Helgarpósturinn - 24.08.1979, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 24.08.1979, Blaðsíða 5
5 JielgarpásturinrL Föstudagur 24. ágúst 1979 Þetta er ógurleg játning sem ég þarf aö gera, en undan henni verður ekki skorast lengur. Ég ÞOLI EKKI Svia eöa nokkur.t þaö sem sænskt er. Auövitað geri ég mér grein fyrir þvi, aö þetta setur mig i erfiða aöstööu gagnvart vinstrimönnum islenskum, þvi Sviþjóö er nú einusinni drauma- land jafnaöarmannsins, en þetta er engu aö slöur staðreynd. Held- ur vildi ég vera ein meö átta hungruö mannætum en einum Svia — þær myndu aö minnsta kosti ekki drepa mig meö leiöind- um. samlega, sænskmenntuöu tjald- búöasinnarnir, og stofna sér heimili einsog klippt útúr Femina — „hyggelige” og „sjove” meö fullt af tágum og ómáluðu tré og allskyns skemmtilegum litlum fidusum. Húsgögnin flytja þeir gjarna meö sér hingaö i útlegöina frá menningunni skandinavisku, og þeir flytja ekki siöur annaö. Til dæmis bækur: Nú er ekkert læsi- legt eöa lesandi oröiö nema höjaktuelle debatromaner, drep- leiöinglegt sóslalrealistiskt kjaft- æði þar sem persónurnar tala ekki samanheldur halda ræöur til Frekar áttahundruð mannætur en einn Svía Þaö veröur kannski aö útskýra þetta nánar. Á siöari árum hafa ungir Islendingar i æ rikari mæli flúið land með rófuna lafandi milli lappanna og ekki numiö staöar fyrir en þeir hafa plantaö sér lafmóðir niöur á Noröurlönd- um — gjarna einmitt Sviþjóö. Þar hafa þeir svo stytt sér stundir viö aösenda heim fréttapistla og ætt- ingjabréf og lofað hástöfum frels- iö, jafnréttiö og umfram allt bjór- inn sem nóg er vist af i þessum dýrðarrikjum. Einsog alþjóö er kunnugt er nefnilega meö öllu óbyggilegt á íslandi — hér eru engar krár, engin kaffihúsa- menning, engin hóruhús og engin sósialhjálp sem fengur er i. Auk þess er veðriö meö öllu óþolandi (þaö af þvi sem mætti nefna veö- ur), Reykjavik óbyggileg meö öllu og ekkert hægt aö gera þar af viti og landsbyggöin ekki nema fyrir sveitavarginn og þá sérvitr- inga sem enn halda dauðahaldi i flower-power fortiðarinnar og afturhvarfiö til náttúrunnar (sem allir vita að er óframkvæmanlegt nema i heitara loftslagi). Er þaö furða aö þessi blómi Islensku þjóðarinnar forðist af fremsta megni aö fölna heima á Fróni? — Hitt má mönnum svo aftur þykja merkilegra, aö hann skuli nokk- urntima snúa hingaö aftur. Þvi það gera þeir samvisku- skiptis án þess aö fatast eitt and- artak i hugmyndafræöinni og ekki lakari barnabækur sem lýsa I smáatriöum daglegu lifi geöugra barna með prins-valiant-klipp- ingu (t.d. Emma litla fer I baö, Tumi litli greiöir sér, Gunna litla fer út á stoppistöð og til baka aft- ur). Eöa þá oröaforöinn — fyrst slettur (einsog sumt af þeim sem ég hef notað hér aö ofan): kvinde- sag, særforanstaltning, problemstilling, en siðar islenskar þýöingar og nýsköpun hugtaka, sem hingaö til hafa ekk- ert haft að gera I islenskri tungu eða menningu. Sem sýnir auövit- aö best hvað íslensk tunga og menning eru afskaplega litilfjör- leg. Við skulum ekki einusinni nefna skandinaviskan klæðaburö, þjóöfélagslega meðvitund (sem alltaf þarf að auglýsa svo hún fari nú ekki framhjá neinum) og yfirhöfuð allt annaö, sem tilheyr- ir. Hugsanahátturinn er skandinaviskur orðinn — meira aö segja gamlir og grónir jólasiö- ir hverfa og fá á sig annað yfir- bragö. Siöfágun velferöarikisins er i algleymingi. Nú má engum detta þaö i hug, að ég telji mig að neinu leyti skárri en aöra. Eg játa allt: Ég les dönsku vikublöðin af (mis- mikilli) áfergju, sletti skandinaviskum oröum miskunn- ar- og samviskulaust og er hræöi- lega veik fyrir bæði tré og tágum. En ég frábiö mér algerlega aö vera nokkuð bendluö viö þjóöfé- lagslega vitund — ef ég er haldin af þeirri meinsemd vil ég fá aö gera þaö I hljóöi og án þess aö reyna aö smita náunga minn. Pólitik er eitur i minum beinum. — Það fer lika um mig hrollur, fyrrverandi útlagann, þegar ég hugsa til þess að ég heföi allt eins getað lent i Sviþjóö eöa Noregi á námsárunum einsog I hinni spilltu Kaupmannahöfn. Þá væri ég sjálfsagt allt þetta sem ég taldi upp áöur i staö þess aö vera bara frik. En þó að ég slökkvi samvisku- laust á sjónvarpinu þegar sænsku myndirnar byrja og þó aö ég taki á mig stóran krók framhjá öllum debatrómönum, þá verö ég samt (beiskibragöi.auðvitaö) aö viöurkenna aö eitt gott hefur komið af þessu öllu. Hópvinna. — Islendingar eru nefnilega forhert- ir einstaklingssinnar, sem hingaö til hafa litið alla samvinnu horn- auga. Þegar þeir svo • kynnast henni hjá „frændþjóöum okkar” ýmist falla þeir i stafi af skelfingu eöa hrifningu, en komast illa framhjá. Og hópvinna getur boriö ýmsa athyglisveröa ávexti, marga hverja nýstárlega á islenskum boröum. Jafnvel ávexti, sem geta komiö I veg fyrir aðskiljanlega hörgulsjúkdóma, einsog blindu af islendingasagna- dýrkun, hreyfifötlun af þjóðleik- húsfylgni og heilalömun af menn- ingararfsneyslu (ótakmarkaöri). Fátt er svo með öllu illt... Þess vegna finnst mér i fúlustu alvöru aö ýmsir útlaganna okkar Helgi Sæmundsson — Hrafn Gunnlaugsson — Jónas Jónasson — Magnea J. Matthiasdóttir — Páll Heiöar Jónssonar — Steinunn Siguröar dóttir — Þráinn Bertelsson hringbordid í dag skrifar Magnea J.Matthiasdóttir erlendis ættu aö koma hingaö hiö snarasta. Látum svo vera, aö þetta sé fólk sem ekki gengur almannaveg og hlýtur fyrir gagn- rýni og gróusögur. Veit þaö þá ekki, að þaö þarf ýmislegt til aö vikka sjóndeildarhring hús- mæðra i Vesturbænum og teygja út mörk hins viðurkennda? Er það ekki veröugt verkefni i sjálfu sér? Þaöer ekki hægtaö búast við þvi aö alltieinu — plopp! — fái islenska þjóöin einsog hún leggur sig vitrun og frelsist til nýs og meira umburöarlyndis og frjórri hugmynda. Fámenniö getur ekki siður unnið meö okkur en móti. Þaö ætti til aö mynda að vera mun auðveldara aö koma hug- myndum sinum á framfæri (ef maður þá hefur einhverjar og nennir aö starfa aö þeim) og hafa samband viö aðra sama sinnis heldur en i milljónaborgum erlendis. Aö visu er það kannski ekki létt verk aö næla sér i styrki sem duga til — það vita allir hvernig fjármálin standahjá hinu opinbera — en er hugsjónaeldur- inn ekki þvi heitari? Að minnsta kosti er það oft látiö i veðri vaka. Og er ekki allt á sig leggjandi fyr- ir hugsjónirnar? Hvers vegna þá aö sitja i útlandinu og mála landiö svart i eigin augum og annarra? Væri ekki nær aö koma sér heim og bæta fáeinum ljósum dráttum i myndina? Bara róleg — við f.áum bjór fyrr eöa siöar. Þangað til getiö þig bruggað einsog viö hin. ÚTIBÚIÐ í HVERAGERÐI hefur flutt í nýtt húsnæði aö BREIÐUMÖRK 20 \ SÍMAR: 4215 - 4245 - 4285 Jafnframt býöur útibúið föstum viðskiptavinum sínum til afnota ný GEYMSLUHÓLF C BUNAÐARBANKINN HVERAGERÐI

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.