Helgarpósturinn - 13.07.1979, Page 17

Helgarpósturinn - 13.07.1979, Page 17
——hGlSdrpOSturÍnri—Fösiudagur 13. júlí 1979 Norræna húsið: Fjölbreytt dag- skrá framundan ,,A hverju sumri fer fram einu sinni i viku tslandskynning fyrir norræna ferðamenn. Það er á fimmtudögum og við köilum það „Opið hús”. Þar eru alls konar menningarleg fyrirbæri, fyrir- lestrar, tónleikar og kvikmynda- sýningar”, sagði Þórdis Þor- valdsdóttir yfirbókavörður Nor- ræna hússins i samtali við Helg- arpóstinn. A næstu vikum mun Jakob Benediktsson halda fyrirlestur um landnám tslands, Sigurður Björnsson syngja og kynna islensk lög og norræn, Guörún Tómasdóttir syngja þjóðlög og spjalla um þau og Haraldur Ólafsson lektor tala um tsland eins og þaö er i dag. Allir þessir fyrirlestrar eru haldnir á ein- hverju af norðurlandamálunum. Einsöngvarafélagið verður með dagskrá á þriðjudögum i sumar og mun byrja á rímna- kveðskap þann 17. júli. A morgun, laugardag, opnar sýning i kjallaranum. Þar verða sýnd verk þriggja myndlistar- manna, tveggja núlifandi og eins látins. Þeir eru Hafsteinn Aust- mann, Hrólfur Sigurðsson og Gunnlaugur Scheving. I september kennir ýmissa grasa og má þar nefna sænskan vlsnasöngvara Alf Hambe. Þá verður einnig finnsk grafik- sýning, svo og afmælissýning tslenskrar grafikur. t október verður Norræn menningarvika, sem er eins konar mótleikur við Listahátið, en að sögn Þórdisar er ekki enn ákveðið hvort Norræna húsið dregur sig út úr Listahátið. A menningarvikunni verða tón- leikar, sýningar upplestur o.fl. Meðal þeirra sem koma hingað eru sænski rithöfundurinn P.C. Jersild og danski listmálar- inn Karl Henning Pedersen. t bókasafni og á göngum ' verður sýning á myndskreyttum ævin- týrum H.C. Andersen. Þórdis sagði ennfremur að kaffiterian nyti mikilla vinsælda, en hins vegar gæti fólk notað bókasafnið meira en gert er. Margir virðast ekki vita aö allir megi þar fá bækur að láni. Þá er verið að byggja upp tónlistardeildog plötusafnið telur nú um 12-1400 plötur. Einnig er til staöar útlán á graffklist. —GB Islensk kvik- myndavika hald- in í Moskvu — og tvær íslenskar myndir sýndar á Moskvuhátíðinni tslenskar kvikmyndir munu verða f sviðsljósinu i Moskvu i næsta mánuði. t fyrsta lagi veröa tvær islenskar kvik- myndir sýndar á kvikmynda- hátlöinni I Moskvu 14. - 28. ágúst og i ööru lagi fylgir strax i kjöl- far hátlðarinnar sérstök isiensk kvikmyndavika þar sem sýndar verða tiu islenskar myndir. Kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar Liija eftír sögu Ifalldórs Laxness mun taka þátt I keppninni i Moskvuhátíðinni, en auk hennar verður sýnd heimildarmynd Páls Stein- grimssonar og Ernst Kettlers um Vestmannaeyjagosið. Þetta mun i annað skiptið sem islend- ingar taka þátt I kvikmynda- hátiðinni i Moskvu. tslenska kvikmyndavikan sem tekur svo viö aö hátiðinni lokinni er haldin aö frumkvæði sovéskra stjórnvalda, en hér á landi var i fyrra haldin sovésk kvikmyndavika. Fulltrúar frá Félagi isienskra kvikmynda- gerðarmanna völdu ti’u myndir til sýningará vikunni, og meöal þeirra munu vera m.a. Bóndi effir Þorstein Jónsson, Maöur og verksmiðja eftir Þorgeir Þorgeirsson, Reykjavikurmvnd Gisla Gestssonar, Ballaðam um Ólaf liljurós etir Rósku o.fl. Þremur fulltrúum frá Is- landi hefur verið boðið til Moskvu af þessu tilefni, þeim Hrafni Gunnlaugssyni og óla Erni Andreassen frá Félagi kvikmyndagerðarmanna og Knúti Hallssyni frá mennta- málaráöuneytinu. —AÞ Kvikmyndahúsin í Reykjavík: Ein mynd á dag — og rúmlega 4500 gestir Miili fjögur þúsund og fimm- hundruð og fimm þúsund Reykvikingar fara I bió dag hvern árið um kring. Það er býsna há tala í um 90 þúsund manna borg. í fyrra4 árið 1978, voru seldir 1 miiijón 635 þúsund fulloröinsmiö- ar I kvikmyndahús borgarinnar. Það er aukning um rúmlega 70 þúsund frá árinu áður, og ef deilt er I þá tölu með sýningardög- unum, sem eru lfklega einhvers- staðar I kringum 360, kemur út 4.479 gestir. Bætið svo við barna- miöum á barnasýningar og talan hækkar talsvert. Reyndar hlýtur hún að teljast mjög há, vegna þess að kvikmyndahúsin 1 Reykjavlk bjóða ekki uppá nema milli 5 og 6 þúsund sæti. Nýtingin er þvi góð. Engar tölur eru til um i hvaða mánuði aðsóknin er mest. Janúar og febrúar eru góð ágiskun, og sennilega koma fæstir i bió I júni og ágúst. Það fer þó eftir ýmsu Kvikmyndahúsin geyma sér oft á tiðum betri myndir slnar til vetrarins, en endursýna gamlar myndir og t ina fram afganga til að sýna á sumrin „þegar enginn nennir á bió hvort eð er”. A hverjum mánuöi eru sýndar um það bil 30 kvikmyndir i Reykjavik. Það gera 360 myndir á ári, eöa nánast ein ný mynd á degi hverjum. Það er heldur ekki afleitt fyrir 90 þúsund manna borg, og sjálfsagt einsdæmi I heiminum. Langflestar þessara mynda eru bandariskar, eins og allir vita sjálfsagt, siðan breskar, og loks slæðast hingaö nokkrar myndir frá meginlandinu og Skandinaviu. Ef siðasti mánuður, júni, er tekinn sem dæmi, kemur i ljós að þá voru sýndar i Reykjavik 32 kvikmyndir. 12 þeirra voru endursýndar, og ef þaö hlutfall heldur sér allt árið, fer mesti glansinn af kenningunni um aö hér sé frumsýnd rhynd á degi hverjum. Af þessum 32 myndum eru 22 bandariskar. 5 breskar, 2 þýskar, 1 frá Hong Kong, 1 frá Frakklandi og 1 frá Sviss. Tvær þessara mynda eru barnamyndir. Regnboginn sýndi að sjálfsögðu flestar myndir, eða sjö, en i Tóna- biói skemmti James Bond sér og áhorfendum allan mánuðinn. -GA Gunnar 0g Anton í væntam BORGARBÍÓIÐ — nýtt kvikmyndahús tekur til starfa um miðjan næsta mánuð Nýtt kvikmyndahús, Borgar- bióiö, hefur starfsemi sina um miöjan næsta mánuð. Borgar- blóið er austast I Kópavoginum, I húsi Útvegsbanka tslands, og heitir Borgarbíóið„vegna þess að það er I miðri borginni”, eins og Gunnar Jósepsson, annar aðstandenda þess sagði I samtali viö Helgarpóstinn. Vinna viö salarkynnin er nú komin langt á leið, en Borgarbióið tekur um 400 manns i sæti. Þegar fram liða stundir bú- ast Gunnar, og Anton Kroyer, hinn eigandinn, við að innrétta um 100 manna sal við hliö þess stóra. Kvikmyndahúsiö er á jaröhæð byggingarinnar, og við það eru um 60 bilastæði. Það er alveg austast i Kópavoginum og þvi stutt úr Breiðholtinu og Arbæn- um. Tvö hundruð fermetra andyri verður framan við salinn, þar sem verða stólar og borö, og veit- ingasala. Að sögn Gunnars verður kvik- myndavalið i Borgarbióið nokkuð i anda hinna kvikmyndahúsanna i Reykjavik — bandariskar, breskar og evrópskar myndir i bland. Gunnar sagði að þaö ætti ekki aö veröa mikiö vandamál að fá hingað góðar myndir og þeir væru þegar búnir að setja sig i samband við stóra dreifingar- aðila úti heimi og fengiö góðar undirtektir. Borgarbióið er niunda kvikmyndahúsið á Reykjavikur- svæðinu sem kemur til meö aö sýna nýjar myndir. —ga Enn í tilefni barnaárs Elvis. Elvis. Mánudagsmynd Sænsk. Argerð 1878. Handrit: Maria Gripe og Kay Pollak, eftir sögum Mariu Gripe um Elvis Karlsson. Leikendur: Lele Dorazio, Lena-Pia Bernhards- son, Fred Gunnarsson, Victoria Grant. AUan Edwall o.fl. Leik- stjóri: Kay Pollak Þaö hefur liklega ekki farið framhjá neinum, að það herr- ans ár 1979, er ár barnsins. Allir gera aUt mögulegt i tilefni þessa árs. Ef mig misminnir ekki, höfðu kvikmyndahúsin ekki enn komiö auga á það mikla auglýsingagildi sem felst I þvi að bendla vöru sina við þetta merkilega ár. Háskólabió hefur nú riðiö á vaöið með þessa sænsku mynd sem þar er sýnd á mánudögum, i þeirri von að hún „megi verða verðugt innlegg I umræðuna um málefni barna á þessu barnaári 1979.” Svo mörg og fögur voru þau orð. En mynd þessi segir okkur fátt, eða jafnvel (og þá frekar) ekkert nýtt. Elvis er 7 ára og býr I blokk. Pabbi er aUtaf að vinnaog mamma er stressuð og sýnir honum (Elvis) litla hlýju. Elvis þarf hins vegar á sliku að halda og flýr þvi á náðir afa sins, sem er hálfgerð fyUibytta og býr uppi i sveit,en hefur gaman af að leika sér við strák- inn,hefur tlmaaðsinna honum. Hliðin min friða ogfirring stein- steypunnar. Þess má geta að eina tilraun kjarnafjölskyld- unnar til sveitaferðar, varö rigningunni að bráð. Elvis sættir sig ekki við vana- fast og þrælskipulagt lif. Þess vegna verður skólaganga hans fremur brösótt. Upphaf skólaferils hans segir meira en margt annaö; hann pissar nefnilega I buxurnar. Móðir hans skammast sin svo fyrir hann að hún drifur hann heim. EIvis og móðir hans. t skólanum eignast Elvis góöa vinkonu sem á heimili gjörólikt þvi sem Elvis þekkir. Þar er ekki kjarnafjölskyldan, heldur mamma, amma og langamma. Eignast Elvis þar gott afdrep. Þratt íyrir ot margar skema- tiskar andstæður, sem draga myndina niður, eru þó I henni nokkrir ljósir punktar, sem sýna að þankagangur Elvis er ekki eins og hjá flestum á hans aldri. Einn slikur punktur er þegar hann stelur blómi úr vasa i skólastofunni oggefur vinkonu sinni. Leikur i myndinni er I heild- ina góður, og þó sérstaklega hjá krökkunum. Ef þessi mynd á eitthvaö erindi hingað, þá er það ekki sem mánudagsmynd, heldur miklu fremur á venjulegar sýningar. P.S. Eins og segir i' visunni: „Jólunum á, eru allir vinir.” á Kvikmyndir eftir Guðlaug Bergmundsson mynd: Garða

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.