Helgarpósturinn - 08.06.1979, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 08.06.1979, Blaðsíða 14
'Djupsteiktur reyktur lax með piparrótarrjóma Einar Arnason, yfirmat- reiöslumaður á Hótei Esju gaf okkur uppskriftina aö helgar- réttinum aö þessu sinni. Þetta er einfaldur, en mjög ljiiffengur fiskréttur. Þaö er vel þe ss viröi aö reyna þennan rétt, þó svo að hráefnið sé aö visu nokkuð dýrt. Djúpsteiktur reyktur lax með piparrótar- rjóma 1 reyktur lax (2 flök) skorinn i stórar þykkar sneiöar. 1 peli af rjóma er þeyttur og i hann blandaö piparrót. Best er að hafa ferska piparrót, — annars duft. lmsk. af rjómanum er sett á milli 2 laxasneiöa og laxinn brotinn saman þannig aö vel lokist i báöa enda, svo rjóminn renni ekki út viö steikinguna. Þvi næst lögum viö orly-deig sem samanstendur af: 1 bolla hveiti, salt, 1 msk. matarolia, 3 eggjahvitur, 1/2 flaska pilsner. Best er aöláta deigiö standa i köldum staö i 1 klst. Þá eru eggjahviturnar stifþeyttar og blandaö i' deigið. Siðan er laxin-, um dyfið i orly-deigið og djUp- steiktur i ca. 1 min. i vel heitri feiti. Meö þessumá bera fram hris- grjón, sem i er blandað rækjum og franska sósu. Einnig tilheyr- ir ristað brauö og smjör. Frönsk sósa: Kokteiisósa, blönduðmeö rjóma og sherry. Stúdentakjallarinn: PIZZA Skúli Thoroddsen fram- kvæmdastjóri Félags- stofnunar stúdenta í sam- tali við Helgarpóstinn. „Við vorum meö þessi jazz- kvöld i maimánuöi og gafst þaö mjög vel. Kjallarinn var yfirleitt fullur, þó þetta hafi litiö veriö auglýst. Þaö hefur fyrst og fremst verið Guömundur Ingólfsson pianó- leikari, sem hefur verið þarna og meö honum hafa spilaö ýmsir menn. Guömundur veröur þarna áfram og sér um þaö aö fá meö- spilara með sér. Þetta stendur allt og fellur meö honum. Þetta hefur ekki veriö bundiö viö stUdenta eingöngu, heldur hafa jazzáhugamenn almennt komiö þarna”. SkUli sagöi ennfremur, aö kjall- arinn væri bUinn að fá pizzuofn og væri hann að komast i gagniö. Þá koma gestir til með að geta fengiö sér sildarrétti 1 hádeginu, fyrir utan kaffi og kökur. Létt vin eru veitt i kjallaranum og geta menn skolað niöur pizzunni með sopa af góöu rauövini. Auk jazzins á sunnudags- kvöldum, er þarna tónlist öll kvöld af kassettum. Geta gestir komiö fram meö óskir i þvi efni og fengið aö hlusta á þá tónlist sem þeir vilja, hvort sem þaö er jazz eða eitthvaö annaö. „Viö erum ekki með neitt diskó”, sagöi Skúli. , —GB. Hótel Borg í fararbroddi I Opið í kvöld frá kl. 9 -1 Laugardagur til kl. 2. Diskótekið Dísa Plötusnúður Logi Dýrfjörð Sunnudagur til kl. 1. Gömlu dansarnir Hljómsveit Jóns Sigurðssonar ásamt söng- konunni Mattí. Ath. einnig dansað á fimmtu- dagskvöldum. Matur framreiddur í hádeginu og um kvöldið alla daaa vikurmar Besta dansstemmingin í borginni er á BORGINNI Borðið - Búið - Dansið á Hótel Borg Nm ———_+ JAZZ OG ,,Það verður jazz i Stúdentakjallaranum á hverju sunnudagskvöldi út júnía.m.k. Það er erfitt að hugsa lengra fram i tim- ann, þegar maður veit ekki um undirtektir og hvernig hljómlistamenn eru stemmdir, því inn í þetta koma sumarfríin", sagði f Stúdentakjallaranum „VONA AÐ MOKKA VERÐI HERTIL EILIFÐARNÓNS” „ Þaö e r á gæt t aö r eka ka ffihús i miöborg Reykjavikur. Þaö er alltaf margt fólk hjá okkur og viö höfum ekki breytt okkar lokunar- tima. Andrúmsloftiö finnst mér ekkert hafa breyst hér i gegnum árin, a.m.k. segja kúnnarnir sem koma, aö þaö sé alltaf eins hjá okkur”, sagöi Guðmundur Bald- vinsson veitingamaöur á Mokka-kaffi viö Skólavöröu- stiginn f samtaii viö Helgarpóst- inn. Oft er þarna þröng á þingi og fyrirkemur að menn veröa frá aö hverfa vegna sætaskorts. Við- skiptavinir eru aö sögn Guð- mundar úr ölium stéttum þjóöfé- lagsins. Þar má sjá viröulegar konur og herra, rakara og dipló- mata. Þá eru menntskælingar fjölmennir aö vetrarlagi, og þaö hefur lengi veriö siöur i'slenskra námsmanna utan Ur Evrópu, aö hittast á Mokka I jólafriinu. Einn- ig fer þaö orö af staönum, aö þar komi saman menntamenn og listamenn. „Þaö má segja þaö,” sagði Guömundur. „Hérna er mikiö af mennta- og listamönnum”. Ekki sagöist hann kunna skýr- ingu á þvi hvers vegna þeir komu á Mokka frekar en eitthvað ann- að. Ein ástæöan væri kannski sú, aö þarna væru alltaf listsýningar. Mokka væri eitt af fyrstu kaffi- húsunum sem byrjuðu á aö hafa fastar sýningar. S®an heföi and- rúmsloftið þróast svona þarna inni. „Viö höfum frá byrjun veriö með kaffi sem lagaö er eftir itölsku aöferöinni, sem margir hafa reynt en ekki náö. Viö erum alltaf meö okkar sérstöku baunir. Þaö veröur aö halda gæöunum. Fólk veröur aö finna aö þau breytast ekki, annars kemur þaö ekki aftur”. Þegar blaöamaöur Helgar- póstsins leit inn á Mokka á dögun- um, hitti hann þarJörmund Inga Hansen. „Ég geri ráö fyrir aö þaö megi segja aö ég sé fastagestur hér,” sagöi Jörnundur.,,Ég hef komiö hingaö siöan 1%2 eöa ’63. Astæö- urnar fyrir þvi, eru þær, aö hérer besta kaffiö i bænum og þetta er ákaflega þægiiegur og hugguleg- ur staöur. Hingað kem ég til aö hitta aöra fastagesti og kannski mest af gömlum vana. Þaö er þó nokkuö af fastagestum hér, fólk sem hefur komið hér lengi, jafn- vel lengur en ég. Ég kem hingaö tvisvar á dag og stundum oftar, yfirleitt alla daga vikunnar. Staöurinn hefur ekki breyst mjög mikið. Hér eru oft miklar umræöur og jafnvel milli boröa. Þaö er einn stór kostur viö staö- inn — sá aö hér er ekki Utvarp, svo ekki sé talaö um sjónvarp. Guömundi hefur tekist aö koma meö ákveöiö Suöur-Evrópu-and- rúmsloft hingaö. Ég vona aö Mokka veröi hér til eiliföar, eöa a.m.k. meöan ég vari”. „Hér koma allir kunningjar minir og koma sennilega af þvi aö ég kem hingaö”, sagöi Arni Páll Jóhannsson um ástæöuna fýrir þviaöhann kemurá Mokka. „Svo er þetta stutt heiman frá mér, bara þrjú skref”. „Ég hefkomið þarna meira og minna frá þvi staöurinn opnaöi”, sagði Arni Einarsson, þriöji gest- urinn sem rætt var viö. „Þetta er eini staöurinn sem ég get fundiö, þar sem mér likar vel. Þar inni finnur maöur þverskurö af mannlifinu. Þarna kemur alla vega fólk, listamenn, ráöherrar, þingmenn, rónar og fyllibyttur. Staöurinn hefur sérstakan karakter. Kaffiö er mjög gott og stemningin notaleg. Þaö er meiri möguleiki aö hitta þarna orginala karaktera. Ég vona aö staðurinn veröi rek- inn áfram meö sama formi, maö- ur yröi hálfpartinn á götunni ef staöurinn lokaöi”. -GB Keppendur I Skeet-keppni fá fimmtán sekúndur til aö hlaöa byssu sina áöur en skifan er komin á loft. Skotið á skífur A hverjum sunnudegi eftir hádegi fara nokkrir félagar úr Skotfélagi Rcykjavikur uppi Leirdal I Grafarholtslandi og skjóta. Um siöustu helgi fór þar fram svokölluö skeetkeppni meö haglabyssum, en hún er i þvi fólgin aö skifa á viö undirskál er þcytt uppi loftiö meö þar til geröri maskinu og hún skotin á lofti. Leiðindaveöur var á sunnu- daginn og það kom I veg fyrir góðan árangur. Þeir bestu á landinu náöu 24skifum af 25 viö bestu aðstæður, en þarna var þaö heldur minna. 20 skifur þykir mjög gott. A Olympiuleikum er keppt I Skeetkeppni og eru aö sögn Steinar Einarssonar hjá skot- félaginu skotnar 200 skifur. Þar ná þeir bestu öllum tvö hundruð skífunum. tslensku skotmennirnir eru þó hvergi bangnir, og eru með - aætlanir á prjónunum að senda mann eöa menn á Ólympíuleika i framtiðinni. Það sem helst háir þeim, eins og sjálfsagt öllum öörum iþrðttum á landinu, er aöstaðan. — GA

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.