Helgarpósturinn - 24.08.1979, Side 4
Föstudagur 24. ágúst 1979 —hQlgarpásturinn-
„Það brakar hátt í mörgum”
NAFN: Hilmar Helgason STAÐA: Forstjóri FÆDOUR: 14.2.41. HEIMA: Fitjum, Kjalarnesi BÍLL: Sá sem er næstur mér
af fyrirtækisbílum FJÖLSKYLDUHAGIR: Eiginkona Katrín Thorarensen og eiga þau þrjá syni ÁHUGAMÁL: Mannlíf
SAA, Samtök áhugamanna um áfengisvandamáliö, hafa á tiltölulega skömmum tfma vakiö
trúlega meiri athygli á umræddu vandamáii og viðbrögöum viö því, en öli bindindishreyfingin
hefur gert i áratugi, og jafnframt viröist Ijóst aö starf samtakanna hefur stuöiaö aö umtalsveröri
hugarfarsbreytingu hjá þjöðinni gagnvart þessu gamla hitamáli. En samtökin hafa Ifka orðiö
umdeild. Ýmsum hefur þött nóg um hávaðann sem þeir þykjast merkja í baráttuaöferöum
þeirra, jafnframt þvl sem baráttumenn fyrir bindindiaf gamla skólanum hafa ekkigetaö fallist á
vinnubrögöin. M.a. hafa lækningaferöir drykkjusjúklinga til bandariskia. heilsuhælisins Freeport
valdiö jafn miklum deilum og árangurinn hefur vakiö eftirtekt. Nú slðast hefur fyrirhuguö spari-
sjóösstofnun á vegum SAA valdiö nokkru fjaörafoki. t miöjum umræöunum stendur Hilmar
Helgason, formaöur SAA. Hann er i Yfirheyrslu hjá Heigarpóstinum idag.
Af hverju voru Samtök
áhugamanna um áfengis-
varnamáiiö stofnuö?
„SAA var stofnaö vegna þess
aö það var hreinlega ekki til
nein aðstaöa eöa sjúkrarúm
fyrir allan þann fjölda sem
þurfti á slikri aöstööu aö
halda.”
Hér eru fyrir ungtemplara-
samtök, stúkur, AA samtök og
rlkið rekur áfengisvarnarráö.
Var virkilega þörf á enn einum
samtökum af þessari tegund?
„ Já svo sannarlega hefur það
* verið þaö, enda starfar SAA á
allt öðrum grundvelli en þessi
samtök.”
Rúmaðist SAA ekki innan
þessara samtaka?
„Nei, vegna þess aö leikregl-
ur stúkanna eru boð og bönn en
AA samtökin byggjast á að
sjúkir lækna sjúka. Og þau eiga
því ekki samleið með okkur.
Það þarf einnig peninga til að
reka þessa starfsemi og AA
samtökin mega ekki sem slik
reka neina peningaþjónustu”.
Þurfti hávaöa til aö gera
skurk i þessum málum?
„Það varð að vekja athygli,
og opna augu fólks fyrir þvi
hvað áfengisvandamálið er
griöarlega mikið”.
Hefur ekki veriö gert of mikið
úr þessum vanda?Þarf aö blása
afleiöingarnar svo út aö venju-
legt fólk veröur aö signa sig
áður en það fær sér i glas?
„Égheld að það sé ekki nógu
mikið blásið út. Mln skoðun er
sú, án þess að ég fái hana rök-
studda, að þaö deyi á hverri
viku fimm tii sex manns úr
alkóhólisma. Ef fólk mundi
deyja úr einhverju öðru — bil-
slysum öl dæmis 5-6á viku —er
ég hræddur um aö öskrað yrði
mun hærra, heldur en við ger-
um.”
Eru til einhverjar tölur um
fjölda áfengissjúklinga? M
„Samkvæmt skoðanakönnun-
um þá virðast vera 20%
neytenda sem eiga viö áfengis-
vandamál að striða, þannig að
viö verðum að hafa þessa tölu
hérna um 20 þúsund manns.”
Eru þeir fleiri hér en annars
staöar?
„Já þeir eru fleiri. Það eru
aðeins Pólverjar og Irar sem
eiga einhverja samleiö með
okkur og það er kannski kominn
timi til að athuga nánar blóð-
tengsl okkar við Ira.”
Finnst þér sjálfsagt aö rikiö
borgi feröir drykkjumanna til
Freeport?
„Já. Allir sem verða fyrir
þessu, borga að fullu i sjúkra-
tryggingar og alkóhólismi er
viðurkenndur sjúkdómurog þar
' af leiðandi hluti af sjúkratrygg-
ingakerfinu. Þær hljóta þvl aö
; borga lækninguna.”
Hvaö kosta þessar feröir?
' „Þær kosta um 750 þúsund
j krónur, enkannskierekki leng-
J ur tlmabært aö tala um þessar
í ferðir þvl þær eru niöur lagðar.
i Við erum komnir með sama
I meðferðarkerfi hérna heima á
Silungapolli og á Sogni. Og I
gegnum það fara fimmtán
hundruð manns á ári, en á Free-
port'á þremur árum fóru 500
manns.”
Er þaö rétt aö mikill meiri-
hluti áfengissjúkiinga komi úr
efnaöri stéttum?
„Það er fráleitt. Nema þvl
aðeins að langmestur fjöldi
fólks teljist til efnaðri stétta.
Alkóhólisminn spyr ekkert um
stöðu eða stétt heldur hlýtur
hann aö ráðast á allar stéttir
jafnt, og hvaða stétt er fjöl-
mennust? Er þaö ekki milli-
stéttin? Þannig að þar hlýtur
alkóhólisminn að vera mestur”.
Hafa allir sömu féiagslegu aö-
stööu til aö hljóta lækningu?
„Já, absalútt”.
Hvernig gengur þaö fyrir sig
þegar menn leita lækninga?
„Þeir eöa aðstendendur
þeirra lyfta upp simtóli og
hringja I 81615 og panta sér
pláss. Venjulega eru 20 til 50
manns á biðlista og biðin getur
orðið frá 3 dögum og kannski
uppi 10 daga.”
i hverju er þessi lækningarað-
ferö fólgin?
„Það er eiginlega enginn á
sömu skoðun um það.Meðferðin
á Siiungapolli er fólgin i' þvi að
mönnum er hjálpaö til að sjúk-
dómsgreina sjáifa sig, þannig
að þeir geti sjálfir séð og ákveð-
ið hvað þeir geti gert og hverjir
séu möguleikar þeirra. A Sogni
er þeim siðan kennt i fram-
kvæmd hvernig lifa eigi árang-
ursrlkara lífi.”
Er þetta ekki niöurlægjandi
fyrir sjúklinginn?
„Það brakar hátt I mörgum.”
Hvernig stendur á vexti þess-
ara samtaka?
„Hann er mjög eðlilegur.
Alkóhólismi er i hverri einustu
fjölskyldu á íslandi. Viö höfum
leitað logandi ljósi að þeirri
fjölskyldu sem ekki hefur alkó-
hólista, og slik fyrirmyndarfjöl-
skylda ætti ekki aö fara huldu
höfði, heldurgefa sigfram. Hún
hefur ekki ennþá gert það?
Hverjir eru I SAA?
„Þaö er þjóðin. Það er sam-
nefnari úr öllum stéttum þjóð-
arinnar. Kannski er þarna, ef
maður á að taka eitthvað út,
einkum um aö ræöa fólk sem
einhver afskipti hefur haft af
alkóhólismanum.”
Hvaö eru margir i þeim?
„Það eru 9 þúsund manns.”
Standa fjársterkir aöilar á
bak viö SAA?
„Nei, en margir miklu sterk-
ari aöilar á öðrum sviðum og þá
sérstaklega guöfaðir SAÁ, Al-
bert Guömundsson. An stuðn-
ings hans væru samtökin ekki
það sem þau eru I dag.”
Þigguröu laun fyrir störf þin
hjá SAA?
„Nei.”
Hver er veltan?
„Með öllu gæti ég trúað að
hún yrði um 300 milljónir.”
Er gróöi á fyrirtækinu?
„Nei, þaö varð 37 milljón
króna tap á síöasta ári.”
Hver borgar brúsann?
„Félagsmenn. Félagsgjöldin
fara I aö borga tapið.”
Hvaö veldur þeirri andúö á
SAA sem sumsstaðar verður
vart?
„Ég þekki ekki nema eina teg-
und af andúð og hún kemur frá
fólki sem mistekist hefur með-
ferð á og þeir sem sjálfir eiga
við áfengisvandamál að striöa
og fást ekki til aö gera neitt i.”
Ýmsum þykir þetta eigin-
hagsmunafyrirtæki?
„Ég þekki það ekki.”
Hvaö er gert fyrir þá sem
falla aftur?
„Hvað er gert fyrir hjarta-
sjúklinga sem fá hjartatilfelli
aftur? Þeir eru teknir inn eins
ogskot, hlúð að þeim eftir bestu
getu og þeir látnir aftur út i
þjóðfélagiö.”
Er þaö einkenni á fyrrverandi
drykkjuhestum (aikóhólistum)
aö þeir veröi vinnuhestar
(„workaholics”)?
„Nei, það er ekki einkenn-
andi. Hinsvegar veröur allt létt
verk og lööurmannlegt miöað
við það að halda sér fullum, og
einhversstaöar verður orkan að
fá útrás og oft kemur það út I
vinnu.”
Er þörf á þvi aö stofna sér-
stakan sparisjóö fyrir alkóhól-
ista ?
„Þessi sparisjóður er ekki
stofnaður sérstaklega fyrir
alkóhólista, heldur er gert ráð
fyrir þvl að hann þjóni i mjög
lithi prósentutali, þeim málefn-
um sem að okkur snúa — áfeng-
isvandamálum i heild sinni.
Þettaerstofnunsem stundar öll
almenn bankaviðskipti en eins
og fram hefur komið leggjum
við mikla áherslu á aö sinna
öldruðum og sjúkum'
Er stofnun þessa sparisjóös til
aö afla peninga fyrir SAA?
„1 sjálfu sér er sparisjóðurinn
alveg óviðkomandi SAA, siður
en svo nokkurt einkafyrirtadci
þeirra samtaka heldur aöeins
eitt aflið i viðbót tíl.aö vinna
gegn áfengisvandamálinu. Viö
getum sagt að hann sé ætlaður
til aö fjárfesta i betra mann-
llfi.”
Hvaö áttu viö meö þvi?
„Viö getum sagt sem svo að
einhverjir afgangspeningar
veröi hjá öllum velreknum
fyrirtækjum, en við mundum
nota þessa afgangapeninga,
meðsamþykki ráöherra, ibetra
mannlif.”
Geröuö þiö ykkur ekki grein
fyrir aö rikið hefur sett hömlur
á fjölda bankastofnana og aö
fjölgun er ekki heimil?
„Jú vissulega.”
Af hverju réöust þiö þá I
þetta?
„Vegna þess að viö álitum þá
að yrði málefnið sem slíkt sett á
vogarskálina mundi það vega
þyngra helduren annaö. Við vit-
um að þaö liggja fyrir umsóknir
um 20 ný bankaútibú, og ein-
hverjar þessara umsókna fara I
gegn.Þvískyldiþáekki umsókn
um svona sparisjóö fara I gegn,
þar sem málefnið er svona
sterkt?”
Komið þiö ekki auga á aörar
leiðir?
„Vissulega erum við búnir að
velta fýrir okkur fjölmörgum
leiðum. Hins vegar eru allskon-
ar útsölur og happdrætti og all-
ar algengustu fjáröflunarleiðir
fullnýttar af öllum þeim góð-
gerðarfélögum sem um er að
ræða.”
Olli ekki stofnun SAA sundr-
ungu meðal hinna ýmsu hópa
sem berjast fyrir sama mál-
efni?
„Ekkifélögunum sem sllkum,
heldur virðist SAA hafa farið I
taugarnar á einstökum ein-
staklingum innan þessara sam-
taka. Okkar vinnubrögð. bað er
mjög eölilegt og eiginlega bara
náttúrulögmál. Við bjuggumst
alltaf við því.”
Finnst þér aö templarar og
stúkumenn hafi tekið skakkan
pói i hæðina?
„Ekki skakkan pól. Ef þeir ná
þvl að ganga sina Hfsgöngu á
enda edrú þá er það gott og vel.
Hinsvegar, fyrir minn smekk,
eru starfsaðferðir þeirra ekki
einni, heldur tveimur kynslóða-
tlmabilum á eftir tlmanum.”
Aþetta viö um áfengisvarnar-
ráð?
„Afengisvarnarráð er ekki
einusinni hægt að ræöa i þessu
sambandi. Ég veit ekki að
hverjum verið er að ljúga meö
þvi að setja það á stofn, vegna
þess að þetta fyrirbæri er svo
gjörsamlega f jársvelt að það er
tii einskis hæft.”
Fær SAA rlkisstyrk?
„Já. Við höfum fengiö úr
gæsluvistarsjóði samtals 11
milljónir króna.”
Hvaö fær áfengisvarnarráö?
„Ég held að fjárveiting til
þeirra hafi numið um 15 mill-
jónum.”
Hvaö viltu sjálfur ganga langt
I áfengisvarnarmálum?
„Ég álít það skyldu þeirra
sem selja áfengi að fræða og
upplýsa um hættuna sem af
þessu kunni að stafa. Hvar sú
lina er, það get ég ekki sagt um.
Þaðer persónubundið. Ég vil aö
góð fræðsla og fyrirbyggjandi
störf verði stunduð, fyrir alla
unglinga frá tólf til að minnsta
kosti átján ára, enda er það
samkvæmt landslögum.”
Er bann á áfengi réttlætanlegt
undir einhverjum kringumstæö-
um?
„Ekki á meðan okkur er leyft
að flytja inn sykur og rækta kar-
töflur.”
Ertu á móti bjórnum?
„Ég er ekki á móti neinu vlni
sem slíku.”
Þýöir þetta aö þú sért fylgj-
andi þvi aö leyfö veröi sala á
bjór?
„Ef til atkvæðagreiöslu
mundi koma, myndi ég sitja
hjá. Ef ég yrði neyddur til þess
að segja álit mitt mundi ég
segja já.”
Hygguröu á pólitlskan frama?
„Nei, ég kann afskaplega litið
til þeirra hluta. bað mundi
aldrei eiga við mig að gerast
aggressifur I þvi vegna þess að
það virðist byggjast á þvl að
upphefja sjálfan sig með þvi að
traöka helst á hausnum á and-
stæðingnum.”
Hvers vegna drakkstu
sjállúr?
„Það var svo gasalega gott að
drekka (hlær). Þaö get ég ekki
útskýrt. Þetta ersjúkdómur þar
sem höfuöið segir nei, enhöndin
já. Ég get ekki gert mér grein
fyrir i hverju fýknin er fólgin.
Ég byrjaði öfugt við alla aöra.
Ég byrjaði á mentholspiritus I
appelsini 13 ára gamall og end-
aði I Vodka.”
Hvaö varstu iangt leiddur?
„Ég trúi þvl I dag að ég hefði
ekki lifað nema I mesta lagi eitt
ár I viðbót. Líkaminn var ger-
samlega búinn.”
Er löngunin ennþá fyrir
hendi?
„Já, ég er mannlegur”.
Hvenær er hún sterkust?
„Aóliklegustu tlmum. A þeim
stundum og við þau atvik sem
ég hafði ekki gert mér grein
fyrir að voru hvati að drykkju.
Til dæmis er mikil gleði i mér
miklu hættulegri heldur en
mótlætið. Ef allt gengur i hag-
inn. Ef vel hefur tekist tíl með
eitthvert ákveðiö verkefiii þá
kemur upp sú löngun að verð-
launa sjálfan sig.”
Ef ég tæki hérna upp fiösku og
hellti I glas fyrir þig, kæmi
gamla tilfinningin uppá yfir-
borðiö?
„Nei.”
eftir Guðjón Arngrímsson-