Helgarpósturinn - 08.06.1979, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 08.06.1979, Blaðsíða 5
helgarpásturinn.. Föstudagur 8. júní, 1979 5 • Kokkur einn i breska hernum haföi mikið yndi af þvi að kveikja litla elda, þar sem enginn átti von á þeim. Hann var brennuvargur. Nótt eina fyrir um tveim mán- uðum ákvað hann að gera félög- um sinum i herbúðunum svolitinn grikk. Hann kom fyrir litlum bensínsprengjum út um allt á svæðinu, og lagði púðurslóð á milli. Svo kveikti hann i — en til allrar hamingju dó eldurinn. Það sem kokkurinn vissi ekki var að undir sprengjunum hans var eitt stærsta eldsneytisforða- búr NATO, með milljónum gall- ona af bensini, dieseloliu og flug- vélaeldsneyti. úr þessari risa- geymslu i New Forest i Wimbournae i Dorset taka allar Natóþjóðirnar, að Islandi væntanlega undanskyldu eldsneyti. Kokkurinn fór i fimm ára fangelsisvist... • Þann ellefta mars siðast liðinn sást i fyrsta skipti i meira en tiu ár auglýsing i Ki'nverska sjónvarpinu. Það er nýjasti liðurinn i heilmikilli sveiflu I aug- lýsinga- og sölumálum þar eystra. Auglýsingin sýndi liðs- menn i' vinsælu körfuboltaliði drekka Hamingju kóla eftir erfiðan leik... • Rannsóknarlögreglumaður i FordHalewood i Bandarikjunum fann nýlega mann látinn i ibúð sinni. Hann var fórnarlamb áfengissýkinnar. Við krufningu kom i ljós að i blóði mannsins voru 1.220 milligrömm af alkohóli fyrir hverja 100 millilitra blóðs. Það jafngildir tveimur viskif lösk- um — og er nýtt heimsmet. Gamla metið var 656 milli- grömm.... • Hinn ástsjúki Piero Stanze i Milanó á Italíu mútaði kunningj- um sinum til að ræna æskuástinni sinni, Mariu Nicollotti, eftir að hún hafði sagt hið endanlega nei. Piero beið eftir presti og öllu i afskekktu sveitahúsi eftir hinni tregu brúði sinni. Eftir langa mæðu var svo manneskju, kefl- aðri og vafðri inn i lak, kastað út úr bil sem ók framhjá. Þegar Piero og klerkurinn höfðu leyst utan af pokanum stóð hin æva- gamla langamma Mariu upp. Vinir Pieros höfðu fa.riö herbergjavillt i myrkrinu og æs- ingnum..... • Disneyfyrirtækið I Bandarikj- unum hefur nú ákveðið að færa enn út kviarnar. Það hefur komist að samkomulagi við aðila i Jap- an, og árið 1982 verður væntan- lega opnað i Tókió nýtt Disney- land, helmingi stærra en það sem er i Ameriku.... • Læknir nokkur i Leningrad var feiknavinsæll af sjúklingum sinum, vegna þess hve oft hann ráðlagði þriggja vikna fri i sólinni við Svarta hafið fyrir sjúklinga sem kenndu krankleika. (Rikið borgar). Til allrar óhamingju komust yfirvöld að þvi að læknir- inn tók sem svarar 50 þúsund krónur fyrir greiöann. Nú hefur læknirinn verið sendur sjálfur i fri — borgaö af rikinu — til Siberiu. • Joan Campaign fann peninga- veski á götu í smábæ i Suður-Ástralfu fyrir stuttu. Hún skilaði veskinu, sem i voru 130 pund, til eigandans, sem aftur sendi henni happdrættismiða ’i þakklætisskyni. Joan gat ver- iðánægð með heiðarleika sinn — hún vann 26 þúsund pund i fyrsta drætti.... • — Hvað er skriðdreki? — Það er samgöngutæki, sem sovéski herinn notar þegar hann fer að heimsækja vini sina. • Nokkrir Pólverjar fá loksins leyfi til að snúa heim eftir nokk- urra ára dvöl i Siberiu. Tollvörð- urinn við landamærin er mjög forvitinn. — Jæja, hvernig var það? — Þaö var ekkihægt að kvarta. — Var nauðungarvinnan ekki of erfiö? — Þaðvarekkihægt að kvarta. — Var ekki of mikið um refs- ingar? — Þaðvarekkihægt að kvarta. — En afhverju urðuð þið þá ekki eftir þarna? — Vegna þess að hér getum við kvartað. • Eftirlitsnefnd er i heimsókn i fangabúðum og ræðir við fang- ana. — Hvaða dóm fékkst þú? — Tiu ár. — Fyrir hvað? — Ekkert. — Þaö er óhugsandi. Fyrir ekkert fær maður fimm ár. Hvað var það sem þú gerðir? — Leti. — Hvernig þá? — Ég fékk mér i glas með nokkrum vinnufélögum mi'num ogviðvorum að gantast með póli- tikina. Siðan fór ég heim. Það verður að segjast eins og er, að það var kalt úti og hann rigndi, og ég var of þreyttur tilað kjafta frá félögum minum i leynilögregl- una. Ég sagði viö sjálfan mig að éghefði nægan tima daginn eftir. — Hvaö þá. Varstu dæmdur fyrir það? — Nei.. einn félagi minn hafði þegar kjaftað frá mér. • Samkeppnin milli austurs og vesturser á dagskrá fundar í einu hverfafélagi Flokksins. Aróðurs- maöur flokksins hefur orðið: — Kapitalisminn er skammar- legt kerfi. — Þaö er rétt, hrópa fundar- menn. — Kapitalisminn er kerfi sem elur á letinni. — Það er rétt. — Kapltalisminn er kerfi sem afneitar öllum lögmálum efna- hagsli'fsins. Hann eyðileggur sjálfan sig. ; — Já, já. — Þar að auki eru Bandarikin á barmi hyldýpisins, sem mun gleypa þau. Þá heyrist i feimnislegri rödd: — En félagi ræðumaður, af- hverju er þá sagt við okkur, að Sovétrikin muni ná Bandarikjun- um og fara fram úr þeim? • — Hver er mesti töframaður okkar tima? — Ég veit það ekki. — Khrouchtchev. — Jæja, hvers vegna? — Vegna þess að hann sáir mais i Sovét og uppsker hveiti 1 USA. •Hefur sovéskur borgari raun- verulegan valkost, þegar hann gengur til kosninga? — Ja... hann getur valið milli lista kommúnistaflokksins og Si- beriu. » Herkules« BÍLKRANAR Stína segir. Austan- tjaldssögur Einkaumboð á íslandi: Þ. SKAFTASON hf Grandagardi 9 s. 15750 — 14575 Mesta lyftigeta 6,500 tonn/mtr. Armlengd 6,00 mtr. Lyftigeta 3,650 kg 1,800 - 1,500 - 1,300 - armlengd 1.85 3,65 4.85 6,00 mtr

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.