Helgarpósturinn - 24.08.1979, Side 3
--helgarpOSturinrL- Föstudagur 24. ágúst 1979
3
A fundi þeim i Byggöasjóði, þar
sem lánsheimildin var samþykkt,
lá fyrir skýrsla, sem unnin var i
Framkvæmdastofnun. 1 henni
voru ýmsar tölulegar upplýsingar
um fiskafla og dreifingu hans á
hafnir á Vestfjörðum o.fl. (Þessi
skýrsla er til fjölrituð, en þrátt
fyrir margitrekaöar tilraunir
tókst Helgarpóstinum ekki að fá
eintak af henni).
Það er athyglisvert, aö i þessari
greinargerð og handskrifuðum á-
lyktunum, sem embættismenn
drógu saman og kynntar voru á
fundinum, kemur fram I aðalat-
riðum, það sem mælir gegn fram-
kvæmdinni:
A Patreksfirði er veruleg fólks-
ekla i fiskvinnslu þegar, sérstak-
lega á vetrarvertið (I vetur voru
þar um 30 útlendingar I vinnu til
að manna húsin auk innlendra að-
komumanna), i öðru lagi er nýt-
ing á afkastagetu þeirra frysti-
húsa, sem fyrir eru léleg, sér i
lagi i samanburði við frystihús á
norðanverðum Vestfjörðum.
Astæða fyrir þessu er fyrst og
fremst sú að þarna er mikið af
vertiðarbátum og mikið af afla
bátanna fer i saltfiskverkun, bæði
hjá saltfiskverkunarstöðvum og
frystihúsunum sjálfum. Þar kem-
ur til mikill afli á vetrum, svo-
kallaður „vetrartoppur”, en lftill
afli á sumrin.
Það hefur verið almennt álit
sérfræðinga, að ná mætti veru-
lega betri árangri með þvf að
selja i burtu af staðnum tvo til
þrjá stóra báta og kaupa einn tog-
ara i staðinn, sem myndi fiska á-
lika mikið. Aflinn yrði hins vegar
jafnari yfir árið. An þess að auka
aflamagnið yfir árið var þannig
talið hægt að auka framleiðslu-
verömætið án nokkurrar veru-
legrar aukafjárfestingar.
Kjarna málsins töldu menn
þannig vera þann, aö nýta mætti
verulega betur þau atvinnufyrir-
tæki, sem þegar eru fyrir á staðn-
um.
En m eð þvi að byggja þetta hús
núna, þá var bent á, að það myndi
þýöa stóraukinn mannaflaskort á
staðnum, sem hefur þótt nógu
mikill fýrir. Slikt hefði i för með
sér skæða samkeppni milli frysti-
húsanna um vinnuafl og i kjölfar-
ið, er þvi spáö, að það hefði jafn-
vel i för með sér dauöa annars
fyrirtækis, eða stórfeUd vand-
ræði.
Sveitarstjórinn á Patreksfirði
mun hafa dregið þá ályktun, að á
Patreksfirði, þar sem nú búa um
1000 manns, þyrftu að búa um
1400-1500 manns til þess að hægt
verði að fullnægja mannaflaeftir-
spurninni hjá báðum frystihúsun-
um til þess að þau veröi fullnýtt
aðlokinniframkvæmdinni miklu.
1 þessu dæmi reiknar hann með
sömu vinnuaflssamsetningu og
nú er. Þetta táknar um 50% fjölg-
un á fbúum Patreksfjarðar. Hér
er þó alls ekki gert ráð fyrir, að
öll viðbótin verði vinnandi hend-
ur.
Sérfræðingar bentu á, að þegar
búið væri að hleypa þessum
framkvæmdum af stað þyrfti aö
kaupa 2-3 togara. Þetta var stjórn
Framkvæmdastofnunar ljóst.
Miðað var við, að afkastageta
nýja hússins yrði 40-50 tonn á dag
ogþað yrði nýtttilfulls. A það var
jafnframt bent, að með nýju og
dýru húsi, eins og þvf, sem nú er
verið að byggja, þýddi ekki að
vera að fiska á stórum bátum á
vetrarvertið og senda svo fólkiö
heim á sumrin, eins og gert hefur
verið fram til þessa.
Af öllum þessum ástæðum var
á það bent, að ekkert vit væri i þvl
að hlaupa i þessa framkvæmd
núna og eyða af takmörkuöu um-
ráðafé þjóðarinnar.
Framangreind rök dugðu að-
eins i þrjá stjórnarmenn Fram-
kvæmdastofnunar, þá Sighvat
Björgvinsson, formann, ólaf G.
Einarsson og Karl Steinar
Guönason. Með lánveitingu
greiddu atkvæöi Kjartan ólafs-
son, Ólafur Jónsson (AB), Ingvar
Gislason og Jón Sólnes.
Þá dugöu heldur ekki aðrar
röksemdir, sem hnigu gegn láns-
heimildinni. T.d. var lögð á það
rik áherzla, að Byggöasjóður lán-
aði aldrei svona mikiö (40%)
nema i mjög sérstökum tilfeilum.
Dæmi um svo háa lánveitingu er
40% lán til uppbyggingar frysti-
húss á Bildudal og til Stöövar-
fjarðar á þeim forsendum, að á
þessum stöðum er aöeins eitt at-
Bygging nýja frystihússins hefur valdiö miklum pólitiskum titringi
innan veggja Framkvæmdastofnunar.
vinnufyrirtæki, sem atvinnulif
viðkomandi staöa byggjast á.
Þeir sem sóttu um lánið til Pat-
reksfjarðar notuðu þá röksemd,
að fordæmi væru fyrir þvi aö
veita fullt lán, en samkvæmt
heimildum Helgapóstsins hlógu
embættismenn i Framkvæmda-
stofnun að þessu. Röksemdir
þeirra voru einfaldar: Jafnvel
þótt ekki yröi veitt einni einustu
krónu i húsiö, þá yrði i fyrsta lagi
ekki hrun i atvinnulifi á staönum,
þar sem ekki er um að ræöa burð-
arás atvinnulif s þar og I öðru lagi
er jafnvel verið að gera Patreks-
firðingum óleik með þessu.
Heimildarmenn Helgarpóstsins
tóku fram, að i raun væri þetta
dæmi um fáránlega fjárfestingu
ekkert einsdæmi. Hins vegar
blöskraði mönnum, þar sem þetta
værimeð glæfralegri dæmum um
pólitiskt fjármálapot og sóun úr
opinberum sjóðum.
Helgi Jónatansson,
framkvæmdastjóri nýja frysti-
hússins.sagði I samtali við Helg-
arpóstinn, að unnið væri að múr-
verki inni i húsinu núna ogbúið að
einangra og hlaða milliveggi.
Og hvenær kemst húsið I gagn-
ið? spurðum við Helga.
„Við erum að láta okkur detta I
hug, ef svo fer sem horfir, að það
þurfi ekki að taka nema eitt ár i
viðbót.”
Um það, að bygging hússins
væri út i hött fyrir byggöalagið
sagði Helgi:
„Nei, þaö mundi ég alls ekki
telja. Ég visa alveg slfkum full-
yrðingum á bug, viö teljum hér,
að þetta frystihús sé alls ekki of
stórt fyrir byggöalagið, langt frá
þvi. ”
Hér hefur verið stiklað á stóru i
þessu máli og gefur það tilefiii til *
frekari umfjöllunar.
eftir: Halldór Halldórsson
Hugorinn
ber þig liálfa leið
lánift
hinn helminginn
Við höfum opnað leiðir til að láta óskir rætast. Samið er um
nokkrar mánaðarlegar innborganir. Síðan lánar bankinn jafn
mikið á móti. Að IB-láni liggja margar leiðir - mislangar en
allargreiðfærár.
Dæmi um nDkkmvalkDSti aí'mörgum sem bjóöast.
BanMþeirm sem hyggja aö framtíöinni
Iðnaðarbankmn
AöalbaöM og útíbú.
SPARNAÐAR- TÍMABIL DÆMIUM MANAÐARLEGA INNBORGUN SPARNAÐUR í LOK TÍMABILS IÐNAÐARBANKINN LÁNARÞÉR RÁÐSTÖFUNAR- FÉ MEÐ VÖXTUM MÁNAÐARLEG ENDURGREIÐSLA ENDURGR. TÍMABIL
3 . man. 20.000 40.000 75.000 60.000 120.000 225.000 60.000 120.000 225.000 120.800 241.600 453.375 20.829 41.657 78.107 3 . man.
18, man. 30.000 50.000 75.000 540.000 900.000 1.350.000 540.000 900.000 1.350.000 1.150.345 1.918.741 2.875.875 36.202 60.336 90.504 18, man.