Helgarpósturinn - 08.06.1979, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 08.06.1979, Blaðsíða 18
18 Hugsað um barnabækur — I A sama hátt og biiift er aö bla&a hér i Listapósti i skáld- sögum og ljóöabókum siöasta árs var einnig hugmyndin aö fletta nokkrum barnabókum, einkum þeim sem á einhvern 1950 værum á barnsaldri núna, þætti okkur margt hafa breyst og úr mörgu aö velja. En þaö er sannast sagna ekki merkilegur mælikvaröi. Barnabækur æsku okkar voru harla fátæklegar. Bókmenntir eftir Heimi Pálsson hátt skáru sig úr á siöustu ver- tiö. Þær voru aö sönnu ekki margar, en samt þykir mér hlýöa aö hafa aö þeim tölu- veröan inngang. Ég býst viö aö ef viö sem vor- um börn i leit aö lesefni upp úr Ein þótti mér bera af. Hún hét Percival Keen, minnir mig. Og ég held ég muni þaö rétt aö ég hafi hálfpartinn stolist til aö lesa hana. — Mér til mikillar gleöi komst ég aö þvi siöar aö slikt hiö sama haföi faöir minn Siðlaust siðferði? Um „Apocalypse Now”, og Francis Coppola ,,Viö unnurn aö þessari mynd eins og Bandarikin aö Vietnam- striöinu. Viö vorum of margir, höföum of mikiö af peningum og tækjum, og smám saman uröum viö geöveikir. Ég hélt aö ég væri aö búa tii striösmynd, en raunin varö sú aö myndin var aö gera mig. Frumskógurinn geröi myndina”. Þannig fór Francis Coppola oröum um langþráðu myndina sina, „Aþicalypse Now”. Og eftir móttökum hennar aö dæma er hún þess viröi aö beðið væri eftir henni. Hún fékk fyrstu verðlaun á kvikmyndahátiöinni i Cannes, þar sem hún var frumsýnd, og Newsweek segir t.d. aö hún sé „einstaklega áhrifamikil kvikmynd”. Aö sögn Coppola sjálfs er myndin i sjálfu sér ekki um striöiö i Vietnam, og alls ekki pólitisk. Hún er um siöferöi mannskepn- unnar og linuna finu milli frum- stæöu hvatanna og þeirra siömenntuöu. 1 henni segir frá kapteini i Bandariska hernu (Martin Sheen) sem fær þa verkefni að útrýma Colonel nokkrum Kurt (Marlon Brando), geysisnjöllum herfor- ingja sem tekið hefur striðiö i eigin hendur, og búið um sig langt inni frumskóginum meö her innfæddra i kringum sig, og er talinn hættulegur. Erfiöleikarnir sem Coppola varö aö glima viö eftir aö hann ákvaö aö gera myndina eru nú nánast þjóösagnakenndir. Störf viö hana hófust í nóvember 1975. John Milius skrifaöi handritiö, sem byggir aö nokkru á sögu Joseph Conrad, „Heart of Darkness”. Sjálf kvikmyndunin byrjaöi svo á Filippseyjum 22. mars 1976. Annan júni kom felli- bylurinn Olga i heimsókn og eyöilagöi nánast allt sem eyöi- lagt varö af því sem byggt haföi veriö fyrir myndina. Skömmu siðar fékk Martin Sheen hjarta- áfall. Þar viö bættist aö banda- risk yfirvöld litu gerö hennar hornauga, og neituöu um aöstoö bandariska hersins i Filippseyj- um Sú aðstoð er nánast ómetan- leg viö aöstæöur eins og þær sem ríkja á regntimabilinu i þitabeltinu. Alltaf dróst fyrir- tækið meira og meira á langinn, og kostnaöurinn sem upphaf- lega var ætlaöur 6 milljónir dala var oröinn um 20 milljónum hærri. 1 júni 1977 neyddist Coppola loks aö veösetja hinar gifurlegu fasteignir sinar i Kali- forniu, tii aö fá lán hjá UNITED Artists, svo hann gæti klárað myndina. Og þaö tókst, jafnvel þó Coppola hafi ekki aö eigin sögn, lagt endanlega blessun á þann endi sem notaður var i Cannes. Þar var Coppola einmitt spuröur að þvi hvaða ástæöa væri til aö eyða öllum þessum fjármunum i mynd um siöferöi- lega kosti og klipur. „Af hverju er þaö ósiölegt aö eyöa miklum peningum i mynd um siöferöi þegar' sörnu peningum er eytt I mynd um risagórillu og gúlla sem flýgur,” svaraöi þá leikstjórinn. —GA Coppola: .......uröum saman geöveikir”. smám LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR OjO Steldu bara milljarði i kvöld kl. 20.30 alira siöasta sinn. Er þetta ekki mitt líf? 10. sýn. laugardag uppselt 11. sýn. þriöjudag kl. 20.30 12. sýn. fimmtudag kl. 20.30 næst siðasta sinná þessu leikári. V_____________________________ Miöasaia i Iönó kl. 14-20.30 Simi 16620. Blessað barnalán Miönætursýning i Austurbæjarbiói AUKASÝNING LAUGARDAG KL. 23.30, MIÐASALA t AUSTURBÆJARBÍÓI KL. 16 — 21. SIMI 11384. gert mannsaldri áöur. Svona eiga bækur að vera! — Percival Keen var ugglaust heldur ósiö- leg bók. En mikiö var hún skemmtileg. Og aldrei held ég okkur ungum drengjum i Reykjadal noröur hafi dottið i hug aö taka okkur söguhetjuna til fyrirmyndar og gefa kennaranum kvikasilfur eða sprengja ömmu okkar meö púöri. Má kannski draga af þvi nokkurn lærdóm um áhrifamátt eða -máttleysi óhugnanlegra bókmennta. Þó er vant aö full- yröa þar um. Viö vorum ekki fyrirfram spilltir af Kojak og kó.Né heldurlásum viö Percival i myndskreyttri útgáfu. Gróska á barnabókamarkaði segir þvi miöur ekki mikiö um gæöi og gæöamat barnabóka hlýtur aö vera breytilegt frá kynslóð til kynslóöar — vel aö merkja þeirra kynslóöa sem veija barnabækur. Og þaö eru ekki börnin. Um þaö hafa oft veriö settar á hugleiöingar hvort þaö sé ekki fjarska vont mál aö þaö eru fullorönir sem stýra forlögunum og ráöa þannig útgáfu barnabóka, þaö eru fullorönir sem skrifa og ráöa þannig samsetningu barnabóka og þaö eru fullorönir sem fjármagna barnabókakaup og ráöa þannig oftast endanlegu vali barnabóka. Þetta segja sumir aö sé afskaplega vont mál og óeölilegt ástand. En ég er ekki alveg viss. I fyrsta lagi veröur aldrei undan þvi vikist að það er skylda fulloröinna aö reyna aö ala upp næstu kynslóð. Hitt er svo meira vandamál aö náttúr- an skuli hafa gert okkur þannig úr garöi aö allir sem kynþroska eru þyrftu jafnframt aö vera færir um aö gerast foreldrar. Og þaö veitguö aö viö erum ekki öll jafnt. En það er bara handlegg- ur sem ekki þýöir aö blanda i umræöur um barnabækur. I ööru lagi er þaö bjargföst sannfæring min aö sú bók sem fullorönum þyki skemmtileg sé aö jafnaöi lika viö skemmti- smekk barna — og öfugt: Bói sem mér leiðist aö lesa fyri börn min fellur sjaldan i kramij hjá þeim. Vitanlega eru til un antekningar en þær eru fáar o sýnast heldur stafa af þvi aö vii erum ólíkir einstaklingar ei hinu aö viö erum á ólikum aldrii Föstudagur 8. júnú 1979 Ef foreldrar veldu ávallt af fullri skynsemi bækur sem þeir heföu sjálfir gaman af handa börnum sinum er þvi litil hætta á að börnunum leiddist. En vitanlega erum viö foreldrar á þessum vettvangi sem öörum háö ýmsu: Auövitaö kaupum viö bækur eftir auglýsingum — og þvi miður veröi. í þriöja lagi held ég ekkert geti gert til þótt það sé sama kynslóö sem skrifar bækur handa börnum og fullorönum. Mér vitanlega hefur nefnilega aldrei veriö uppi almennilegur barnabókahöfundur sem ekki gat lika skrifaö fyrir fulloröna. Hins vegar hafa veriö uppi —he/garpústurinn_ margir vondir rithöfundar sem hafa helgaö sig öörum hvorum flokknum, þó nokkrir sem fyrst reyndu aö skrifa fyrir fulloröna og gátu þaö ekki,en héldu þá aö þeir hlytu aö vera nógu góöir handa börnum — og svo allt of margir góöir höfundar sem aö- eins hafa skrifaö handa full- orönum og aldrei skiliö aö þá fyrst næöu þeir fullkomnun þeg- ar þeir skrifuöu fyrir alla aldursflokka i einu. Af framansögöu leiöir aö ég hlýt aö draga mjög i efa aö rétt sé skiliö milli barnabóka og annarra bóka. Ég tel a.m.k. ómaksins vert að spyrja: Hvers vegna eru sumar bækur taldar fyrir börn, aðrar fyrir einhverja aöra sem hafa það eitt fram yfir börnin aö vera fæddir á öðru ári? Hluti af svarinu liggur náttúrlega i augum uppi: Sum- ar bækur eru samkvæmt siö- gæöisvitund einhverra og ein- hverra óhollar óþroskuöum unglingum. Til aö foröast allan jmisskilning skal tekiö fram aö tég er þessu sammála. Vii aöeins |bæta þvi viö aö þessar sömu ’bækur séu lika óhollar fullorðn- um. Gallinn er bara sá aö þarna kemur til persónulegt og mjög afstætt mat. Nokkur dæmi sanna þaö. Ollum eru I fersku minni lætin sem uröu út af heldur lélegri barnabók um Jesú Krist núna fyrir jólin. Þarna kom ágreiningurinn einmitt vel fram: Sumir æptu eitur, aörir fagnaöarerindi. Hvorir höföu rétt fyrir sér? Máski báöir? Máski hvorugir? — Dólgamarxistar í Sviariki héldu þvi fram aö Bróöir minn Ljónshjarta væri siölaus bók. Þó veit sá er þetta ritar fáar bækur betri né hollari ungum sem öldnum. tJtgáfustjóri hjá forlagi Astrid Lindgren sagöi mér eitt sinn söguna af Línu langsokk: Henni var hafnaö hjá fyrsta forlaginu, — einmitt á þeim forsendum aö hún væri siölaus. „Og ég er næstum viss um” sagöi viömæl- andi minn, „aö forlag okkar heföi ekki gefiö hana út, ef ekki hefði viljað svo vel til aö hún kom fram i samkeppni þar sem sat óvenjuskynug dómnefnd”. Þarna vann semsagt Lina sinn fyrsta sigur — og hefur nú unnið hjörtu lesenda um allan heim. En spurningin er: Hefur hún unniö vegna þess aö hún er góð barnabók — eða einfaldlega vegna þess aö hún er góö bók? Hvar liggja mörkin? Er ekki Hjalti litli fyrst og fremst góö bók — áður en hún verður góö barnabók? Eöa I afahúsi? An þess aö gefa mér tóm né rúm til aö rökstyöja þaö nánar er ég aö hugsa um aö hafa þetta fyrir satt aö þvi er varöar texta barnabóka: Engin barnabók er góö nema hún sé góö „full- oröinnabók” (skrýtiö aö þetta hugtak skuli ekki vera til i mál- inu!). Af þessu leiöir aö ég tel einsýnt að gera veröi sömu kröfur til texta barnabóka og annarra bóka hvort heldur tek- ur til málfars eða efnismeð- feröar. Máliö veröur aö vera I senn náttúrlegt og auöugt efnis- meöferö hvort tveggja vönduð, frjó og skemmtileg. Svona er þetta einfalt mál. Bók sem flyt- ur ónáttúrlegan^fábrotinn, veru- leikafalsandi og leiöinlegan texta er vond bók. Jafnt fyrir börn og fulloröna. Meö þessu væri raunar inn- ganginum lokið — ef ég heföi skrifaö greinina fyrir 30 árum. Þvi þá voru barnabækur eins og aðrar bækur: Þær voru texti. En þaö var áöur en myndinkom til sögunnar. Og þar er komiö aö efni f jafnlangan inngang sem bíöa veröur næsta blaös. Hrafn Gunnlaugsson skrifar: LEYNDARDÓMAR SJÓN- VARPSLEIKJANNA Margir hafa skrifað I blöö eöa talaö i miöla um sjónvarpsleik- ritagerö islenzka Sjónvarpsins og brotið þá starfsemi til mergjar meö þvi aö nota orö eins og sjón- varpsleikrit og sjónvarpskvik- mynd á vixl um einn og sama hlutinn. Sumir hafa gengiö svo langt aö leysa vandann og full- yröa aö Sjónvarpiö hafi ánetjast leikurum og leikstjórum og þvi séu bara framleidd sjónvarps- leikrit ( og þá orðið leikrit notaö i neikvæðri merkingu) en ekki sjónvarpskvikmyndir. Trúlega stafa þessar full- yrðingar af skorti á upplýsingum um eöli sjónvarpstækninnar, þvi sjónvarpskvikmyndir og sjón- varpsleikrit eru tvær gerólikar listgreinar sem eiga fátt eitt sam- eiginlegt. Aörar þjóðir gera skýr- an greinarmun á þvi sem kallaö er TV-theater og TV-film, og oft- ast eru þaö gerólikir aöilar sem starfa viö þessar tvær listgreinar. Hér veröur ekki fariö út i ná- kvæma listræna skýrgreiningu á þessum tveim greinum, heldur reynt aö varpa örlitlu Ijósi á þann tæknilega mun og þær vinnuaö- feröir sem þessar greinar byggja á hvor um sig. Sjónvarpsleikrit og sjón- varpskvikmynd Sjónvarpsleikjum er skipt i tvær megin greinar: sjónvarps- leikrit og sjónvarpskvikmyndir. Þaö sem skilur þessar greinar aö er ööru fremur gerólik upptöku- tækni: sjónvarpsleikrit eru tekin á myndsegulband I sjónvarpssal (stúdió) i tilbúnu umhverfi (leik- tjöldum) — en sjónvarpskvik- mynd er tekin á filmu i heima- Þessi aöferð er hins vegar m jög vandmeöfarin (sérstaklega I lit) vegna þess aö leiktjöld i sjón- varpssal og lifandi umhverfi hafa iöulega allt annan karakter t tilefni af umræöum sem oröiö hafa um sjónvarpsieikritagerö aö undanförnu birtir Helgarpóstur- inn hér til fróöleiks útdrátt úr er- indi sem Hrafn Gunnlaugsson leiklistarráöunautur sjónvarps flutti á námskeiöi fyrir rithöfunda á vegum sjónvarpsins og Hrafn haföi umsjón meö. Þar lýsti Hrafn m.a. muninum á notkun myndsegulbands og filmu i gerö leikinna dagskráa. högum (on location) i lifandi um- hverfi. Möguleikar sjónvarpsleikrits- ins eru takmarkaöri en sjón- varpskvikmyndarinnar, vegna þess aö þaö er bundiö viö atburði innanhúss (þ.e. umhverfi sem byggt er inni i sjónvarpssal). Sjónvarpskvikmyndin getur hins vegar sótt umhverfi sitt út undir bert loft og næsta hvert sem er (inn I bila á hreyfingu, skip, upp um fjöll et cetera). Stundum er gripið til þess ráös aö steypa saman upptökutækni sjónvarpsleikrits og sjónvarps- kvikmyndar og er þá algengast að skipta verkinu þannig niöur, að allt sem gerist innan dyra er tekiö á myndsegulband (eins og sjónvarpsleikrit) en þaö sem á aö gerast utan dyra á filmu (eins og sjónvarpskvikmynd). Filman er siöan færð yfir (kopieruö) á myndsegulband og bútunum skeytt saman. þannig aö hætt er viö aö samræm- ing náist ekki og áhorfandinn fái á tilfinninguna að fariö sé úr ein- um heim i annan þegar filma og myndsegulband víxlast. Sé hins vegar gert ráö fyrir skörpum skilum milli þeirra þátta sem hugsaðir eru fyrir filmu annars vegar og hins vegar myndsegul- bandsins er þessi aöferö miklu aögengilegri. T.d ef allt sem ger- ist á filmu er draumur, minning- ar eöa ofsjónir, — en allt sem ger- ist á myndsegulbandi tilbúinn raunveruleiki. I seinni tiö hefur ný tækni kom- iö til sögunnar vegna þróunnar myndsegulbandstækninnar: myndsegulbandsvélar sem hægt er aö taka upp meö utan dyra stúdiósins. Þessi tækni hefur ýmsa kosti og galla og veröur gerö frekari grein fyrir þeim hér á eftir. Rétt er hins vegar aö benda á aö íslenzka Sjónvarpiö á ekki enn

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.