Helgarpósturinn - 24.08.1979, Blaðsíða 2
2
Föstudagur 24. ágúst 1979 —he/garpósturinru
Nú eru byggingaframkvæmdir viö frystihúsiö á Patreksfiröi svo langt komnar aö húsiö er risiö af grunni en opinberir sjúöir munu enn
purfa aö dæla hundruöum milljóna i þessa framkvæmd áöur en unnt veröur aö hefja starfrækslu frystihússins. Fremst á myndinni, aö baki
bátanna, sést nýja frystihúsiö.
A Patreksfiröi stendur yfir
bygging mikiis frystihúss, sem
kaupfélagiö á' staönum, verk-
takafyrirtækiö Reginn o.fl.
standa aö. Sumir halda þvi fram,
aö hér sé á feröinni eitt af meiri
háttar fjármálaævintýrum á ts-
landi sföustu árin, og ganga sum-
ir svo langt aö likja þessari fram-
kvæmd og öilu þvi, sem henni
fylgir viö nýtt Kröfluævintýri.
Aörir telja svo alls ekki vera.
Frystihússbyggingin sé þjóö-
þrif afyrirtæki og veröi mikil lyfti-
stöng fyrir atvinnulif á Patreks-
firöi.
Um máliö eru sem sé skiptar
skoðanir, eins og raunar kom
fram i sumar, þegar málið kom
til kasta Byggðasjóðs. Stjórn
Framkvæmdastofnunar klofnaöi
i málinu af tveimur ástæöum
aöallega. Annars vegar vegna
efasemda um nauðsyn þess yfir-
leitt aö reisa frystihúsið á Pat-
reksfirööi og hins vegar vegna
þess, aö óskað var eftir 40% lán-
veitingu úr Byggðasjóði, sem er
hámark lánsheimildar sjóðsins
og aldrei nýttnema i ítrustu neyö.
Frystihúsbyggingin er við-
kvæmt pólitiskt mál og það er
jafnframtákaflega ljóst dæmi um
fjárveitingar til uppbyggingar at-
vinnulifs úti á landi, sem draga
hala á eftir sér og kunna aö hafa
meiraslæmt i för með sér en gott,
„eins og til stóð.
Gagnrýni á framkvæmdina er I
stuttu máli þessi:
A Patreksfirði er verið aö reisa
geysistórt frystihús, þar sem
fyrir eru tvö frystihús, sém gera
meira en aö anna þörf. Þar er
aflaskortur. Og þar er mannafla-
skortur. Þess vegna sé bygging
risastórs frystihúss beinlinis út i
hött. Opinberir sjóðir eigi ekki að
fjármagna framkvæmdir, sem
séu út i hött.
A þaö hefur verið bent, aö til
þess að koma frystihúsinu 1 gagn-
iö, sem nú er nánast aðeins
skrokkurinn, þurfi fjárhæð ein-
hvers staöar á bilinu 500-1000
milljónir króna. Þessa fjárhæð
þurfi að sækja i Byggðasjóð, sem
þegar hefur verið nefndur, og
Fiskveiðasjóö, sem láni 60% á
móti 40% Byggöasjóðs.
Þegar byggingunni sé lokið og
frystihúsið tilbúið til starfa vanti
fiskafla. Fyrir frystihús af þess-
ari stærö þurfi þrjá 4-500 tonna
skuttogara til viðbótar bátaflota
Patreksfirðinga. Þeir myndu
kosta 1 kringum 6 milljarða.
Og aö viöbættu þessu megi svo
búast viö, að I kjölfariö fylgi lána-
umsóknir til að bæta hafnarað-
stöðuna. Þannig geti frystihúsa-
framkvæmdin undiö. upp á sig.
Ótalið sé svo aukið álag á fiski-
stofnana á miðunum, sem að öllu
óbreyttu megi ekki við meiri á-
s«Mcn. Sá skaði gæti oröið ómæld-
ur.
Það er þvi ekki óeölilegt, að
uppi séu efasemdir um nauðsyn
2000-3000 fermetra nýs frystihúss
á staö, þar sem hingað til hefur
þurft að flytja vinnuafl til, frá
öðrum stöðum á landinu og
Astralíu.
„Málinu stillt
upp pólitiskt”
Forsaga þessa máls er I stuttu
máli þessi:
Arið 1972 er unnið aö hrað-
fyrstihúsaáætlun, m.a. I sam-
bandi við reglugerðarbreytingu
um hoUustuhætti i fiskiönaði.
Byggðasjóður kemur inn I málið,
þar sem veita átti lán úr honum
til þessara hluta. Þetta var jafn-
framt Uður i þeirri fyrirætlan
vinstri stjórnarinnar að vinna
skipulega að fjárfestingarmál-
um. Og það, sem var tekið á i
þessum málum var hraðfrysti-
húsaáætlunin, uppbygging hraö-
frystihúsanna. Sérfræðingar voru
kaUaðir til.
Að sjálfsögöu höföu frystihúsin
sina óskaUsta, en sérfræðingar
Framkvæmdastofnunar geröu
tUlögur slnar fyrst og fremst með
hagkvæmni I huga.
A P.atreksfirði voru þá starf-
andi tvö frystihús, Skjöldur hf. og
Hraðfrystihús Patreksfjaröar,
litið og heldur léiegt frystihús.
Sérfræöingarnir gerðu upphaf-
iega tUlögu um þaö, aö ekki væri
ástæða tU aö púkka upp á það sið-
arnefnda. Afkastageta þessara
tveggja húsa samanlögð væri
nægjanleg. Meðal annars var á
það bent, aö til Bolungarvikur
bærist álika mikið magn af bol-
fiski og á Patreksfjörö, og á Bol-
ungarvik annaði eitt fyrirtæki þvi
aUvel.
Tillaga sérfræðinganna var
aldrei gerð formleg, þvi þaö kom
strax I ljós, að geysileg andstaða
vargegn þessu. „Málinu var stillt
upp pólitiskt,” sagði heimildar-
maður Helgarpóstsins. Atti hann
viö, að sjálfstæðismenn ættu
Skjöld annars vegar og hins veg-
ar væru framsóknarmenn með
Hraðfrystihús Patreksfjaröar.
„Sennilega er nú einhver kaupfé-
lagapóUtik i þessu lika, bætti
hann við.
En tU þess að koma ekki með ó-
raunhæfar tillögur, sem enginn
tæki mark á, þá geröu embættis-
mennirnir tíllögu um, aö Hraö-
frystihúsi Patreksfjarðar yrði
leyft að byggja Iitiö hús, hófsam-
legt I tilkostnaði, t .d. stálgrind-
arhús, þar sem mætti koma
þokkalega hagkvæmri vinnslu
við. Þeir töldu sig ekki vera að
gera tUlögu að þvi, sem hag-
kvæmast væri, en með þessu væri
þó hægt að sætta viðhorfin á skyn-
samlegan hátt.
Bygging hafin
án samþykkis
Allt I einu gerist það svo, að
hafizt er handa um byggingu á
þessu stóra og mikla frystihúsi
árið 1973 án þess þó, að Fram-
kvæmdasto fnun væri búin að
leyfa eitt eöa neitt. Embættis-
mennirnir höfðu einvörðungu
gert tUlögur, og aö auki um litiö
hús.
Upphafsframkvæmdir hófust án
nokkurrar lánafyrirgreiðslu úr
opinberum sjóöum. Fé til fram-
kvæmda fékk kaupfélagið frá
Sambandi islenzkra samvinnufé-
laga. Erlendur Einarsson, for-
stjóri Sambandsins staöfesti
þetta Isamtali við Helgarpóstinn.
„Og þannig gátu þeir fjár-
magnaö þetta,,” sagði heimUdar-
maður Helgarpóstsins. „Og svo,
þegar þetta er komið af staö er
pressukerfið sett i gang.”
Pressukerfinu lýsti annar
heimildarmaöur okkar þannig, að
fyrst væri byrjað á þvl aö setja
allt á fuUa ferð meö framkvæmd-
ir, engin leyfi fengin og svo þegar
allt væri komið á staö, væri þetta
orðið aö máli, sem þyrfti að
bjarga.
Upp frá þessu hefur siðan verið
sifelldur þrýstingur á um að fá
lán til framkvæmdanna úr opin-
berum sjóðum. „Menn hafa beitt
pólitisku afli og hrossakaupum,
t.d. i sambandi við Byggöasjóð.
Stefnumörkun stjórnar Fram-
kvæmdastofnunar hefur verið
máttlaus og þeir litiö á veru sina i
stjórninni þannig, aö þeir gætu
keypt sér atkvæöi i gegnum
Byggðasjóð.”
Þvi má skjóta hér inn i, að
hugsunin var sú, aö stýra ætti
fjárfestingarmálum með Fram-
kvæmdasjóði, sem lánar Fisk-
veiðasjóði. Lánin til hússins á
Patreksfiröi koma úr Fiskveiða-
sjóði og Byggöasjóði. Þessir sjóð-
ir eiga að spila saman, en það
hefur veriö gagnrýnt, aö stjórn-
málamennirnir I stjórn Fram-
kvæmdastofnunarinnar hafi
aldrei mótað af neinu viti stefti-
una fyrir Fiskveiðasjóð, sem er
ráöiö af embættismönnum.
Meðal annars af þessum ástæö-
um hafi þetta velzt áfram enda
þótt skynsamir menn reyndu að
standa gegn þessu, þar sem hér
væri veriö að sóa peningum.
A þessu ári hefur svo þrýstíng-
ur veriö aukinn verulega og reynt
að berja i gegn, aö lán fengjust til
framkvæmdanna úr Fiskveiða-
sjóöi og Byggöasjóði.
Neftid, sem starfaði fyrir Fisk-
veiðasjóð lagði til að sjóðurinn
lánaöi til framkvæmdanna nú I ár
60%. Byggðasjóður féllst á að
lána þau 40%, sem vantaöi upp á.
Um þetta allt varö mikill slagur,
bæði I rikisstjórn og I stjórn
Framkvæmdastofnunar.
Forsaga lánveitingaheimild-
anna er sú, aö leitað er til Fisk-
veiðasjóðs og Byggðasjóðs um
lán. 1 Byggðasjóði fengu þeir
dræmar undirtektir og voru raun-
ar spurðir hreint út hvort það
væri ekki rétt, að þeir ættu i
fyrsta lagi ekkert fjármagn, i
öðru lagi hefðu þeir ekkert hrá-
efni og I þriðja lagi skorti vinnu-
afl.
Við svo búið hættu framámenn
framkvæmdanna á Patreksfirði
að ræöa við forráðamenn sjóð-
anna þaðan, sem peningarnir
eiga að koma, en sneru sér þess I
staö að Steingrimi Hermanns-
syni, ráðherra og þingmanni
kjördæmisins og Ólafi Jóhannes-
syni, forsætisráðherra.
Rikisstjórnin
tekur sig til
Þeir tóku málið upp á rikis-
stjórnarfundi, framhjá viökom-
andi sjóðum. Forsætisráðherra
lagöi fram tillögu i rikisstjórninni
þess efiiis, að Fiskveiðasjóður og
Byggðasjóður iánuðu fyrirtæk-
inu. Fiskveiðasjóöur 60% og
Byggöasjóður 40%. Þessi tillaga
var samþykkt.
1 framhaldi af þessu átti að fela
Kjartani Jóhannssyni, sjávarút-
vegsráðherra, að skrifa sjóðun-
um tveimur bréf með skipun um
þetta, en hann neitaði. Þegar það
lá ljóst fyrir tók forsætisráöherra
sig sjálfur til og skrifaði sjóðun-
um sjálfurbréf, þarsem sagði, að
rikisstjórnin væri búin að sam-
þykkja, að þessir tveir sjóöir ættu
aö lána samtals 100% til frysti-
húsframkvæmdanna á Patreks-
firöi.
Viðræöur fórufram á milli full-
trúa beggja sjóðanna og geröar
tillögur um hvernig koma mætti
viti I þessi mál, sem þó væru þeg-
ar komin i óefni. Þær báru ekki
árangur.
Fiskveiöasjóður, samþykkti
lánveitingu upp á 60%, en þó með
þeim fyrirvara, aðóskað yrði eft-
ir þvi við Byggðasjóö, ef hann
teldi þörf á, að fram færi athugun
fyrir vestan á þvi hvort ekki væri
kleift aö koma skynsamlegri
skipan á þessi mál. Fiskveiða-
sjóður myndi þannig lúta ákvörð-
unum Byggðasjóðs, sem sumir
telja raunar harla óeðlilegt, þar
sem Fiskveiðasjóöur er aöallána-
sjóöurinn, en Byggðasjóður við-
bótarlánasjóðurinn. Jafnframt
var geröur fyrirvari um, að nið-
urstöður þessarar athugunar
lægju fyrir 1. september. Sam-
þykkt um 60% lán var gerð
engu að siöur og þvl virðist fyrir-
varinn vera gerður til mála-
mynda.
Hart deilt i
Byggðasjóði
1 Byggöasjóöi var hart deilt um
málið, en fór þó á sömu leið. 40%
lánveiting úr þeim sjóði var sam-
þykkt meö sama fyrirvara og
geröur var I Fiskveiðasjóöi.
Raunar telja sumir, aö úrslit
málsins 1 Byggöasjóði, þar sem
fjórir voru meðmæltir en þrir
andvígir, hafi ráöizt vegna mis-
taka varamanns Geirs Gunnars-
sonar. Vitað var, að Geir var á
móti fjárveitingunni, en vara-
maöur hans mun hafa haldið, að
um flokksmál hafi verið aö ræða
og greiddi þvl atkvæði eins og
Kjartan ólafsson, flokksbróðir
hans.
Þannig var samþykkt, aö um
100 milljónir króna rynnu til
frystihússframkvæmdanna á
Patreksfirði á þessu ári.
Helgarpósturinn hefur ekki get-
að fengið upplýsingar um það
hvað nákvæmlega hefur verið
gert til að kanna þessi mál, eins
og gert er ráð fyrir i fyrirvörun-
um meö lánveitingunum úr sjóð-
unum tveimur. Þó er okkur kunn-
ugt um, aö Sverrir Hermannsson,
forstjóri Framkvæmdastofnunar
og Karl Bjarnason, starfsmaður
stofnunarinnar fóru til Patreks-
fjarðar og áttu þar viðraeður við
menn. Þetta kom fram I samtali
okkar við Sverri fyrr i sumar.
Á Patreksfirði er í byggingu, með aðstoð opinberra
sjóða, nýtt, stórt frystihús. Sérfræðingar telja
byggingu þessa út í hött. Á Patreksfirði sé bæði
skortur á hráefni og mannafla fyrir. Með tilkomu nýja
hússins geti skapazt neyðarástand
t