Helgarpósturinn - 06.07.1979, Síða 24

Helgarpósturinn - 06.07.1979, Síða 24
—helgarposturinn—jFostudagur 6. jún 1979 0 Þaö bar viö nýlega að gamajl árgangur úr Samvinnuskólanum hugöist koma saman, rifja upp góöar minningar, gá hvaö hefur oröiö af hverjum, hver er giftur hverjum, skilinn við hvern eöa ekki genginn út. Þetta er sem kunnugt er algengt hjá gömlum skólafélögum. Nú brá svo viö aö salur sá sem fenginn haföi verið á einu hótela höfuöborgarinnar til þess að hýsa samkomuna var ekki til reiðu þegar til átti aö taka. Fólkið mætt prúðbúið i há- tiðarskapi en ekkert húsaskjól. Góö ráö dýr. Þá vill svo vel til aö eiginmaður eins af Samvinnu- skólanemendum er Tómas Arna- son, fjármálaráöh. Tómas bregö- ur víö skjótt og fyrr en varir er samkvæmiö komið i fullan gang i samkomusal einum sem er i gamla rúgbrauösgerðarhúsinu aö Borgartúni 6. Mun þar allt hafa fariö vel fram og góður gleðskap- ur. Helgarpóstinum lék forvitni á aö komast að þvi hvaða töfra- brögðum ráðherra beitti til að finna þennan samkomusal. Hringt var i Borgartún 6. Þar er nú til húsa Lyfjaafgreiösla rikis- ins. Þau svör fengust að þarna væri jú samkomusalur, en viö yröum aö spyrja fjármálaráðu- neytiö um hann. Við hringdum i fjármálaráðuneytið. Þar var okkur sagt aö tala við ákveöinn mann hjá Lyfjaafgreiöslunni. Þegar viö töluöum viö þennan ákveöna mann hjá Lyfjaaf- greiðslunni sagöi hann að fjár- málaráöuneytiö væri alfariö meö þennan sal á sinum snærum. Viö sögöum aö fjármálaráöuneytiö heföi visaö á hann. Við værum aö velta þvi fyrir okkur hvort unnt væri aö fá hann leigðán fyrir samkomu gamals skólaárgangs. Maöurinn sagöi aö þaö væri nú ekki hægt. Salurinn væri notaöur fyrir fundi á daginn, og ef hann væri notaður fyrir samkvæmi á kvöldin þá þyrftu þau aö vera á vegum fjármálaráöuneytisins. Við þökkuöum pent. Svona er gott aö vera af góöum árgangi... 9 Senn dregur aö þvi að Pétur sjóliösforingi Sigurðsson, for- stjóri Landhelgisgæslunnar láti af störfum. Einkum eru tvö nöfn nefnd lfkleg þegar til stjórnar- skipta kemur. Bæöi eru þau nöfn alkunnra skipherra Gæslunnar, þeirra Guömundar Kjærnestedog Þrastar Sigtryggssonar ... 9 Mikil taugaveiklun mun hafa gripiö um sig i utanrikisráöuneyt- inu og dómsmálaráðuneytinu vegna þeirrar ákvöröunar utan- rikisráöherra að gefa hermönn- um á Keflavikurflugvelli fullt feröafrelsi i fritima þeirra. Um siöustu helgi var mjög mikil á- sókn frá dátunum i skemmtistaöi borgarinnar. Diskótekin voru þéttsetin af Amerikönum og var þó troöningurinn mikill fyrir. Einhverjar erjur urðu á milli Bandarikjamannanna og inn- lendra og varö lögreglan að sker- ast i leikinn. Nú hefur eftirlit lögreglunnar meö skemmtistööunum veriö hert. Mun alls 8 manna hópur, 4 Islendingar og 4 bandariskir her- lögreglumenn, fara um dansstaöi borgarinnar i tveimur liöum og hafa eftirlit meö dátunum og á- standinu yfirleitt. Þá kom beiöni frá dómsmálaráöuneytinu á þriöjudag til lögreglustjórans i Reykjavik, þess eí'nis aö tveir borgaralega klæddir lögreglu- menn yröu haföir inni á hverjum dansstaö. Færu um staðinn eins og hverjir aðrir gestir, en ættu aö fylgjast meö og varna þvi aö ill- deilur yrðu á milli innfæddra og hermanna. Þá mun ráöuneytiö og hafa óttast aö Samtök herstöðva- andstæöinga brygöu á leik. Ann- aöhvort með einhverjum beinum aögeröum, eöa meö þvi aö stofna til illinda. Lögreglumenn eru þvi haföir i viöbragösstööu. Má búast við þvi aö lögreglumönnum verði enn fjölgað á skemmtistööum nú um helgina — þá i leynilögreglubún- ingum. Góö búbót fyrir lögregl- una... 9 Nú hefur Björn Teitsson verið skipaður skólameistari Mennta- skólans á Isafirði. Einhverjir heföu haldið aö yfirlýstur fram- sóknarmaður ætti ekki svo auö- veldan aögang aö starfi sem Al- þýöubandalagsmenn höfðu á valdi sér. Enda mun töluvert hafa gengiö á skömmu áöur en veiting- in fór fram, og hermir sagan að Kjartan ólafsson, þingmaöur Al- þýðubandalagsins i Vestfjaröa- kjördæmi, hafi leitaö logandi ljósi aö heppilegum manni úr slnum rööum en ekki fundið neinn. Þess vegna varö þaö úr aö strangt hæfileikamat var látiö ráöa hver hlyti hnossiö. Engu að siöur þykir mörgum nú öldin önnur hjá Al- þýðubandalaginu en forvera þess flokks, þegar Brynjólfur Bjarna- son sat í sæti þvi sem Ragnar Arnalds vermir nú, þvi aö þá voru sósialistar ekki i vandræðum með að finna menn i réttar stööur... 0 Norðmenn fóru burt i fússi, var sagt eftir Jan Mayen-viðræð- urnar i Reykjavik, og menn hafa veriö að velta þvi fyrir sér hvaö hleypti þeim svo upp. Ein sagan segir þab hafi verið þeir ólafur Ragnar Grimsson.sem hefi verið fulltrúi þjóðernisrembingsins i is- lensku viöræðunefndinni, og Ey- jólfur Konráö Jónsson, sem hafi veriö fulltrúi islenskra heims- valdasinna, sem vilja slá eign Is- lands á Jan Mayen. Sumum samnefndarmanna þeirra mun hafa þótt nóg um hversu herskáir þeir félagar voru, sérstaklega þó Ólafur og á einn þeirra aö hafa sagt eftir ab Norðmennirnir voru farnir: „Skollinn, hann óli gris — það ætti að steikja hann i beikon.” Gárungarnir vorufljótir aö henda þessi ummæli á lofti og nú er sagt aö Eykon og Beikonhafi sprengt viðræöurnar... % Nú er búið að ákveða að leyfa veiðar i sumar á um 35 þúsund tonnum sildar. Þetta er sagður mátulegur skammtur handa um 25 skipum til aö áhafnarmenn fái alveg sæmilegan hlut. Hins vegar er öllum skipum heimilt að stunda þessar veiðar, með ein- hverjum léttvægum undantekn- ingum þó, svo aö menn eiga allt eins von á þvi aö um 150 skip muni gera út á sildina. Þessi skip fá öll oliustyrk og er sagt aö eins hag- kvæmt sé að greiða oliustyrkin beint i hlut til 125 skipanna og að láta þau stunda veiðarnar... 9 Það þarf harögerðar konur til aö standa I pólitik. Sjöfn Sigur- björnsdóttir hefur löngum þótt rekast illa i sinum borgarstjórn- arflokki, og nú siðast á mánudag á hún aö hafa hindrað að gengið væri til undirskriftar samkomu- lags um sameiginlegt raforku- kerfi fyrir allt landiö. Sigurjón Pétursson hefur heyrst kvarta undan þvi aö Guðrún Helgadóttir sé sams konar „vandræöageml- ingur” i hans flokki og Sjöfn er i sinum. Hins vegar verður ekki vart verulegrar samstööu hjá þessum „pólitikum” (ath, kven- kyn af orðinu pólitikus), þvi að þær Sjöfn og Guörún elda stööugt grátt silfur saman. Svipaöa sögu kunna þingmenn að segja af þeim stöllum Svövu Jakobsdóttur og Ragnhildi Helgadóttur og nú siö- ast munu þær hafa barist af heift um formannssætiö i einni nefnd Norðurlandaráös og með sliku baktjaldamakki og undirróöri, að „við þessir meö tippin erum eins og bláeygö börn i samanburöi,” er haft eftir einum þingmannin- um, sem þannig er útbúinn frá náttúrunnar hendi... 9 Þeir hjá Alþingi eru stundum seinheppnir. Vinnuaöstööu þing- manna hafa um langt skeiö veriö settar þröngar skoröur, svo aö stundum hafa 2-3 þingmenn verið um herbergi út i Þórshamri og Skjaldbreiö gömlu. En nú átti úr að rætast, þvi að Alþingi hefur keypt gamla Verslunarmannafé- lagshúsiö i Vonarstræti og hafa staðiö þar yfir um skeið umtals- verðarbreytingar innanhúss. Þannig háttar hins vegar til i hús- inu, að á efstu hæöinni býr maður að nafni Þorgeir Þorgeirsson, kvikmyndagerðarmaöur. Nú þurfti aö leiða rafmagn aö nýju i húsiö og það var ekki gert nema aögangur fengist að ibúð Þor- geirs. Friöjón Sigurðsson skrif- stofustjóri Alþingis kom þá aö máli við Þorgeir og kvaöst vildu gera viö hann eins konar „heiöursmanna” samkomulag — Alþingi fengi að þræöa rafmagn- ið gegn þvi aö Þorgeir fengi aö sitja i ibúbinni eitthvaö lengur. Þorgeir tók þessu ekki óliklega og rafmagniö var þrætt i. Þorgeir leit þá ismeygilega á skrifstofu- stjórann, dró úr pússi sinu viröu- legt þingskjal og mælti: Þvi miö- ur, herra skrifstofustjóri, en ég er hérna meö nýsamþykkt Húsa- leigulög, þar sem stendur að upp- sagnarfrestur skuli vera eitt ár. Þorgeir situr þannig enn i ibúö- inni viö Vonarstræti, og Alþingi er enn á hrakhólum meö húsnæöi fyrir þingmennina en þeim til huggunar skal upplýst að Þorgeir mun ekki nýta uppsagnarfrestinn að fullu, þvi að þó hann gæti það, þá vill hann það ekki. „Ég bý ekki með öðrum dýrategundum>” sagði nefnilega nefndur Þorgeir i samtali viö Helgarpóstinn... 9 Helgarpósturinn reyndist sannspár snemma á ferli sinum þegar hann hélt þvi fram að Jón Skaftason myndi hreppa borgar- fógetaembættið i Reykjavik. Nú mun vera frá þvi gengið að hann hljóti stöðuna og það tilkynnt næstu daga... 9 Vilmundur Gylfason herjar nú ósleitilega á Hæstarétt tslands og i framhaldi af þvi á alla lög- mannastéttina — allt út af þvi aö Hæstiréttur hefur ekki viljað tjá skoöun sina á leiöaraskrifum Timans um aö Vilmundur hafi haft áhrif á hæstarétt á sinum tima þegar þrir saklausir menn sátu i gæsluvaröhaldi út af Geir- finnsmálinu. Lögspekingarnir hafa upp úr þessu verið aö velta þvi fyrir sér hvaö geröist ef þaö dytti nú i Vilmund aö höföa mál á hendur Timanum, málið færi fyrir hæstarétt, sem þegar væri búinn aö lýsa afstööu sinni til leið- arans. Siölaust, ekki satt? Við bendum hins vegar Vilmundi hér meö á leib til að fá afstööu hæsta- réttar i málinu... 9 öðru hverju berast inn á borð til okkar kviðlingar sem alltaf eru vei þegnir. Hér er einn um oliuna og er eignuð Sigurjóni Jónssyni: Þá gersku vill ei Gestsson styggja né gróðann skeröa um rúblu par. Olian skal áfram tryggja s þeim allaböllum gjafirnar.. (Allaballi: Alþýöubandalags- maður). ©Kristinn Finnbogason er stór- tækur þessa dagana. Hann er ný- búinn að kaupa sig inn i tscargo og tryggja sér þar forstjórastól- inn og nú munu á lokastigi samn- ingar um aö hann og fleiri kaupi Flugfélagið Vængi. Hinn raun- verulegi peningamaður á bak viö Kristin i þessum fjárfestingum öllum er sagður Pétur Axel Jóns- son... 9Starfsmenn Flugleiöa eru allt annað en hressir með allar upp- sagnirnar innan félagsins, en þaö mun ekki hafa bætt skaða þeirra aö á sama tima og 200 manns er sagt upp spyrst út aö tveir nýir menn hafi verið ráönir, sonur Alfreös Eliassonar aö viðhalds- deild félagsins og systursonur Siguröar Helgasonar sem stöðvarstjóri i Baltimore...

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.