Helgarpósturinn - 08.06.1979, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 08.06.1979, Blaðsíða 3
he/garpósturinrL. Föstudagur 8. júní, 1979 Výbygging Keflavikurverktaka á Keflavrkurfiugvelli. „Slíkt hefur aldrei boriö á góma hér,” sagöi Olafur og bætti viö, aö Alþýöubandalagið heföi aldrei orðiö þess aönjótandi aö vera stutt af nokkru fyrirtæki. Nú er t.d. Kron gjarna nefnt i sambandi við Alþýðubandalagið? ,,Já, ómaklega, þvi þeir eru al- veg fádæma nizkir við okkur og við erum oft gramir yfir þvi.” Kemur þá fjárstuöningur ein- göngu frá einkaaöilum? ,,Já, þessi herferö i kringum happdrættið hefur bjargað Þjóö- viljanum, og flokkurinn sjálfur hefur stuöningsmannakerfi, sem er allviðtækt.” ólafur kvaðst sjálfur hafa oft- ast verið starfsmaður þingflokks- ins út á þann styrk, sem hann fengi, en styktarmannafé hafi staðið undir launum eins til tveggja starfsmanna og öðrum kostnaði. Ólafur sagði aðspurður, að hann kannaðist ekki við það, að. fyrirtæki hefðu sent fólk til starfa hjá Alþýðubandalaginu og borgað laun þess jafnframt. „Ég hef ekki einu sinni heyrt þvi haldið fram um okkur,” sagði Ólafur „og ég neita þvi alfarið um okkur. Slikt hefur ekki átt sér stað.” Um kosningasjóði gat ólafur ekki svarað, þar sem þeir voru reknir af hverju flokksfélagi fyrir sig. Thor ó. Thors, fram- kvæmdastjóri islenzkra aðalverktaka og stjórnar- maður í Sameinuðum verktökum: Gríðarlega mörg fyrirtæki styðja stjórnmálaflokka en ekki við „Mér vitanlega styrkjum við ekki neinn stjórnmáiaflokk,” sagði Thor ó. Thors, fram- kvæmdastjóri íslenzkra aðal- verktaka „og ég held, að þaö væri ekki hægt án þess, að ég vissi um það, aö það væri gert. Ég fyllyrði það við þig alveg hreint, að það er ekki gert og hefur ekki verið gert.” Helgarpósturinn spurði Thor hvort hugsanlegt væri, aö greiðsl- ur til stjórnmálaflokka kynnu að hafa gengið frá annað hvort Sam- einuðum verktökum eða Reginn. Thor kvaðst ekki vera kunnug- ur málefnum Regins. Hins vegar væri hann i stjórn Sameinaðra verktaka. Hann svaraði spurn- ingu okkar þannig: „Segjum, að Sameinaðir verk- takar hefðu gert það, segjum það, finnst þér þá, aö þeim bæri skylda til að jánka þvf eða neita þvi við þig? Finnst þér þú eiga einhvern rétt á þvi að vita það? Blaðamaður sagðist ekki vilja leggja dóm á það, heldur legði hann einungis fram spurningu. J7Já, eins og hún er fram komin, þá segi ég nei. Ég neita þvi al- gjörlega.” Aður hafði Thor lýst yfir þeirri skoðun sinni, að hann væri sann- færður um, að gríðarlega mörg fyrirtæki og einstaklingar greiddu stjórnmálaflokkum, „og sumir fá sitt frá útlöndum.” Það gerðu hins vegar tslenzkir aðalv'erktakar ekki og fyrirtækið gæti það ekki i gegnum önnur fyrirtæki, þvi það heföi engin völd i öðrum félögum til þess að gera slikt. Við spurðum Thor Ó. Thors þvi næst að þvi hvort hann teldi ekki mikilvægt fyrir fyrirtæki eins og Islenzka aöaiverktaka, að halda góðum tengslum við stjórn- málaflokka. „Ég tel, að við eigum að halda góðum tengslum við alla. Það hefur verið min lifsskoðun frá blautu barnsbeini. Allir sem lifa og hrærast i samfélagi við aöra eiga að halda góðu sambandi við alla. Og það gildir alveg það sama um §tjórnmálaflokka eins og aöra. Eg veit ekki betur en við höfum haft alveg ágæt samskipti við stjórnmálablööin, þótt stund- um hafi andað svolitið köldu til okkar. En þegar menn hafa farið að tala saman um málin, þá finna þeir út, að þetta eru ekki endilega bandittar, heldur eðlilegar mann- verur, sem reyna sitt bezta til að sinna þeim verkefnum, sem þeim hafa verið falin.” Aðspurður sagði Thor, að hon- um væri alls ekki illa við, að fjall- að væri opinberlega um málefni Islenzkra aöalverktaka. „Ég hef oft haldið því fram, fyrr á timum, að það væri ástæða til þess að gera meira af þvi.” Erlendur Einarsson, for- stjóri SIS, stjórnarfor- maður Regins: Reginn styður engan stjórnmálaflokk „Nei, Reginn hefur ekki styrkt Framsóknarflokkinn,” * sagði Erlendur Einarsson, forstjóri StS, stjórnarformaöur Regins, þegar Helgarpósturinn spurði hann hvort Reginn heföi lagt fé til stjórnmálaflokka. Og engan flokk þá? „Nei, engan flokk.” Erlendur kvaðst ekki vita til þess, að fyrirtækið heföi styrkt stjórnmálaflokk á neinn hátt, hvorki i formi peningagreiðslna eða á annan hátt. Aöspurður sagði Erlendur, aö útilokað væri, að greiðslur heföu gengiö frá Reginn án hans vitund- ar. Við spurðum Erlend að þvi hvort hann teldi, að of mikil leynd hefði hvilt yfir starfsemi aðal- verktaka. Hann sagði, aö það væri alltaf dálitið viðkvæmt mál, þegar væri verið aö semja við útlendinga um verkin. „En ég held, að ef þaö væri farið að slá þessu mjög upp, að þá gæti þetta spillt svolitið fyrir i þessum samningum. Þaö gæti komið tortryggni i þetta, hugsanlega,” sagði Erlendur. Þrátt fyrir margitrekaðar til- raunir til þess aöná tali af Sigurði Hafstein, framkvæmdastjóra Sjálfstæöisflokksins, reyndust þær árangurslausar. DEPáRTMENI OF TIIS MAVY REPORT REQCIRED 5Y SECTION 604 OF PU3LIC UW 90-408 COVERING MILITa.HY CONSTRUCTION /.WARDED UITHOUT COMTETITION DURING THE 3IX MONTH PB’.IOD 1 JaH 1969 TilROCGK 30 JUN 1369 Xatne of Covnpanv '■’lth Whlch Cor.cract Wis Pl.i'rd Location of Work (Naroa of Brtse i Stato or Country Ia>‘hi.9ii úíívttá) Description of Milltary Conr.ttuction , Provided by £oDIXft£í Publlc I-dW Whlch AuthorisQd Thls Mllítai*y Construccion , Polior of P.eaaon Wi Iceland Prime Con- tractJr, Koflavik Alrport, Iceland t’. S. Naval Station, Keflavik, Iculand Insta1latlon Alunn Systern of ?irc Sita H-1 PL/90-110 f $ 7,163] Cor.tract negor provialona of property or sc side contlnonr itlvo Pric* Pr Keflavik Contrrac- lott ?. 0. 3ox 16 Koclavik Airport, Iceland 'J. -. Nava I Station, Keflavik, Iceland Extcnsion of Sit« H-3 Power Line, I’L/90-1IC . , 400 í(r’ y(/ 8,950 i Contract negot provlsions oí proj ercy or 1 ida ccntinent itivfj Prica Pr Ke:lavík Contrac- tors P. 0. Box io Kef’avik Airport, Iceiand U. S. Naval Stacior., Keflavik, Iceland Insca 1 '.dtior. Syscem, Site of fire Alanu H- 3 PL/90-110 Contract negot provlslóaa c.; propeity or st side continont itlvo Prico Pr •fRay:nond-Morr ison- Knudsen-Browrt í* Root, J. A. Jones ?. 0. 5ox 418, Bldg. B-1C2 San Bruno, Calif. Repubiic of Vletnam Oon&cruction of Faci]1tles PL/80-367 PL/90-8 PL/90-110 PL/90-408 89,257,050 Modifilors in accordnnco 10 L'.S.C. 2304 e..„ n._. ... — . ..... n Eins og Helgarpósturinn hefur skýrt frá hefur undirverktakinn á Keflavikurflugvelli, Keflavikur- verktakar, fengið æ fleiri ný verkefni i stað viðhaldsverkefna áður. Á þessari mynd úr bandariskum þingskjölum sjáum við, aðhluturKeflavikurverktaka (Keflavik Contractors) er drjúgur I samanburði við islenska aðalverktaka (Iceland Prime Contractor). eftir Halldór Halldórsson /leikhús London ersvo sannarlega lífleg borg. Leikhússtarfsemi í miklum blóma, nýjustu kvikmyndir í hverju bíói, konsertar færustu listamanna og hvad eina. Þaö leiöist engum í London. LONDON - EINN FJÖLMARGRA STAÐA íÁÆTLUNARFLUGI OKKAR. FLUGLEIDIR HP-mynd: Friöþjófur

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.