Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 13.07.1979, Qupperneq 22

Helgarpósturinn - 13.07.1979, Qupperneq 22
Föstudagur 13. júlí 1979 —helgarpásturínrL. ibladamadur í einn dag. „Astæðan fyrir þvi aö ég valdi mér þetta viðfangs efni er sú, aö ég hef fylgst með söngferli Halldórs Vilheimssonar frá þvi 1959, að ég heyröi til hans í Púlyfónkérn- um,” sagði Margrét R. Bjarnason, sem gerðist blaðamaöur eina dagstund á vegum Helgarpóstsins. „Halldór var þá ungur trésmiðanemi og hafði óvenjufallega silki- mjúka bassarödd. Mér hefur alltaf þótt miður, að hann skyldi ekki fara utan til náms en hann hefur haldið áfram að læra hér heima og verið i stöðugri framför. Ég minntist þess ekki að hafa séð blaðaviötal við Halldór enda þótt tilefnin til þess hafi að minu mati verið ærin að undanförnu. Hann hefur sungið hvert einsöngshlutverkið öðru stærra siðastliðið ár, svo sem i Arstiöunum og Sköpuninni eftir Haydn og I Messum eftir Mozart og Schubert, ennfremur ljóðaflokka, t.d. Vier Ernste Gesange eftir Brahms og Bibliusöngva Dvoraks, — og síöast en ekki sízt eitt vandasamasta aðaihlutverkið i hinni eftirminnilegu sýningu tslenzku óperunnar i vetur á I Pagli- acci, en þar kom hann enn á óvart bæöi i leik og söng. Nú er hann að æfa tvær kantöt- ur eftir Bach og Telemann til flutnings á Skálholtshátið 22. júli. " Margrét hefur lengi haft mikinn áhuga á vexti og viðgangi tónlistarlifs hér á landi. Hún á að baki langan fcril i blaða- og fréttamennsku, bæði á Morgunblaðinu og fréttastofu útvarps en stundar nú nám við Háskóla islands. Halldór Vilhelmsson er maður hæglátur og hlédrægur, litt gefinn fyrir mas eða fjas og enn minna fyrir að vekja á sér athygli. En sem góður granni gat hann ekki neitað mér um aö koma i heimsókn til viðtals, varaði mig þó við — kvaðst ekki málglaður maður — ,,en þú get- ur reynt”, bætti hann við. Ég vissi að um nóg yrði að spjalla og ekki aðeins við hann, heldur og konu hans og börn, þvi að fjölskyldan er öll ,,á kafi” i músik og söng. Áslaug, kona hans ólafsdóttir, hefur sungið með honum i Póly- fónkórnum frá 1959 — Þau kynntust reyndar þar — einnig i söngflokknum Hljómeyki, sem þau stofnuðu 1974 ásamt nokkrum söngfélög- um sinum. — (sá flokkur er reyndar nýbúinn að syngja inn á plötu fyrir félag Esperantista nokkur islenzk ljóð og tónverkið „Draumkvæði um brú” eftir Sigursvein D. Kristinsson við ljóð Ólafs Jóhanns Sigurðs- sonar) — og viðar hafa þau sungið saman hjónin bæði hér heima og á ferðum erlendis. Dæturnar tvær, Marta og Hildi- gunnur, næstum einu söng- fuglarnir i Furulundinum sem / ... mi t mmé* Halldór lengst til hægri I hlutverki sinu i I Pagliacci. ..Hefði átt að vera dískant...” kettirnir hafa ekki útrýmt, hafa báðar sungið einsöng með barnakór Garðaskóla og komið viðar fram, auk þess sem þær eru að læra á hljóðfæri, og loks er það Sigurður, sem að vísu er hættur að syngja en leikur á celló, sigilda músik i stofunni en beatmúsik i bilskúrnum. Á heimilinu er þvi oft mikið um að vera, allir að æfa eitthvaö, hver i sinu horni, enda leiðist þar engum. Við setjumst með kaffibolla og pönnukökur og röbbum saman um eitt og annað. þær skemmtilegu breytingar, sem orðið hafi i islenzku tónlistarlifi siðustu áratugina, að ekki fari á milli mála, að Islendingar séu söngvin þjóð, og raunar á góðri leið með að verða regluleg músikþjóð, að aukinnar tón- menntar sjáist hvarvetna merki, söngkórum hafi fjölgað og með tilkomu fleiri lærðra söngstjóra kveði þar við æ ánægjulegri tón. Við ræðum aukið hljómleikahald, fjölg- un fyrsta flokks hljóðfæra- leikara og að með tilkomu Söngskólans i Reykja- vik megi vænta æ fleiri góðra einsöngvara fram á sjónarsvið- iði með þeirri undirstöðumennt- un, sem þar sé verið að byggja upp, eigi smám saman að vins- ast úr þeir, sem liklegir séu til að ná verulegum árangri. — Það verður aðeins að gæta þess,segir Halldór, að slita ekki söngnámiðúrtengslum viðaðra tónlistarmenntun. Þess vegna vildi ég sjá aukna áherzlu lagða á alhliða tónlistarmenntun, þar á meðal söngmenntun, á öllum stigum grunnskólakerfisins — og að söngskólinn fái i framtiö- inni stöðu við hlið Tónlistar- skólans i Reykjavik sem fram- haldsskóli. Kannski verður þróunin þessi þegar fram i sæk- ir þegar fleiri söng- og tón- menntakennara fara til starfa úti á landsbyggðinni. Við rifjum upp, að til þess að leggja út i söngnám erlendis hér áður fyrr, þegar námslán- um var ekki fyrir að fara eins og nú, þurfti ekki einasta mikið sjálfstraust og trú söngnemans á að til einhvers væri að vinna, heldur og stuðning ein- hverra,sem voru sömu trúar. Hvorugt hygg ég að Halldór hafi haft, þegar hann varað byrja að syngja fyrir tuttugu árum. — Nei, hvatningin var svo sem ekki mikil, segir hann, en til þess lágu lika ýmsar ástæður. Arin 1950-1960 voru blómaskeið i sönglifi hér, sér- stakleg i óperusöng. en úr þvi fór að halla undan fæti og var ekki annað að sjá en markaðurinn væri og yrði lengi enn full- mettaður söngvurum. Atvinnu- horfurnar voru ekki vænlegar og það hvarflaði aldrei að mér að starfa erlendis. Möguleik- arnir i þeim efnum voru auk þess mun meiri fyrir tenóra en djúpar raddir, enda nutu tenórar almennt meiri virð- ingar. Ég man að afi minn sagði stundum: ,,jú, hann syngur’fal- lega strákurinn, en hann hefðí bara átt aö vera diskant eins og ég”, en svo bætti hann gjarnan við ,,en þú syngur nú yfir mér samt”, — og það gerði ég. Ég hugsaði mér sönginn aldrei sem annað en tómstunda- gaman heldur Halldór áfram, — ákvað að lifa að trésmiðinni en aefa söngnum þá orku, sem af- gangs yrði, — með hjálp söngkennára hér heima (fyrst Kristins Halls sonar, siðan Göggu Lund, Ruthar Magnús- son og Guðmundar .. Jónssonar) og Pólý ; fonkórsins. Það var mikils virði að lenda 3| I slikri menningar uppsprettu og fá aö kynnast þvi bezta úr tónbókmenntum ásamt þeirri ögun I vinnubrögðum og virðingu fyrir við fangsefnunum, sem Ingólfur Guðbrands son jafnan sýndi. Pólýfónkórinn hefur i starfstið sinni gegnt | mikilvægu hlut verki sem songmennta stofnun fyrir ungt fólk — auk annars gildis hans — og hann á það sameigin- legt með öðrum góðum kórum i landinu að hafa byggt upp stóran hóp fólks, sem bæði iðkar , söng og sækir tónleika. Þegar hugsað er um þann aragrúa, þær þúsundir manna, sem hafa tekið þátt i kórstarfi á undan- förnum árum má sjá hve geysi- mikilvægt það er að hafa hæfa menn við stjórn þeirrar starf- semi. — Þessu starfi hefur lika fleygt áfram, bætir Aslaug við glöggt dæmi um það er siðasta helgi i Skálholti þar sem við komum saman 46 manns viðs- vegar að af landinu og æfðum heilt 45-minútna tónverk á tveimur dögum Og á tónleikunum á sunnudeginum sungum við öll saman i lokin eitt sálmalag, alveg óæft og óundirbúið. Mér varð næst fyrir að spyr ja Halldór hvort trésmiðir væru öðrum mönnum söngelskari. minnug Guðmundar Guðjóns- sonar, Erlings Vigfússonar og fleiri syngjandi smiöa. Ekki hélt hann það nú, — ,,en vafalaust freistar það margra að syngja viðsmiðarnar rétt eins og menn kváðu rimurnar við vinnu sina hér áður fyrr: maður er mikið einn i þessu starfi og það þess eðlis að þaö útheimt- ir einhverja félagsstarfsemi. Flestir hafa liklega þörf fyrir að tjá tilfinningar sinar á einhvern hátt og þeir, sem eiga erfitt með að koma þeim i orð, velja þá væntanlega tjáningar- form án orða, myndlist, hljóð- færaleik eða söng — þvi að söng- ur þarf ekki að vera bundinn texta. Til þess hefur maðurinn þetta hljóðfæri, röddina, að veita útrás geðhrifum, rétt eins og þegar hann hlær og grætur. En til þess að unnt sé að beita röddinni i listrænni túlkun verð- ur að aga hana og þroska, búa til úr henni hljóðfæri, sem hægt er að leika á.” Talið barst að flutningi óper- unnar „I Pagliacci” i vetur sem var óskaplegt átak fyrir alla sem að stóðu, unnið langt fram á nætur. Ég spurði Hall- dór, hvort hann mundi tilbúinn i aðra slika sýningu. Hann hik- aði nokkuð en svaraði svo: Það held ég ekki, ekki með þessum hætti. Mér finnst heldur ekki að við söngvar- ar eigum að þurfa að leggja slikt á okkur aftur og aftur. Við höfum sýnt að þetta er hægt og nú finnst mér ekki til of mikils mælst að komið sé til móts við okkur. — En hvernig? Með aðstoö við kaup á húsi og ráöningu hóps söngvara? — Já, þvi ekki það. Það er engin framtið að byggja á Þjóð- leikhúsinu — enginn er bættari með þvi að ýta leikurunum út. Og ráðning nokkurra söngvara er ekkert stórmál ef vilji er fyrir hendi. Annað mál er að ég tel ekki rétt aðbinda slika ráðningu við óperusöng einvörðungu, heldur að þessi hópur syngi alls- konar músik úti um allt land og hafi jafnvel einhverja kennslu- skyldu. Og hvað óperuflutning- innn varðar þarf ekki endilega að ráðast i skrautsýningu við hverja uppfærslu. — Ertu sammála Garðari Cortes um að lausn þessa máls liggi nú hjá Alþingi. Hann sagði mér á dögunum að hann biði bara eftir þvi að sjá hvaða Al- þingismaður vildi verða faðir (eða móðir) islenzkrar óperu. — Já, ég tek undir það, svar- ar Halldór ákveöið. Aslaug, Halldór og börn þeirra, Marta, Sigurður og Hildigunnur. Margrét R. Bjarnason ræðir við Halldór Vilhelmsson, bassasöngvara og trésmið

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.