Helgarpósturinn - 06.07.1979, Page 5
5
—helgarpásturinn.
Lífið er heysáta
Frændi minn var einn af þess-
um mönnum sem ekki er hægt að
skrifa um að ráði. Þegar ég var
að teygja mig til þroska og fór
mest allt I að lengja skrokkinn,
var ég óefnilegt borgarbarn með
mölina á milli tánna. Frænda
þótti illa farið ef ekki yröi úr bætt
og tókmig til sfn I sveitina. Hann
hafði áður tekið strákaorma og
gert úr þeim menn. Eru nokkrir
til frásagnar: einn dollaraprins i
Ameriku, auk lista- og hesta-
manna hér heima. Frændi tók við
mér lúnum og morgunsvæfum
eftir veturinn á skólabekk og
kastaði mér umsvifalaust I mó-
gröf að kasta kögglum upp mann-
hæð. Hann hafði með mér um-
burðarlyndi þegar ég beygði mig
eftir heyfangi á sifóurtúni og
þurrkur en sofnaði niðri heyið
þrátt fyrir brakið I honum. Hann
gerði úr mér sláttumann á orf og
við slógum þrælaslátt um það er
lauk árum minum á hans vegum.
Ég man enn með virðingu þau
spor min á eftir hans og mér
fannstblóðogsviti i hverju þeirra
og beit hjá báðum. Þeir jaxlar,
san égbeit saman þá, þegar mér
þóttivistaðinæsta skáralíegiég
dauður, sprúnginn af mæði, eru
horfnir niðrl dall tannlæknis
mins. En ég man lika þegar hon-
um þótti vel gert og kallaði til
hvildar og við lágum I slægjunni
og hlógum að tilveri* guðs og
frændi dundaði við að kenna mér
að lesa á skýin og þekkja timann
með þvi að horfa til sólar. Hann
kenndi mér llka að þegja án þrúg-
unar. Siðan hef ég vel getað búið
með þögninni.
Athugasemdir frænda um lifið
voru einfaldar: Lifið er heysáta,
og ekki allir sammála honum.
Stundum, þegar eitthvað er aö
gerast eða hefur gerst, spyr ég
mig: Hvað hefði hann frændi
minn sagt? Hann bjó I þribýli og
var hvert þeirra menningar-
kjami. Það voru hljóðfæri á bæj-
unum, orgel nikka fiðla flott,
flauta gitar mannsbarkar, og svo
planó á heimsmælikvarða. Það
voru lika skáld á bæjunum og
sagnamenn ogdansfifl og safnast
saman á kvifldin i einni stofú, vik-
an aðendaoghétaðfara i Sollinn.
Þar leiddist engum og var brenni-
vto þó ekki á borðum en enginn
bindindismaður að ráði. Ef
slæddist flaska með gestum var
hún drukkin tóm um það er
spóinn söng hvaö daprast og
hrossagaukurinn datt ofan úr
himninum og hestarnir rásuðu i
girðingunni aö reka úr eyrum
varginn.
A þessa bæi sem voru nánast
sem einn bær, lögðu leið sina
heimsborgarar með konur i pels-
um þótt væri sumar. Lika heims-
söngvarar að taka i orfið snöggv-
ast, fá sér rabbarbara og aðal-
lega steik úr glerkrukkum og
taka svo lagið loksins i SoDinum
og þá hrukku við allir fuglar i
heiðinni, lömbin hlupu undir
mæður sinar oghænurnar á hlað-
inu stóðu á annarri löppinni.
Jafiivel fiskiflugan þagnaði.
Hvað gérði þá til þótt heimur-
inn hefði ekki mætt á konsert i
Róm 1 fýrradag eða hinn? Svona
Soll-konsertar eru aldrei siðan
haldnir nema i bókum. Það var
mikið rætt I Sollinum. Stundum
þegar gestir voru hjá frænda og
sátu fast og voru ekki sammála
en kannski þurrkur á morgun,
sagði gestgjafi úr kátum klið: Æ,
elskurnar minar, fariö nú að
fara!
Menn hlýddu án þess að móðg-
astog komu aftur næsta sumar að
klára úr glasinu eða bollanum,
klappa hundinum og halda áfram
að hlusta á frænda fullyrða aö
lifið væri heysáta.
— Er það virkilega, spurði
söngvari heimsins.
— Það er nú liklega og snýr i
norður-suður. Þetta siðasta til
min sem hafði gert mina fyrstu
lön þarna um árið og snéri i
aust-vestogþornaðialdred meðan
hún stóö.
— Næst syng ég á heysátu,
sagði heimssöngvarinn, ef ég er
ekki að fá mér molasopa á Wal-
dorf.
— Gerðu það og vertu sæll á
meðan, sagði frændi minn. Ég
skal senda hundinn. Með það fór
hann út á tún að gera eitthvaö.
Skömmu siöar elti ég hann að
gera eins.
Frændi minn öfundaði aldrei
nokkurn mann. Þegar dráttarvél
kom á næsta bæ var bónda bara
ekki of gott. Frændi varð aldrei
rikur af krónum heldur mann-
kostum. Um það er lauk sumrum
hafði hann gert mig baggatækan
og smiðað mér herðar að halda
uppi jökkum sem ég siöan hef
fengiðmér.Frændiminn var ekki
gefinn fyrir að ræöa hlutina til
lengdar. Lokaorðin lágu I þvi að
lifið væri heysáta. Lengsta sam-
tal átti hann við hest sem hann
átti, rauðan og sterkan og sér-
lundaðan nokkuö. Reddi hafði sett
frænda af sér niðri á Fit I glaöa
sólskini. I staö þess að ber ja hest-
inn hélt hann haus hans föstum og
sagði hug sinn allan og skoðun og
dró ekkert undan. Sté siöan á bak
og flengreið Redda upp alla
brekku f hlað, stöðvaði viö skúr-
inn og gekk snúðugt inn I bæ.
Hesturinn titraði lengi á eftir og
hafði ekki matarlyst fyrr en
frændi kom út, hvislaði einhverju
i eyra hans og klappaði á háls.
Ef hinsvegar fauk i frænda að
fullu, missti hann efri góminn
niður á þann neðri og var þá oft
erfitt að greina orðin á bak við.
Meiningin fór þó ekki framhjá
neinum. En þvi er ég að muna
hann frænda minn að þegar þetta
er hripað i minnisbók, er ég á
Grikklandi I örlitlu samfélagi, sit
á svölunum og það er fyrst núna
aðég heyriifólki.Éghéltlengi að
það ætti enginn heima hér, nema
við hjónin um stund. Það er hins-
vegar maður að rifast við konuna
sina I húsi hér á móti og ég sem
hélt aö þar sætu bara vofur á
kvöldin og segðu sögur af mönn-
um. Þaösem vekur furðu mi'na er
hvað langt þetta rifrildi er orðið.
Kannski var ætlun min i' upp-
hafi orða að fjalla um rifrildis-
kennd mannsins, en gleymdi ætl-
an minni og fór i ógöngur. En
þegar á allt er litiö, getur maöur
orðiö dálitið hlessa á þvi hvað um
er rifist. Dögum saman hlaupa
viðþolslausir menn upp til handa
og fóta og skrifa blöðum eða
hringja til að segja álit sitt á til-
verunni eða bera upp undarleg-
ustu spurningar. Til dæmis hvort
hann Pétur þulur sé betri þulur
eða verrien hann Jón Múli þulur.
Hvortsjónvarpið sé gott eða vont
og hvort eigi að banna það börn-
um. Hvort strætisvagnabilstjórar
séu óhræsi sem vilji ekki farþega
og hvort löggan sé ræksni. Hvort
eigi að rifa Berhöftstorfuna og
hvort þaö sé samtökum hennar að
kenna hvernig Reykjavik litur út i
dag. Hvort rikisstjórnin ráði
nokkuð við þetta fremur en allar
hinar rikisstjórnirnar, sem réðu
sko ekki við neitt. Hvort Ólafur
gagnrýnir Jónsson sé meiri asni
en annar og hvort hann hafi ekki
smekk fyrir róttæk leikrit, hvort
fréttamenn útvarps séu góðir
fréttamenn eða fifl. Hvort fjand-
inn sé yfirleitt á meðal vor, hvort
Freq)ortarar séu baggi á þjóð-
inni, hvort Loftleiðaflugmenn
elski Flugfélagsflugmenn, hvort
Fjalakötturinn eigi aö fara eða
vera og hvurn andskotann eig-
andinn sé að jarma, hvað honum
komi þetta hús eiginlega við? Svo
er hvislaö eða hrópað um kyn-
þáttahatur. Ef maður er á móti
þvl að hleypa Vietnömum inn I
landið, er hann fasisti eða nasisti
eöa bara sadisti. Jafnvel þótt
maðurinn vildi ekki þetta fólk
vegna þess að hann óttast um
framhaklið.
Mitt I öllum „hvirfilbyljum
ástriönanna” heldur lifið áfram
að vera bara heysáta og sannar
þar með að lifið er ekki tómur
saltfiskur, en þvl hefur verið
haldið fram lengi. Það er rifist
um miöbæinn: hann hafi þeir
myrt og nú sé veriö að reyna að
koma lifinu fyrir á bekkjum og
sjáist hvergi I grænt. Eitt mynd-
verk stendur þar, þeir þora ekki
að hafa þar fleiri fyrir geðveiku
fólki og fyllibyttum sem mega
ekkert heilt sjá.
Svo sé hægt að gera góð kaup —
stundum -1 happdrættismiðum úr
vonarbilum. Allt þetta lif sem er
komið I annars dáið stræti, hefði
sannfært hann frænda minn enn-
betur, að lifið er heysáta. Bráð-
um, segja svartsýnir, verður
poppfólk komið l eins buxur og
svo þröngar að eistun detta af
strákum. Hvaö gerir það til?
Hver hefur með eistu aö gera á
heysátu?
Og nú til dáða: upp upp mi'n sál
og allt það. Andlegir sorphaugar
heitir það, eru opnir. NU er sko
hægt að hægja sér. Rifist, élsk-
urnar minar, endilega ef þið vilj-
ið.
’Lifið er samt heysáta. Hann
frændi minn sagöi það.
Helgi Sæmundsson — Hrafn Gunnlaugsson — Jónas Jónasson —
Páll Heiðar Jónsson — Pétur Gunnarsson — Steinunn
Sigurðar dóttir — Þráinn Bertelsson
hringbordid
t dag skrifar Jónas Jónasson
r — —
Þorvaldar Olafssonar hf.9
Iðavöllum 6 Keflavik, simi 92-3320
Orðsending til GM-
bifreiðaeigenda
Bifreiðaverkstæði okkar að Höfðabakka 9
verður lokað vegna sumarleyfa dagana
16. júli til 13. ágúst.
Bifreiðaeigendur eru beðnir velvirðingar
á þeim óþægindum, sem þetta kann að
valda þeim. Þó munu nokkrir viðgerðar-
menn sinna brýnustu þörfum á verkstæð-
inu á þessu timabili.
SAMBANDIÐ VÉLADEILD
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
HÖFÐABAKKA 9 Simar Vetkst 85539 Verzl 84245 84710
Auglýsingasími
Helgarpóstsins
8-18-66