Helgarpósturinn - 13.07.1979, Page 24

Helgarpósturinn - 13.07.1979, Page 24
Föstudagur 13. júlí 1979 # Kristleifurbóndi og hreppstjóri i Húsafelli i Borgarfirði er stór- tækur maður þegar hann tekur sig til. Hann hefur nú komið sér upp yfir 500 metra langri flug- braut nánast á hlaðvarpanum hjá sér, þar sem flestar flug- maskinur nema þotur geta lent og hafið sig til flugs. Að sögn Kristleifs varö flugvöllurinn til þegar hann þurfti aö slétta land i sambandi við byggingu raf- stöðvar. „Það situr aldrei snjór á vellinum og aurugur verður hann ekki heldur”, sagði Kristleifur, enda rennur árspræna sitt- hvoru megin við hann. Tveir sona Kristleifs eiga litla flugvél á HUsafelli, og sjálfur er Kritleifur að læra aö fljUga. „Ég er með flugkennara i hUsi hjá mér”, sagði Kristleifur, ,,og læt hann borga fyrir með þvi að kenna mér flug”... #Deilurnar sem spunnist hafa vegna uppssagnar tveggja leikara ÞjóðleikhUssins eru nU komnar til kasta menntamála- ráðuneytisins, eins ogfram hefur komið hér i Helgarpóstinum'. Meðal starfsmanna leikhUssins höfðu gengiöundirskriftalistar til stuðnings málstað leikaranna, Bjarna Steingrimssonar og Randvers Þorlákssonar og þeir afhentir Sveini Einarssyni, Þjóð- leikhUsstjóra. NU mun verið að reyna að ná sáttum i málinu og mun Knútur Hallsson, skrifstofu- stjóri i menntamálaráðuneytinu hafa milligöngu þar um, auk lög- fræðinga ÞjóöleikhUssins og leik- arafélagsins, Egils Sigurgeirs- sonar og Sigurðar Reynis Péturs- sonar... •SU saga gengur nú viða að Einar Agústssonhafi hug á þvi að draga sig Ut Ur pölitikinni og hafi augastað á sendiherrastarfi i Kaupmannahöfn, en Agnar Klemenz Jónsson sem situr þar nU, verður sjötugur á þessu ári og almennt reiknað með að hann muni hætta einhvern ti'ma fyrir áramót... # SumarbUstaðamál Landssambands isl. útvegs- manna er hálfgerö raunasaga. Sambandið keypti fyrir .um tveimur árum hálfgerða hokur- jörð á Hellnum á Snæfellsnesi, þar sem ætlunin var aö reisa um fimm sumarbUstaöi i tUninu. t þann mund sem til stóð að hefja framkvæmdir i fyrrasumar var þeim LÍO-mönnum bent á ábUendalögin, sem fólui sér að þeir urðu að Utvega ábúanda á jörðina. Þetta tókst en þeir urðu aðleigja bóndanum jöröina til llf- stiðar, en sjálfir gengu þeir þannig frá málum við bónda að þeir máttu reisa bUstaðina á skika lands neðar i túninu. Þá tók ekki betra við — þvi nú komu til sögunnar aðskiljanlegar nefndir landbUnaðarins, jarðalaga- nefnd, Landnám rikisins og hver veit hvað, og þaö var alveg tekið fyrir það að LÍO fengi að reisa hUsin á þessum stað. NU hefur staðiö i þrefi i nærfellt tvö ár — LlO-mönnum hefur veriðboðið að hafa hUsin miklu ofar i landinu, þar sem þeir geta hins vegar ómögulegar hugsað sér aö vera. Málið er þannig enn i hnúti. „Annað sumarið er að hlaupa frá okkur og allt stendur fast,” sagði langþreyttur Llú-maöur i sam- tali við Helgarpóstinn.” Við erum fórnarlömb einhvers konar mið- aldakerfis landbúnaöarins, þar sem það er aö koma á daginn að sjálfir landeigendurnir eru miklu réttlægri en fáeinarrolluskjátur, sem þurfa haustbeit.” Bill arsins Viö segjum aö VOLVO sé bíll ársins vegna þess aö nýjungar í framleiöslu 1979 árgeróar VOLVO eru óneitanlega framúrskarandi. VOLVO 343 (Turbo-diesel) setti heimsmet í hraóakstri nýveriö. VOLVO 244 sigraöi í sínum flokki í Sparaksturskeppni. VOLVO ,,kryppan“ sigraöi í íslandsmótinu í sandspyrnu (Fl. A8) VOLVO 244 er mest seldi bíllinn á íslandi samkvæmt útreikningum Hagstofunnar fyrir fyrstu 9 mánuöi ársins 1978 Suóurlandsbraut 16 • Simi 35200 1- jgfj rrH i*tií i í »1 í # Björn Bjarnasonhættir störfum sem skrifstofustjóri forsætisráðu- neytisins og fer á Morgunblaðið sem óbreyttur blaðamaður — allavega tÚ að byrja meö. Hann verður þó ekki pólitiskur skribent heldur mun fjalla um erlend mál- efni og annast erlendar frétta- skýringar fyrir blaðið. Mönnum ber ekki saman um hvort þetta sé einungis biðstaða hjá Birni þar til Sjálfstæðisflokkurinn kemst aftur i valdastöðu og honum bjóðist þá eitthvað betra eöa hvort verið sé að undirbUa jarðveginn fyrir að hann setjist i ritstjórastól á Morgunblaðinu... • „Þjóðviljinn hefur aö vanda ráðiösér sumarritstjóra — Engii- bert Guömundsson, hagfræðing, sem er ætlað að leysa ritstjóra Þjóðviljans af meðan þeir bregða sér i sumarleyfi. Engilbert er tengdasonur Jónasar Árnasonar og segir orösporið að veriö sé aö byggja hann upp til aö erfa rikið eftir tengdaföður sinn, nU þegar Jónas hefur ákveðið að hætta þingmennsku fyrir Vestlend- inga... #Þegar Ollunefndin svonefnda undir formennsku Inga R. Helga- sonar, eftirlætis Alþýðubanda- lagsráðherrana, réði sér ritara varð Björn Bjarman rithöfundur fyrir valinu. Meinfýaiir segja að þetta sé vel við hæfi, þvi að niður- stöður nefndarinnar veröi jafn fjarri raunveruleikanum og skáldskapur yfirhöfuð... #Þeir eru sniðugir hjá Pósti og sima.Til marks um það er skritin bygging sem nU er að risa i ArmUlanum, þar sem turn nokkur gnæfir upp Ur þaki hUss- ins. Þannig var að forráðamenn stofnunarinnar töldu sig þurfa að ráðast I byggingu sérstaks hUss fyrir flokkuná pdsti en fjáveiting fékkst ekki. Hins vegar fengu þeir á sama tima fjárveitingu til að reisa turn til að bera móttöku- skerm vegna væntanlegrar jarð- stöðvar. Og þar meb'i sóú forráða- menn Pósts og sima sér leik á borði til að plata fjárveitingar- valdið. Þeir einfaldlega byggðu pós.tflokkunarhUsið utan um turninn„ B yggingarfram - kvæmdum miðar vel áfram... Frést hefur, að Kristján Eldjárn, forseti tslands, muni segja af sér embætti að loknu nU- verandi kjörtlmabili. Til marks um þetta er t.d. sU staðreynd, að Kristján hefur nU sagt Félags- vlsindadeild Háskóla tslands upp hUsnæði slnu að Sóleyjargötu frá og með næsta skólaári. — 1 fram- haldi af þessu velta menn þvi að sjálfsögðu fyrir sér hver verði eftirmaöur Kristjáns. NU, árin áður en kjörtimabili forseta lýkur, eru aðallega þrir kandldat- ar nefndir: Gylfi Þ. Glslason, Armann Snævarr, og Guölaugur Þorvaldsson... # Framsóknarmaður og upprennandi pólitikus, Eirlkur Tómasson hefur nU afneitað því að hann hafi nokkurn áhuga á bæjarfógetaembættinu I Kópa- vogi eftir að Sigurgeir Jónsson, sem þar réði rikjum áður, fékk Hæstarétt. Sagan segir hins vegar að ýmsir áhrifamenn i flokknum hafi augastaö á Eirlki sem vænlegum arftaka Jóns Skaftasonar sem þingmannsefhi i Reykjaneskjördæmi... #Helgarpósturinn hefur átt i dálitlu striði við auglýsingadeild útvarpsins Ut af orðalagi á auglýsingum um efni blaðsins i þessum virðulega fjölmiðli. Þótt við höfum kynnst sinu af hverju i þeim efnum, rak okkur engu aö siður I rogastans á dögunum. Otvarpið neitaði að taka auglýs- inguna: „Biskupinn yfir tslandi i Yfirheyrslu” en i vikunni þar á eftir var allt i lagi að auglýsa: „Guömundur J. Guömundsson I Yfirheyrslu” Hvers á aumingja Guðmundur Jaki að gjalda?.... J (____________________________ # I april slðastliðnum kom Ut I Washington-borg I Bandarlkjun- um nýtt tímarit, Diplomat Internatíonal Calendar. Þetta er i sjálfu sér ekki I frásögur færandi nema þá fyrir þá sök, að ritstjóri blaðsins (editor-in-chief) er islenskur. Hann heitir Svavar og er Hansson, en kallar sig Spike (Spæk). Blaðið er aðallega ætiað diplómötum i Washington. Ekki höfum við fregnað hvernig Utgáfan gengur.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.