þennan hátt en það fór illa fyrir honum og hann ráð- leggur manni að gera það ekki.” — Nú eru þessi ritúöl kynferð- isleg, hvernig kemur það inn i myndina? „Eins og þú sérð þá er ekki pláss hér inni fyrir slikt. Það ger- ist aðallega utandyra og veðrið hér er nú ekki sérlega spennandi, svo þvilik ritúöl eru mjög sjald- gæf. Ég man eftir einu i fyrra- haust. Þá kom til min fólk og við gengum upp i dal sem er hér fyrir ofan, fullur af ieirhverum og alls- kyns augum. Þetta hafði geysi- leg áhrif á fólkið svo við gengum upp að Orustuhól sem er hér lengst uppi i heiði. Þar fram- kvæmdum við ritúal eftir orðanna hljóöan og það var skritið fyrir mig sem vinn svona mikið einn að sjá hvað við gátum náð upp mikl- um andlegum krafti. Þetta er mjög sterkt ritúal enda eru sam- farir einhver mesta orkuslepping sem til er. Ég tek það fram að við gerðum ekkert annað en upp- byggjandi gerning fyrir okkur sjálf. Þetta var mjög gaman og við fundum að við vorum full af orku, gengum alla nóttina og vor- um svo alla helgina að áti og drykkju án þess að nokkur yrði syfjaður. Annars er það útbreiddur mis- skilningur að það sé einhver kyn- ferðisleg krafa á bak viö þetta. Það sem skilur á milli Gardn- erskra ritúala og Alexandriskra er að ritúöl Gardners krefjast samfara en Alexandrisk láta sér nægja að þær séu symbólskar. Annars ræðurðu þvi auðvitað sjálfur. í okkar augum er þarna ná- kvæmlega sama að ske og þegar Hugleiösla innan fimmhyrndu stjörnunnar. „Þetta er mjög sterkt ritdal enda eru sainfarir einhver mesta orkusiepping sem til er” una heldur stendur upp og nær i nokkrar bækur i skápinn. Hann sýnir mér The Devil’s Prayer- book, Aradia (19. aldar bók um galdur og fleira) og bókina sem olli straumhvörfum i lifi hans, What Witches Do. Sömuleiðis fjölda annarra merkra bóka sem hann virðist þekkja eins og sina eigin fingur. Hann virðist mjög vel heima i þessum fræðum,

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.