Helgarpósturinn - 08.06.1979, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 08.06.1979, Blaðsíða 22
„CLAPTON ER GUД — sagt frá tónlistarferli gítarleikarans Eric Claptons Fósturbarn Eric Clapton fæddist 30. mars 1945 i Surrey héraði á Englandi, þar sem hónn ólst upp hjá fósturforeldrum sinum. Hann lærði að hanna glermál- verk við Kingston Listaskólann. En s. utjan ára gamall hóf hann aö leika á gitar og fyrirmynd- irnar voru Muddy Waters, Chuck Berry, Big Bill Broonzy og Buddy Holly. Og stofnaði sina fyrstu hljómsveit, the Roosters, 1963. Og eins og fyrr segir lék hann einnig undir hjá Mick Jagger með Blues Incorporated. 1 október sama ár gekk hann i Yardbirds og leysti þar af Anthotiy Tophan sem aðalgitar- leikari. Með Yardbirds var Clapton i tvö ár, þar til hann hætti vegna tónlistarágreinings. Þá var honum boðið aö ganga i hljómsveit John Mayall, the Bluesbreakers. Cream Varð með Mayall i rúmlega ár, hljóðritaði meö honum nokkrar plötur og naut mikillar virðingar. En það var með stofnun blústriósins, Cream, i júlimánuði 1966, sem Clapton varð súperstjarna og heims- frægðin féll honum i skaut. Cream, sem skipuö var auk Clapton þeim Jack Bruce og Ginger Baker, þurfti, einsog svo margar hljómsveitir sföar t.d. Zeppelin, aö hasla sér völl fyrst i Bandarikjunum til að komast inná markaðinn i heimalandi sinu, Bretlandi. Reyndar héldu þeir aö mestu til I Bandarikjun- um á þessum árum, þar sem sérhver plata sem þeir gáfu út seldist i yfir milljón eintökum. Clapton kom einnig mikiö fram sem gestur á hljómplötum ann- arra listamanna ss Mothers Of Invention og lék aðalgitarsólóið i laginu While My Guitar Gently Weeps á „Hvitu plötu” Bitl- anna. Blind Faith Cream kom i siðasta skipti opinberlega fram 26. nóvember 1968 i Royal Albert Hall i Lundúnum, en héldu sfðan i stú- dió og hljóðrituöu sina siöustu plötu, Goodbye, og kom út árið eftir. Þá höfðu Clapton og Baker stofnað súpergrúppuna Blind Faith ásamt Steve Winwood og Rich Grech. Þetta var á súper- grúppu-tímabilinu svokallaöa — Trúbrot er afsprengi þess — en þá beindist áhugi fólks að hverj- um einstaklingi fyrir sig, i stað- inn fyrir hljómsveitinni i heild. Blind Faith tók upp eina plötu, sem seldist strax i milljón ein- tökum, héldu 100.000 manna hljómleika i Hyde Park i London, fóru i mikla hljóm- leikareisu til Bandarikjanna og hættu siðan, aðeins nokkrum mánuöum eftir stofnun hljóm- sveitarinnar — tónlistaraðdá- endum til mikillar sorgar, þvi flestir eru sammála um að efni- legri hljómsveit hafi vart verið til. Sólóplata En þann stutta tima, sem Blind Faith starfaði var Eric Clapton ekki við eina fjölina felldur frekar en fyrri daginn. Hann kom fram á hljómleikum John Lennon & the Plastic Ono Band i Toronto, Kanada, og hóf samstarf sitt við Delaney & Bonnie sem staðið hefur til þessa dags, að visu með mis- munandi löngum hléum á milli. Asamt Delany & Bonnie, Leon Russell, Stephen Stills ofl. hljóö- ritaði Eric Clapton sina fyrstu sólóplötu 1970, auk þess sem hann aðstoðaði fyrrnefndu George Harrison við þeirra hljómplötugerð. Layla (Harrison) Sama ár stofnaöi Clapton hljómsveitina Derek & the Dominos og upp rann þaö skeið er flestir tekja hið blómlegasta á ferli hans. I desember kom út platan Layla, sem er meistara- stykki og var titillagiö tileiknað „konu besta vinar mins” — Patti (Boyd) Harrison, sem seinna yfirgaf bitilinn sinn og giftist Clapton. Gestur á plötunni var gitar- leikari Allman Brothers Band, Duane Allman, og er samleikur hans og Claptons einn af há- punktum rafmagnsgitarleiks fyrr og siðar. En Layla hlaut slæmar viötökur. Eiturlyf og flótti Eric Clapton tók það mjög nærri sér og er við bættist lát Duane Allman, dró hann sig 1 hlé og settist aö i Surrey. í kjöl- farið fylgdu tvö ömurleikaár og Clapton var langt leiddur af heróinneyslu. En hann átti góða vini ma.Peta Townsend i Who, sem reyndi allt hvaö hann gat til að lifga uppá Clapton. Towns- end stóð fyrir hljómleikum i London Rainbow Theatre I janúar 1973, sem áttu að boða endurkomu Claptons. Auk þeirra tveggja mynduöu hljóm- sveitina þeir Steve Winwood, Ron Wood og Jim Capaldi. En þrátt fyrir einvalalið, þóttu hljómleikarnir i meira lagi slappir og Clapton hvarf aftur af sjónarsviðinu. Aftur í slaginn Og það var ekki fyrren ’74, er Clapton varð ljóst að heróinið varað ganga af honum dauðum, að hann reif sig upp og leitaði lækninga. Og dag einn fannst honum hann aftur fær i flestan sjó, tók lest til London, gekk inná skrif- stofur Roberts Stigwood (Bee Gees ofl.) og tilkynnti honum að hann væri tilbúinn i slaginn aftur. Stigwood pantaði far fyrir Clapton til Florida, þar sem hann hljóðritaöi með góöum vinum, plötuna 461 Ocean Boulevard og var aftur kominn i fremstu viglfnu með lagi Bob Marleys, I Shot The Sheriff. Þetta var áriö 1974 og siðan hefur Eric Clapton verið iðinn við kolann og sent frá sér hvert meistarastykkið á fætur öðru — nú siðast plötuna Báckless. Clapton heldur enn tryggð við sina gömlu lærimeistara, Muddy Waters & co sem eru óumdeilanlega feður rokksins, en uppá siðkastiö hefur tónlist hans einkennst æ meir af áhrif- um þeirrar tónlistar sem á ræt- ur sinar að rekja til Suðurríkja U.S.A. sambr. J.J. Cale, Dire Straits o.fl.. Föstudagur 8. júní, 1979 —helgarpósturinrL. Texti: Páll Pálsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.