Helgarpósturinn - 08.06.1979, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 08.06.1979, Blaðsíða 17
Föstudagur 8. júní, 1979 17 Aðgerðir leikara hefjast á mánu- dag, ef ekki næst samkomulag Félag islenskra leikara hefur, sem kunnugt er, boðaö til aögeröa fráog með 11. júni hafi ekki náöst samningar viö rikisútvarpiö fyrir þann tíma. Aögeröir þessar fela m.a. i sér, aðieikarar munu ekki taka aö sér neinný verkefni fyrir sjónvarp og hljóövarp, ásamtþvi, aö þeir ætla að beita fyrir sig erlendum leik- arafélögum til aö stööva flutning alls erlends efnis i sjónvarpinu. Helgarpósturinn haföi sam- band viö Andrés Björnsson Ut- varpsstjóra, Ólaf R. Einarsson formann útvarpsráös og Gisla Alfreösson, formann Félags is- lenskra leikara, til aö leita frétta af málinu. „Ekkert heyrt enn”. „Viö höfum ekkert heyrt enn, en það getur komiö”, sagöi Gisli Alfreðsson, formaöur Félags Is- lenskra leikara. Þá sagöi GisB, aö heföi ekkert svar borist fyrir mánudaginn 11. júnl, færu þær aðgeröir sem leik- arar hafa samþykkt, i gang. Þó væri ekki viö þvf aö búast aö þær heföu áhrif strax. Sjónvarpiö væri aö fara l sumarfri og áhrifin yrðu litil fyrir þann tima. „Annars erum viö alltaf von- góöir fram á siðustu stundu og vonum þaö besta”, sagöi Gisli. tJtvarpsstjóri v U1 engu spá ,,fcg spái ekkert um framhaldið á þessu. Það hefur ekkert gerst I mál- inu, annað en þær yfirlýsingar sem hafa komið. Leikarar hafa fariö fram á viöræöur og þvi verður sjálfsagt svaraö fljót- lega”, sagöi Andrés Björnsson, útvarpsstjóri. Aðspurður um hvenær þaö yröi, sagöi Andrés, aö þaö yröi I þess- ari viku. Um innihald svarsins gathann ekkert sagt,þar sem þaö væri útvarpsstjóra og útvarps- ráös aö koma meö sameiginlegt svar. „tJtvarpsráð hefur ekk- ert samþykkt” „tJtvarpsráö hefur ekkert sam- þykt I þessu máli. Siöasta bréf leikara, sem stilaö var til út- varpsráðs og útvarpsstjóra, kom til umfjöllunar á fundi útvarps- ráðs á þriöjudag”, sagöi Ólafur R. Einarsson formaöur útvarps- ráös. — Kemur svarykkartil meö aö fáleikara tilaöhætta viö aögeröir? „Það veröa leikarar aö segja til um. Þaö er ekki okkar aö gera þaö. Þaö sem leikarar fóru fram á I upphafi, voru viðræður um endurskoöun á samningum, en sú beiöni var vandlega falin innan um stóryröi, hótanir og gifur- yröi. Mér finnst þetta ekki leiöin til aö hefja samningsviö- ræöur. Venjulega byrja menn á að segja upp samningum og hefja samningaviöræöur á fundum, eri berja ekki striðsbumbur fyrr en sýnt er aö samningar takist ekki. Leikarar viröast gera þetta á dramatiskari hátt. Það er útvarpsráö sem hefur vald til aö ákveöa hve mörg leik- rit eru gerö. Viö höfum ekki heimild til þess aö afsala þvi valdi til stéttarfélags, slikt væri em- bættisafglöp, en þaö eru leikarar aö fara fram á. Leikarar alls staðar á Noröurlöndum hafa ver- iöaöreyna aö fá ákvöröunarvald- iö um hve mörg leikrit eru tekin upp. Þeir reyna þá auövitaö aö brjótast i gegn þar sem smæstu hóparnir eru, en þetta er bara hlutur sem viö getum ekki. Hins vegar er hægt aö semja um ýmsa aöra hluti, sem leikarar heföu á- huga á”. —GB Sjónvarpið tekur upp Gauksklukkuna Sjónvarpið hefur siðustu daga veriö taka upp sýningu Leik- brúöulands á barnaleikritinu Gauksklukkan eftir Sofiu Proko- févu, sem sýnt var viö góöar und- irtektir nýliöinn vetur I leikstjórn Brietar Héöinsdóttur. Ekki er vist hvenær leikritið veröur á dagskrá en vafalaust er þaö góð búbót ef til aögeröa leikara kemur i sum- ar. Brúðurnar munu ekki vera I Leikarafélaginu... Þau mistök uröu I siðasta Helgarpósti, aö Helgi Skúlason var sagður vera aöstoöarleik- stjóri við Paradisarheimt. Hiö rétta er að Sveinn Einarsson hefur það verk meö höndum. Leiðréttist þetta hér með og eru hlutaöeigendur beðnir velvirö- ingar á þessum mistökum. „MIKIÐ segir Jón Ragnarsson í Regnboganum um hátíðina í Cannes Francis Ford Coppola leikstýrir atriði I Apocalypse Now, — myndinni sem sló i gegn I Cannes. Frá henni segir á bls. 18. Hinni árlegu kvikmyndahátiö i Cannes lauk nýlega. Hátiö þessi er einhver stærsti viðburöur I kvikmyndaheiminum á ári hverju. Þær 2-3 vikur sem hátiðin stendur yfir, eru þarna saman komin helstu nöfn innan kvik- myndanna. Þarna er um aö ræöa samkeppnishátið, auk annarra smærri hátiða, sem slst eru minna viröi, þóekki sé eins mikiö um þær fjallaö i fjölmiðlum. Samhliöa þessu fer fram mikil kaupstefna, þar sem framleiö- endur koma meömyndir sinar og selja þær. Jón Ragnarsson, eigandi Regnbogans, var einn af þeim sem sóttu Cannesheim á meöan á hátiöinni stóö. Heigarpósturinn haföi samband viö hann og baö hann um aðsegja örlitið frá þess- ari ferö sinni. „Ég varþarna i tiu daga ogþaö var mikið um aö vera. Þetta var mikið upplifelsi.” Jón sagði ennfremur, að það hafi verið skemmtilegur ljómi yf- ir staðnum. Þar hafi verið mikið af frægu fólki, og það sem setti skemmtilegan svip á dvölina i Cannes hefði verið veðrið, sem var mjög gott, að ógleymdri bað- ströndinni. Fólkið sem var þarna virtist vera mjög fr jálst og glað- legt. Eins og við var að búast, fór töluverður timi I það að skoða kvikmyndir. Sagöi Jón aö honum værisérstaklega minnistæð mynd Francis Coppola, „Apocalypse Now”, en hún var, ásamt annarri mynd, valin besta verk keppninn- ar. (Sjá grein á bls. 18). Var, að sögn Jóns, mikið vesen að komast til að sjá þá mynd, sökum þess hve aðsóknin var mikil. Ekki gekk eins mikið á til að sjá aðrar myndir. Jón festikaup á um 10-15 mynd- um og meðal þeirra má nefna „Mirror Cracked”, sem gerð er eftir sögu Agöthu Christie, „Fire power” og Prúðuleikaramyndina eða „Muppets Movie”. Von á Clark Terry ? Félagsskapurinn Jazzvakn- ing, sem á stuttum starfsferli sinum hefur lifgaö mjög upp á jazzlif höfuöborgarinnar, hefur fengiö tilkynningu þess efnis, aö þeim standi til boöa aö fá hingaö til lands „big band” Clark Terry. Ef af því veröur, kemur hann hingað i febrúar á næsta ári. Terry var trompetleikari hjá Duke Ellington á árunum 1951 til 1959. Siöan hefur hann veriö með eigin hljómsveitir, bæöi litlar og stórar. Þó hann sé ekki eins frægur og hann ætti skitið, er hann talinn með frumlegustu trompetleikurum innan jazzins. — GB Klúbbkvöld með Duke Jordan Það var gaman að fá Duke Jordan I heimsókn. Þetta er i fyrsta skipti sem þekktur am- eriskur djassleikari kemur fram á klúbbkvöldi hérlendis siðan Booker heitinn Erwin lék á Hótel Loftleiðum árið 1968. Þá var það algengt að ameri'skir djassleikarar á leið yfir hafið gerðu hér stuttan stans og djömmuðu með islenskum kol- legum sinum. Nú eru margir þeirra er þá stóðu i eldlinunni hjá Jazzklúbbi Reykjavikur fluttir úr landi eða hættir að spila opinberlega og fáir hafa fyllt i' skörðin. En semsagt: nú hefur Jazzvakning tekið upp þráðinn þar sem Jazzklúbbur Reykjavikur sleppti honum fyrir rúmum áratug og með Duke Jordan léku Guðmundur Steingrimsson á trommur og Richard Korn á bassa. Klúbb- kvöldin voru á Hótel Esju á föstudags og laugardagskvöld og bar laugardagskvöldið i alla staði af. Duke Jordan var I mun betra formi seinna kvöldið og einnig höfðu meðleikarar hans kynnst tónlist hans betur. Þaðerút ihöttaðætla að bera saman klúbbkvöld sem þetta og tónleika þar sem listamaðurinn leikur með eigin hljómsveit. Duke Jordan kom hingað um kvöldmatarleytiö á föstudegin- um og renndi rétt yfir eitt lagáð- ur en tónleikarnir hófust. Það þarf ryþmaleikara með mikla reynslu til að ná árangri í sliku samspili. RichardKorn leikur á bassa með Sinfóniuhljómsveit Islands, en er óvanur djassleik- ari og þekkir þar að auki ekki vel til boptimabilsins. Þaö var þvi engin von til að hann næði góðuvaldi á undirleiknum. Guð- mundur Steingrimsson er aftur- ámóti vanur djassleikari þótt ekki hafi hann oft leikið með er- lendum djassleikurum og stóö hann sig vel. — Piltar við skul- um vera heiðarlegir hver gagn- vart öðrum og leika frá hjart- anu. Enga sýndarmennsku eða stjörnustæla. Honestly. — Svo mælti Duke Jordan áðuren tón- leikarnir hófust. Efnisskráin var að miklu leyti byggð á verkum Jordans sjálfs. Sigildum þemum eins og Jordu og No Problem svo og nýrri verkum: lestarstemningunni The NightTrain From Snekker- sten og undurfögrum ballöðum, ss. Two Loves (sem hann lék einn nokkrum sinnum), I’m GonnaLearn Your Style og hinni ellingtonlsku Misty Thursday. — Ég hef nýlokið við aö hljóð- rita öli tónverk min fyrir Steeple Chase, segir Duke. Þetta eru nærri sjötiu verk sem ég lék einn á flygil. Ég lifi nokk- urnveginn af þeim tekjum sem ég fæ fyrir tónverkin og hljóm- plötur minar. Þó fer ég alltaf i tónleikaferðir við og við. 1976 ferðaðist ég um Japan með triói minu, Wilbur Little á bassa og Roy Haynes á trommur. Það var stórkostlegt aö leika i Japan. Þeir þekktu verkin mi'n. Eftir nokkra takta af Jordu eða No Problem klöppuðu þeir. I fyrra fór ég i tónleikaferð um Evrópu. Þá leysti Danny Richmond Haynes af hólmi. A Hótel Esju lék Duke Jordan In My Solitudetil heiðurs Mister Ellington. Það er dálitið merki- legt að á siðari árum hefur mátt greina ellingtonáhrif i leik og tónsköpun þessa gamla bopp- ara. Og þó — það kemst enginn djassleikari framhjá mæestrón- um mikla. —,Ég á mér draum. Að hljóð- rita verkmin með stórri hljóm- sveit. Duke Jordan og hljóm- sveit hansVDuke Jordan er flog- inn til Hafnar þar sem hann hef- ur búið sl. hálft ár. Vonandi koma fleiri djassleikarar til að spila með i'slenskumj en þá er nauðsynlegt að þeir æfi saman dagstund eða svo áðuren tón- leikar hefjast.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.