Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 13.07.1979, Qupperneq 4

Helgarpósturinn - 13.07.1979, Qupperneq 4
NAFN: Jón Skaftason FÆÐINGARDAGUR: 25. nóvember 1926 ATVINNA: Deildarstjóri í viðskiptaráðuneytinu og mun fljótlega taka við stöðu yfirborgarfógeta FJÖLSKYLDUHAGIR: Á fjögur börn. Eiginkona, Hólmfríður Gestsdóttir BIFREIÐ: Toyota Cassida árg. 78 ÁHUGAMÁL: Klassísk tónlist, knattspyrna, ferðalög og lestur góðra bókmennta Flokksbræðralagið spillti ekki fyrir Hvers vegna sóttir þú um starf yfirborgarfógeta? Jón Skaftason hcfur veriö skipaóur yfirborgarfógeti i Reykjavik, og hefur sú embættisveiting 'oröiö injög umdeild. Steingrimur Hermannsson gekk þar með framhjá ýmsum gamalreyndum embættismönnum og valdi Jón, gamian flokksbróöur — sem á að vlsu iangt starf aö baki sein þingmaður en hefur litla reynslu innan dóms- og réttarkerfisins. Þessi stööuveiting táknar einnig að Jón Skaftason er á leið út úr pólitíkinni og veröur ekki framar i framboöi fyrir flokk sinn I Reykjaneskjördæmi. Um þetta fjallar Yfirhej'rslan i dag; „Ég sótti um starf yfirborgar- fógeta af þvl aö ég taldi embætt- ið áhugavert oe UDnfvllti öll lagaskilyröi. Attir þú von á þvi að fá em- bættið? „Þegar ég sótti um hafði ég enga vissu um það.” Þrýstir þú á rétta staði til aö veitinguna? „Ég þrýsti alls ekki á. Ég get upplýst, að ég átti eitt viðtal við dómsmálaráðherra áður en ég sendi inn umsóknina og mjög fljótlega á eftir fór ég i þriggja vikna frí til Bulgariu.” Hvers vegna helduröu aö þú hafir verið valinn? „Nú, um það get ég náttúr- lega ekkert fullyrt. Ég aðeins visa til þess sem dómsmálaráð- herra hefur sagt i viðtali viö annaö siðdegisblaðið. Hannseg- ir þar, aö það þurfi að gera veigamiklar breytingar á em- bættinu oghann hafi talið mann utan embættisins, rétta mann- inn til aðstanda að þeim breyt- ingum. Ég get i þvi sambandi til frek- ari áherslu lesið upp skipunar- bréf mitt, undirritað af dóms- málaráðherra og Baldri Möller ráðuneytisstjóra. Þar segir svo: „Með skirskotun til viðtals og jafnframt þvi, að þér, herra deildarstjóri, eruð skipaður yfirborgarfógeti i Reykjavik, vill ráðuneytið vekja athygli á eftírfarandi: I ráði er að breyta gjaldskíá fyrir uppboöshaldara i sam- ræmi ogtengslum við hliðstæða breytingu sem gerð hefur verið á reglum um laun innheimtu- manna rikissjóðs. Mun breyting þessi hafa I för með sér aö heildartekjur yfirborgarfógeta lækka. Ráöuneytið vekur at- hygli á þvi, að það telur einsýnt að starf yfirborgarfógeta hljóti i auknum mæli að beinast að stjórnunogeftirlitimeð störfum þeirra sem hjá embættinu vinna. Ber nauösyn til að endurskoða allt skipulag og starfshætti hjá borgarfógetaembættinu, meðal annars vegna nýrrar löggjafar um gjaldþro taskipti og þing- lýsingu. Er yður falið að vinna að endurskoöun þessari i sam- starfi við starfsmenn ráð^ neytisins.” Telur þú að engin pólitik l'afi ráðið ferðinni þegar þú varst skipaöur i þetta embætti? ,,Mér dettur ekkii hug að halda þvi fram, að það að ég og Steingrimur Hermannsson dómsmálaráöherra erum og höfum starfað lengi saman, hafi spillt fyrir mér.” Hefðir þú fengið embættið ef þú hefðir tilheyrt öðrum flokki en Framsóknarflokknum? „Ég get ekki svarað þvi. Ráð- herra verður að svara þessu”,, Nú hefur Unnsteinn Beck skiptiráöandi og starfsmaöur borgarfógetaembættisins i langan tlma sagt upp störfum vegna þessarar starfsveitingar. Einnig er úlflúð viöa annars staöar. Er ekki erfitt fyrir þig að hefja störf við slikar kringumstæður." ,,Nú, ég get ekki um þaö sagt. Ég vek athygli á þvi að Unn- steinn Beck verður 65 ára í nóv. n.k. og hefur þegar náð fullum eftirlaunarétti. Svo að þegar lit- ið er á þessar staðreyndir, þá má ætla, að hann heíði ekki starfað hjá embættinu lengi enn.” Hvað er langt siöan þú hefur komið nálægt lögfræðistörfum? „Ég rak um skeið mál- flutningsskrifstofú og ég vil minna á að ég hef starfað sem alþingismaöur i 19 ár og það tel ég mjög góðan undirbúning fyrir starf yfirborgarfógeta. t þessu sambandi langar mig til að benda skýrt á, vegna þess misskilnings eöa þeirra rang- inda, sem viða er haldið fram, að þingmennska skapi engan starfsaldursrétt i sambandi við þetta embætti, að i 32. grein einkamálalaganna er starf alþingismanns og starf borgar- fógeta lagt alveg að jöfnu, þegar meta skal umsækjendur um yfirborgarfógetastarfið. Þetta atriði hefur hvergi kom- iö fram í umræðu um þessi mál. Þaðer hvergi talaöum að 19 ára þingseta skapi nokkurn rétt, enda þótt þaö komi skýrt fram i lögum.” Þetta nýja starf þitt þýðir sem sagt ekki það, að þú þurfir aö grafa upp lagasafnið ogfara að lesa þér til. Rifja upp gömul f ræði. „Starf yfirborgarfógetans i Reykjavik hefur mörg undan- farin ár að mjög litlu leyti verið dómarastarf. Hann kverður að visu upp úrskurði i sambandi við uppboðsréttarmál, en flest þau dómstörf sem unnin eru hjá embættinu koma i hlut borgar- fógetanna. Og eins skipunar- bréfið segir þá er ætlunín aö gera'starf yfirborgarfógeta i auknum mæli að stjórnunar- starfi.” Þú vilt meina, að þú þurfir ekki sérstakiega að undirbúa þing undir þetta nýja starf, þ.e. hvað lögfræðimaléfúin áhrærir? „Vissulega mun ég reyna að rifja upp gömul fræði i sam- bandi við lögfræöina, en ég itreka, að dómarastörf við þetta embætti koma ekki i hlut yfir- borgarfógeta nema að örlitlu leyti. Annars tel ég mig einnig fullfæran um sUkt ef á reynir. Hvað segir þú um pólitiskar embættisveitingar almennt? „Hvaðáttu viö þegar þú talar um pólitískar embættisveiting- ar?” Þegar t.d. ráðherra velur fiokksbroður sinn til ákveðinna starfa og tekur hann fram yfir aðra sem hafa lengri starfs- reynslu i viðkomandi starfi? „Lögum samkvæmt er veit- ingarvald til meiriháttar opin- berra starfa hjá ráðherra. Hvernig ráðherra fer með það vald, getur veriö álitaefni, en hann þarf þá að standa skil þeirra gjörða sinna, a.m.k. einu sinni á hverjum fjórum árum, þegar kosningar verða Það að ráðherra skipi flokks- bróður, sem uppfyllir öll skil- yrði, til einhversembættis tel ég enga pólitiska valdníðslu. En þetta verður að sjálfsögðu að meta eftir aðstæðum við hverja embættisveitingu fyrir sig. A hinn bóginn hljóta allir að sjá hver rangindi væru i þvi fólgin, ef menn ættu beinlinis aö gjalda þessað eiga ráðherra að flokks- bróður. Nú hefur Framsóknar- flokkurinn það orð á sér að ráða gjarnan framsóknarmenn I þær stöður sem losna. Sem sé póii- tiskar embættisveitingar. Er flokkurinn spilltur á þessu sviði? Þvi miður má sjálfsagt með sanni segja að engin flokkanna hafi alveghreinan skjöld i þessu efni. En þetta tal um pólitiskar veitingar er svo illa skilgreint og notað af ýmsum til þess að skapa æsifréttir, aö meðan ég fæ ekki betri skilgreiningu á þvi hvað sé pólitisk veiting, þá get ég ekki með góðu móti svarað þessu.” Við skulum taka sem dæmi, að starfsmannafélag styðji mann til ákveðins embættis, sem losnar. Ráðgefandi nefnd styður sama manninn. Ráð- herra snýr siðan blaðinu við og velur annan umsækjanda — fkikksbróður. Er þetta ekki póli- tisk embættisveiting? „Það getur veriö. Það fer ekki á milli mála, að ráöherra ber að taka tillit til umsagnar nefndar og honum ber við endanlega ákvöröun að taka tillit til með- mæla f rá starfsmannafélagi. En það getur vel verið, aö ráðherra finnist aö hann veröi að taka til- lit til fleiri atriða. Og hvort ráð- herra misferst embættisveiting- in viö þessar kringumstæður verður að metast hverju sinni. Þaö verður að skoðast eftir heildarmyndinni. Ég vil gjarnan i framhaldi af þessu taka fram, að vel gæti komið til mála að athuga, hvort breyta ætti því fyrirkomulagi, aö embættaveitingar séu i hönd- um ráðherra, enég vilspyrja, ef embættaveitingar yrðu i hönd- um stéttarfélaga yrðu þær af- greiddar ágreiningslaust þar?” Táknar þetta nýja starf þitt endalok á þinum pólitfska ferli? „Já, sem þingmanns. Ertu búinn að fá nóg af póli- tisku vafstri? „Það má ef til vill segja það. Éghef þó ennþá mikinn áhuga á pólitik og losna sennilega ekki viðhann.Éghef setiðá Alþingi I 19 ár, og sá timi hefur veriö reynslumikill. Sumt hefur glatt mig, sem þar hefur gerst, en margt hefur á hinn bóginn farið öðruvisi en ég hefði viljaö. Ég var stuðningsmaöur tveggja siðustu rikisstjórna og varð frir vonbrigðum með árangur þeirra i ýmsum stærstu málum. Þeim mistókst báðum að tryggja það sem mikilvægast er við rikjandi aðstæður i þjóð- félaginu, þ.e. að ná jafnvægis- búskap, sem kæmi i veg fyrir óðaverðbólgu, óarðbæra fjár- festingu og lág laun. Ég gerði það, sem ég gat i minum flokki, til aö stefnan væri miðuð fyrst ogfremst viðþetta. En þvi mið- ur. Framkvæmdagleði alþingis- manna og raunar mikils meiri- hluta þjóðarinnar er svo mikil að nærri hvaða framkvæmd sem er skal fjármögnuð. Slikt virðist vinsælt hjá stjórnmála- mönnum og kjósendum i dag.” Ertu þá bæði vonsvikinn og þreyttur? „Já, ég er svolitið vonsvikinn og svo ég segi alveg hrein- skilnislega frá þá vita það ýms- ir, aö ég haföi miklar efasemdir um hvortég ætti að fara fram i kosningunum árið 1974. Ég hefi haft minna samband við kjósendur mina nú siðari ár en i byrjun, vegna þess að ég gekk ekki jafn glaðurtilleiksog áöur. En ég itreka aö almennur póli- tiskur áhugi en enn fyrir hendi.” Þessi starfsleiði eöa ákvörðun um að hætta beinni pólitiskri starfsemi kemur ekki vegna þess að framsóknarmenn i kjör- dæminu þlnu séu orðnir leiðir á þér? „Ég vil minna á það, að Framsóknarflokkurinn tapaði hér I kjördæminu hlutfallslega næstminnstu fylgi miðað við önnur kjördæmi. Ég held ég getí vart sett tap flokksins almennt i sfðustu kosningum alfarið á minn reikning. Það sorglega við kosningaúr- slitin og ein af ástæðum fyrir þvi að ég er að hætta, er sú skoðun min, að islenskir kjósendur hafi þá verið of ginnkeyptir fyrir stóryrtum slagorðum, eins og „samningana i gildi”. Þaö hefúr siðar komið á daginn að þeir flokkar sem hrópuðu þetta hvað hæst i kosningabaráttunni hafa ekki getað staðið við þetta fyrir- heit.” Hafa kjósendur þá breyst samf ara nýrri tegund og nýjum aðferðum stjórnmálamanna? „Það getur verið að kjósendur hafi breyst og einnig getur verið að nýr still einkenni stjórnmála- baráttuna”. Þýðir þetta, að þú hafir verið orðinn gamaldags stjórnmála- maður? „Ég er sennilega meira gamaldags en ég var, en þvi fylgja ekki eingöngu gallar. Ég er um leiðreynslunni rikari og á auðveldara með að meta hver ju ég get lofað heldur en þegar ég var hvað bláeygastur og ákafastur i' pólitikinni.” Hefur þú verið hálgert utan- veltu i Framsóknarflokknum? „Það er ekkert launungar- mál, að ég hafði ákveðna sér- stöðu innan flokksins. Ég er kaupstaðarbarn, en Fram- sóknarflokkurinn var fyrst og fremst landbúnaðarflokitur. Ég var fulltrúi fyrir þéttbýliskjör- dæmi, en flokkurinn lagði l^ng- mesta áherslu á byggðamalin, þótt ég sé ekki á móti þeirri stefnu.þá eigum við þéttbýlis- fólkið lika okkar rétt, t.d. varðandi kosningaréttinn. Ég held, að Framsóknarflokkurinn hafi ekki lagt nógu mikla áherslu á þéttbýlið.. Nú hefur ekki borið mikið á þér siðan þú hættir þing- mennsku. Er það með ráðum gert. Varstu að búa I haginn fyrir umdeilda stöðuveitingu með þvf háttalagi? ,,Ég hef sjaldan veriö hávaða- maður. Hef einfaldlega ekki verið i eldh'nunni eins og var þegar ég var á þingi og þar er skýringin á þvi, hversu títið hef- ur hevrst frá mér.” Þú hefur ekki haft langtfma- áætlunum aðreyna aðná i þetta starf yfirborgarfógeta? „Nei, guð minn góður. Ég planaði ekki neitt slfkt og yfir- leitt hugsa ég ekki langt fram i timann i þessum efnum.” eftir Guðmund Árna Stefánsson

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.