Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 24.08.1979, Qupperneq 1

Helgarpósturinn - 24.08.1979, Qupperneq 1
HILMAR HELGASON „Þetta er landið þitt” Diddi fiðla segir frá nýrri plötu herstöðvaandstæðinga Kjartan Ólafsson, alþingis- maður, í Helgarpóstsviðtali Föstudagur 24. ágúst 1979 Várgangur /, 21.tbl._______________________________________________________________Sími 81866 /,Okkur er öllum Ijóst, sem vinnum við þetta, að það betrast enginn maður raunverulega á því að vera í fangelsi, það er alveg úfilokað. Kerfið er ekki lagað til þess að betrumbæta nokkurn mann. Hitt er annað mál, að við reynum að fara inn á bá braut, að skemma þá sem minnst á meðan þeir eru hérna." Þetta er eitt af þvi, sem Helgi Gunnarsson, forstöðumaöur vinnuhælisins á Litla-Hrauni, hefurað segja um áhrif fangelsis- vistar á menn, en rætt er við hann og fleiri i Helgarpóstinum i dag um þessi mál. Aðrir viðmælendur blaðsins eru mjög á sama máli og Helgi. , Þá er einnig f jallað um það sem föngunum stendur til boða innan nýjan leik, og að siöustu fangelsisins, um erfiðleika er aðeins imprað á þeirra, þegar þeir öðlast frelsið á nýjum leiðum. MILLIÓN AÆVINTÝRIÐ Á PATREKSHRDI Fyrst er byrjað að byggja risastórt frystihús en síðan þrýstikerfið sett i gang og dælt úr opinberum sjóðum A Patreksfirði stendur nií yfir bygging nýs 2000-3000 fermetra frystihúss, á vegum kaup- félagsins, Regins o.fl., sem sérfræðingar telja meö öllu d- nauðsynlegt. A staðnum eru fyrir tvö frystihús, sem anna vinnslu- þörfinni. Byggingin hefur þvi verið gagnrýnd harðlega meðal stjórnmálamanna og embættis- manna í Framkvæmdastofnun. Samþykktar hafa veriö láns- heimildir til áframhaldandi framkvæmda við húsið, sem staðið hafa yfir frá árinu 1973, bæði iFiskveiðasjóði, sem lánar 60% og Byggðasjóöi, sem lánar 40%. Talið er, að bygging nýja frystihússins geti hafl mjög al- varlegar afleiðingar I för með sér. A Patreksfirði er fyrir mannaflaskortur og yfirleitt hefur þurft að fá aðkomumenn til starfa þar á vetrarvertið, bæði innlenda og erlenda. Þegar framkvæmdum hefúr veriðlokiðogfull nýtingkominl frystihúsið verði samkeppni um mannskap svo mikil, að fyrir- sjáanlegt er aö nýja frystihúsiö gangi af hinu eldra, Skildi hf., dauðu. Þá er talið, aö til þess eins, að frystihúsið fái næg hráefni, þurfi sem nemur ársafla þriggja 4-500 tonna skuttogara til viðbótar þeim afla, sem þegar berst á land á Patreks- firði. Slikt gæti valdið óbætan- legu álagi á fiskstofnana. Þvi hefúr verið slegið fram, aö Ibúum á Patreksfirði þurfi að fjölga um 50% i kjölfar frystihúsbyggingar- innar. © Vangaveltur Hákarls: Hver tekur við sæti Einars Ágústssonar? © Loðnuveiðar islenska flotans eru nú byrjaðar. A undanförn- um árum hefur á loðnuvertið- inni mátt fá skjótfengnari gróða en I flestum öðrum greinum islensks atvinnulifs, þvi að um ieið og menn hafa mokað upp ioðnunni, hafa þeir verið að ausa upp milljónum. óviða er heldur kappið meira i mann- skapnum, og út á sjó og i landi er fylgst ;með aflatölum skipa likt þvi og þarna væri á ferðinni citthvert dagblaðsrallið. Það er harðsnúið lið um 500- 700 manna sem eltist við loðnuna norður I hafi á liðlega 50 skipum. Það er mikið i húfi fyrir þá að vel takist til með þessa vertið, en sjaidan áður hafa verið svo dökkar blikur á lofti varðandi þessar veiðar sem nú. Fiskifræðingar óttast ástand loðnustofnsins og hafa lagt til að ekki veröi sótt meira i hann en um 600 þúsund tonn og þegar þess er gætt að Norðmenn eru þegar búnir að taka um 100 þús- und tonn, ættu ekki að koma nema um 500 þúsund tonn I hlut islenskra loðnusjómanna,sem er helmingi minni afli en veiddist á loðnuvertiðinni siðustu, þ.e. bæði á sumar/haust vertiðinni og vetrarvertiðinni. Eins og nærri má geta getur þessi gifurlegi aflasamdráttur haft mikil áhrif á útgerð loðnu- skipa og afkomu sjómannanna, svo að varla mun hann ganga hljóðalaust fyrir sig. Frá þessu segir nánar I Innlendri yfirsýn. 111 ganga ©

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.