Helgarpósturinn - 13.07.1979, Síða 3

Helgarpósturinn - 13.07.1979, Síða 3
__he/gsrposturínrL. fös\udagur 13. júii 1979 2. Laxá i Leirársveit. Veiðifé- lagiB. 3. Grimsá i Lundareykjadal. StangaveiBifélag Reykjavikur og veiBifélagiB. 4. Þverá. Helming Þverár sem nefnist Kjarrá hafa á leigu, Sigmar Björnsson og Sviss- neskur maBur aB nafni Rolf Polentarutte. Munu þaB vera aBallega iltlendingar sem veiBa i þessum hluta árinnar, en hinn hluta Þverár leigir veiBifélagiB út. 5. Noröurá. Stangaveiðifélag Reykjavikur. 6. Langá. Veiðifélagið á staBn- um. 7. Hitará. Óljöst, en þó mun Oddur Helgason Rvik. hafa eitthvaB með ána að gera i sumar. 8. H aff jarðará. Einhver ætt- menni Thors Jensen munu leigja ána. Óttar Yngvason lögfræöingur Reykjavik, er þeirra umboðsaöili. 9. Straumfjaröará.Leigutaki er Valdimar Sigurðsson lög- regluþjónn i Reykjavik. 10. Laxá i Dalasýslu. Tveir er- lendir auðmenn, Kendall for- stjóri Pepsi-cola og Dodd for- stjóri gosdrykkjaglerverk- smiðju hafa ána á leigu og hafa haft siBustu sex árin. ís- lendingar fá ekki að veiða i ánni. 11. Miðfjarðará. Veiöifélagið. 12. Víðidalsá. Ingimundur Sigfús- son forstjóri Heklu og einn aðaleigandi dagblaðsins Visis ásamt nokkrum aðilum öðrum leigir ána. 13. Vatnsdalsá.Þeir sömu og hér að ofan. Ingimundur Sigfús- son og co. 14. Laxá I S.-Þingeyjarsýslu. Landeigendur eða veiðifélag þeirra selur veiðileyfin. 15. Deildará-Hölkná. Guðjón Styrkársson lögfræðingur og umsvifamikill fjármálamaður Reykjavik. 16. Hafralónsá. Guðjón Styrkárs- son lögfræðingur. 17. Stóra-Laxá. Stangaveiðifélag Reykjavikur. 18. Sogið.Ainerleigðút ipörtum. Stangaveiðifélag Reykjavikur hefur hluta árinnar á leigu og ýmsir aðra hluta. 19. Haukadalsá. Svisslendingur að nafni Ralph Poppler mun hafa leigt a.m.k. mestanhluta árinnar. Aðallega útlendingar sem þar veiða. Þessi lestur sýnir ljóslega að ýmsir fjársterkir aðilar, innlend- ir sem útlendir hafa tekið ýmsar bestu ár landsins á leigu. Spurn- ingin er i hvaða skyni. Ljóst er að þessir menn sjálfir, fjölskylda þeirra, vinir og aðrir velunnarar ná aldrei að nýta ána til fullnustu og þvi selja þesslr aðilar aögang að ánni til lengri eða skemmri tima. Útlendingar virðast vinsæl- ir kúnnar i þessum bestu ám. 1 sex ám, af þeim 19 sem hér að ofan voru nefndar, eru veiðidagar útlendinga fleiri en Islendinga. Tillögur hafakomið fram bæði i aðalfundarsamþykkt Landssam- bands stangaveiðifélaga og viðar um að íslendingum verði tryggð- ur forgangur að ám i landinu og I framhaldi af þvi bar sfðan Arni Gunnarsson alþingism aður ásamt fleirum fram á þingi til- lögu um að lagt yrði sérstakt gjald á veiðileyfi til útlendinga en tillaga þessi náði ekki fram að ganga. Svipaða tillögu gerði einn nefndarmanna i nefnd landbún- aðarráðhera, sem skipuð var til að kanna þetta mál. „Verð veiðileyfa ekki of hátt” En ekki eru allir á þessari skoð- un. Helgarpósturinn hafði sam- band við Þorstein Þorsteinsson bónda á Skálpastöðum i Lundar- reykjadal, en Þorsteinn er for- maður Landssambands veiðife'- laga (félag veiðkréttareigenda). Hann sagði að ljóst væri að innan- landsmarkaðurværiof litill til að nýta árnar til fullnustu. Framboð veiðileyfa leyíði vel veiöar útlend inga hér á landi. Ef eftirspurnin minnkaði þá þýddi það lækkandi verð veiðileyfa, en þessi áhugi út- lendinga gerði það að verkum að verðið yrði stöðugt. Verð veiði- leyfa væri i dag ekki of hátt, t.d. ef miðað væri við aflaverðmæti. Hefði það til að mynda ekki fylgt verðbólguþróun siðustu ára. Samkvæmt upplýsingum frá margnefndri nefnd landbúnaðar- ráðherra, kemur i ljós, að verð veiðileyfa samkvæmt gjaldskrá Stangaveiðifélags Reykjavikur hefúr ekki náð að fylgja bygging- arvisitölu frá árinu 1972. Bygg- ingarvisitalanhefur stigið nokkru hraðar á milli ára, en hækkun á veröi veiðileyfa. Hins vegar er ljóst að veiðileyfi eru mjög mishá eftir ám og sum- ar ár það dýrar, aö eingöngu vel stæðir einstaklingargeta leyft sér þann munað að veiöa þar lax. Ekki vildi Þorsteinn Þorsteins- son viðurkenna það aðspurður, að hátt verð á veiðileyfum gerði það að verkum aðþað væri ekki á færi annarra en þeirra sem há hafa launin, að fara i lax. Hann sagði: „Ég get ekki fallist á þetta sjónarmið. Égveitgjörla hverjir það eru sem stunda laxveiðar og það eru þegar á heildina er litiö ekki neinir svokallaðir auðmenn. Þar má t.d. sjá blaðamenn og ekki munu þeir teljast til auö- manna, er það? Þá eru þar menn úr hinum ólikustu starfsstéttum, svo sem leigubilstjórar og sjó- menn, svo einhverjir séu nefnd- ir.” En hvaða upphæðir er verið að ræða um þegar menn ætla i lax. Fyrst veröur að átta sig á þvi i hvers konar á, er verið að fara. Islenskar laxveiðiár eru flokkað- ar á þrjá vegu.Er þarum að ræða gæöamat. I 1. flokki eru 30 ár, sem hafa alhliða veiðimöguleika, nokkuð öruggt vatn og minnst 1,5 laxa meðalveiði á hvern notaðan veiðidag. Nýting þessara 1. flokks áa er mjög góð, nánast full bókað nema vel stæðan mann að kaupa þar leyfi. Loks spurði Helgarpósturinn hvort sama verð gilti fyrir Islend- inga og útlendina. ,,Það er dálitið öðruvisi með útlendingana. ís- lendingar koma bara þarna upp- eftir á sinum bilum og veiða án allrar hjálpar. Útlendingarnir fá hins vegar gjarnan með sér leið- sögumenn. Stundum er lika ferðin seld sem einn pakki og er þá allt innifalið. Veiðileyfið, fæði, gisting og leiðsögumaöur, auk ferðalaga til og frá Reykjavik. Þessir pakk- ar seljast til útlendinga og er verö þeirra, svona frá 330 dollurum a dag upp i 360-370 dollara.” Varðandi gjaldeyrisskilin. „Við höfum hreinan skjöld i þvi máli og skilum þeim gjaldeyri sem okkur berst i hendur til gjaldeyr- iseftirlitsins.” Pepsi-cola forstjórinn borgar 26 milljónir „Það eru Bandarikjamenn sem hafa haft ána á leigu siðustu sex árin. Þaðeru tveir menn, Kendali forstjóri Pepsi Cola verksmiðj- anna og Dodd forstjóri Owen verksmiðjanna i Illinois, en þær verksmiðjur framleiða gos- drykkjagler m.a. fyrir Coke og Pepsi,” sagði Jóhann Sæmunds- son I Búðardal einn veiðiréttar- eiganda i Laxá i Dölum. Það eru 27 aöilar sem hafa veiðiréttinn i Laxá og er eigna- réttur þeirra frá 1 og 1/2 prósenti upp i 10 prósent. I ánni eru leyfðar 7 stangir og sagði Jóhann að nýt- ingin væri misjöfn. Venjulegast kæmu þessir Bandarikjamenn ekki til veiða fyrr en 1. júli en mættu hefja veiðar 20. júni. Hins vegar gengi laxinn fremur seint i ánna, svo þetta væri ekki óeðli- legt. Það væru aðallega starfs og velunnarar þessara tveggja fyrr- nefndu fyrirtækja sem veiddu i ánni. Að sögn Jóhanns heföi áin fyrst verið leigð Bandarikjamönnum I eitt ár, þvi næst i tvö og siðast nú i þrjú ár og væri leigutiminn út- runninn i haust og engin ákvörðun verið tekin um framhald. „Við höfum leigt ánna fyrir ákveðna tölu I dollurum og sam- svarar sú tala 26 millj ónum islenskra króna miðað viö núverandi gengi. Inni i þessu er innifalið fæði og húsnæði, en ekki leiðsögn. Aðspurður um gjaldeyrisskil af þessari leiguupphæð sagði Jó- hannes að þeir hefðu haft þann háttinn á að leigja ána og mest- alla þjónustu og þar af leiðndi færi þessi upphæö beint til gjald- eyrisdeildar þar sem henni væri skipt i islenska peninga. allt sumarið og þar eru útlendir veiðimenn hvað fjölmennastir og veiða helst ekki i neðri gæða- flokkum, sem eru 2. flokkur og 3. flokkur. Almenn nýting áa i 2. og 3.fk>kkierumun slakari en gerist i 1. flokki. Óseld veiöileyfi i 1. flokki voru árið 1978, 4,5% , i 2. flokki, 7% og i 3. flokki 18%. En aftur að verðinu. Samkvæmt upplýsingum for- manns Félags veiðifélaga munu brúttótekjur veiðifélaga þegar á er leigð til leigutaka, vera um 3 milljónir á stöng yfir sumarið i 1. flokks ám. Þessi tala er fundin með þvi að taka nokkrar ár út úr og finna meðaltalsverð þeirra. Þetta getur þó ekki talist almennt meðaltal áa i 1. flokki. Sambæri- leg tala fyrir 2. flokkinn er tæp 1 milljón. 70 milljónir fyrir 7 stanga á Hverjar skyldu siðan vera brúttótekjur leigutaka, sem leigja ána út i skamman tima i einu, oft til útlendinga. Þorsteinn á Skálpastöðum taldi að meðalverð á stöngina i eina viku i 1. flokks ám, væri i kringum 2500 til 2790 dollarar (865-934 þúsund islensk- ar krdnur). Ef þetta er fram- reiknað, þá virðast leigutakar ná inn útlögðum kostnaði til veiði- réttareigenda með þriggja vikna leigu tii sinna kúnna. Ef þessum hugleiðingum erhaldiö áfram þá fá leigutakar i brúttótekjur af t.d. 7 stanga á miðað við 3ja mánaða timabil, um 79 milljónir króna. Það skal tekið fram að hér er um brúttótekjur að ræða. Landssamband veiðifélaga hef- ur undir forystu Þorsteins Þor- steinssonar reiknaö út heildar gjaldeyristekjur af veiðum út- lendinga hér við land. Þo rsteinn tjáði sig um það mál i samtali viö Helgarpóstinn. „Aætlaðar gjaldeyristekjur af komu erlendra laxveiðimanna hingað til lands eru um 1.1 millj- arður króna. Aftur á móti er talið að brúttótekjur af laxveiðum hér viðland séu um 1.6 miiljón. Þá er vitað að útlendingar nýta 16% af öllum seldum veiðileyfum i 1.2. og 3. flokks laxveiðiám. Hins ber þó að gæta að flestir útlendinganna veiða i 1. flokks laxveiðiám, þar sem kostnaöur er hvaö mestur.” Þorsteinn sagði aöspurður að innifalið i þessari upphæð, 1.1 milljaröi væru veiðileyfi, þar sem oftast væri innifalið fæði oghús- næði á veiöistað og leiðsögn. Þá værueinnigreiknaðarferðirtil og frá landinu, ferðir innanlands til ogfrá veiðistað, hótelkostnaður i borginni og áætluð einkaneysla. Þessi sundurliðun Landssam- bands veiöifélaga litur þanig út: Veiðileyfi + veiðihús + leiðsögn: 560 milljónir. Hótelkostnaður: 70 miiljónir. Ferðir innanlands: 56 milljónir. Flugferðir til og frá landinu: 150 milljónir. Varlega áætluð einkaneysla: 150 milljónir. Þetta gerir samanlagt 996 milijónir, en frá þvi að þessi áætl- un var gerð i april siðastliðnum hafa nokkrar gengisbreytingar orðið og þvi er talan 1.1 milljarð- ur ekki f jarri lagi. Þorsteinn sagði að þessar tölur hefðu verið fundnar með þvi að framreikna tölur siðasta árs. Breytingar hefðu orðið litlar frá þvi i fyrra og ættu þvi skekkjur að vera óverulegar. Hann bætti þvi við að þeir heföu gert itarlegar rannsóknir á þessum þáttum málsins, t.d. hvað varöar hótel- kostnað og ferðakostnað og tölurnar þvi raunhæfar. Hvað einkaneyslunni viövéki, þá væri sú tala mjög varlega áætluð og vafalaust eitthvað hærri en þeir gæfu upp. Þá vaknar spurningin. Hvað skyldi verða um gjaldeyrinn sem kemur inn i landið með þessum laxveiðimönnum? Ýmsir hafa haldið þvi fram að leigutakar skiluðu ekki öllum þeim gjaldeyri sem kæmi I þeirra hendur. Helg- arpósturinn spurði Þorstein á Skálpastöðum um þetta atriði. Hann svaraði þvi til, að lang- stærsti hluti gjaldeyrisins skilaði sér til rikisins eins og lög gerðu ' ráð fyrir. Þó væri vafalaust eitt- hvað um frávik. Samkvæmt lögum munu allir þeir sem þiggja gjaldeyri vegnaþjónustu við erlenda feröa- menn, vera skyldugir til að skila honum til gjaldeyriseftirlitsins og fá skipt yfir i islenska peninga. Það er ekki heimilt að leggja þá inn á gjaldeyrisreikning eða nýta þá á annan hátt. Heigarpósturinn hafði sam- band við Svein Sveinsson hjá gjaldeyriseftirliti Seðlabankans og spurði hver gjaldeyrisskilin vegna veiða erlendra laxveiöi- manna hefðu verið á siðasta ári. „Arið 1978 voru gjaldeyrisskilin um 320 milljónir króna. Er þar aðeins um að ræða þær greiðslur sem þessir útlendingar inntu af hendi gagnvart leigjendum eða eigendum laxveiðiáa, þ.e. upp- hæð veiðileyfa og vegna ýmissar þjónustu i tengslum við það. Hótelkostnaður t.d. og ferðalög þessara manna koma ekki inn i þetta dæmi.” Telurðuað góð skil séu gerð a þeim gjaldeyri sem i umferð er á þessum vettvangi?, var næsta spurning Helgarpóstsins.^ „Við geröum á þessu nákvæma athugun árið 1977 og hún leiddi i ljós að nokkuð góðskilhöfðu verið gerð. Við skoðuðum alla veiði- samninga og bárum saman við gjaldeyrisskilin og útkoman var góð fyrir þessa aðila. Það er meira og minna unnið að þessum málum hjá gjaldeyriseftirlitinu og strangt eftirlit haft meö þvi aö reglur séu haldnar.” Niðurstöður nefndar landbúnaö arráðherra, sem áður er vikið aö voru hins vegar i fæstum orðum þær, að innanlandsmarkaöurinn væri hinn tryggasti og nærtæk- asti, og forðast skyldi að beina heilum ám á leigu til útlendinga og dreifa veiðileyfakaupum þeirra betur yfir allan veiðitim- ann, m.a. með þvl að draga úr veiðileyfaframboði erlendis um hásumarið. Nú er hins vegar eftir að sjá hvort eftir þessu verður farið. eftir Guðmund Árna Stefánsson Nýtt útibú á Svalbarðseyri Samvinnubankinn hefur yfirtekið starfssemi Sparisjóðs Svalbarðsstrandar og Innlánsdeildar Kaupfélags Svalbarðseyrar og opnað nýtt útibú á Svalbarðseyri. Útibúið mun annast öll almenn bankaviðskipti og trygginga- þjónustu fyrir Samvinnutryggingar og Líftryggingarfélagið Andvöku. Afgreiðslutími: Mánud. - föstud. kl. 9.15 - 12.00 og 13.00 - 16.00. □□□□□□□□PD Sanwiniuibankiiui — 1 ■ -"-+rrfr □Oi=3 Samvinnubankinn útibú Svalbarðseyri. sími 96-21338.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.