Helgarpósturinn - 24.08.1979, Síða 17

Helgarpósturinn - 24.08.1979, Síða 17
17 ---hs/QdrpOSturífirL-Föstudagur 24. ágúst 1979 Nýtt verk eftir Böðvar Guðmunds- son er meðal vetrarverkefnanna „Það liggur i augum uppi að bækur hljóta að fylgja dýrtíö- inni”, sagði Arnbjörn, ,,og reynd- ar veit ég ekki hversu dýrar bæk- ur eru miðað við annaö. Bók á tiu þúsund krónur er ekki mjög verð- mikil ef tekið er miö af verðlagi i landinu”. Starfsár Alþýðuleikhússins fer aöbyrja. A fundi sem haldinn var hjá leikhúsinu i vikunni voru teknar nokkrar ákvarðanir um vetrardagskrána, sem að sögn Arnars Jónssonar, hefst ein- hverntfma uppúr mánaðarmót- unum næstu. Böðvar Guömundsson „Það sem er ákveðið”, sagði Arnar, „er að farið verður með Blómarósir i leikferð út á land, jafnframt þvi sem þaö verður sýnt hér i Reykjavik”. Arnar sagði að aftur yrði tekið til sýninga verk Dario Fo, „Við borgum ekki”, og að á fundinum hefði verið rætt um hvaða islensk verk yrðu tekin fyrir á árinu. „Fyrsta Islenska verkið sem viö sem við flytjum verður að öllu ó- breyttu nýtt verk eftir Böðvar Guömundsson”, sagði Arnar. Þvi Vernharður Linnet skrifar um Pétur Pálsson „UMFRAM ALLT AÐ SKAPA SJÁLFUR 1 siðustu viku gengust nokkrir herstöðvaandstæðingar fyrir samkomu i minningu Péturs Pálssonar. Samkoman var haldin i Félagsstofnun stúdenta og komust færri að en vildu. Pétur var aðeins 48 ára er hann lést I júli sl., en hann hafði lengi átt viö erfið veikingi að striða. Þegar tóngerð Péturs á Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum var frumflutt vorið 1965 var nýtt vopn magnað upp I bar- áttunni, gegn her I landi. Lif og vonir islenskrar alþýðu i þúsund ár samtvinnuðust I þessu verki, enda voru höfundarnir hand- gengir menningararfleifð þjóð- arinnar og skildu hana alþjóö- legum skilningi. Pétur sagði eitt sinn að menn yrðu að samstilla krafta sina gegn hörmungum gróðahyggju og tómhyggju og koma sér saman um að vernda og bjarga frá tortimingu þvi fegursta er býr með þjóðinni. Og hann bætti við: „Hér er ekki þjóðarrembing- ur á ferð, það er helgust skylda hverrar einustu þjóðar á þessari jörð að vernda það besta, sem henni er gefið og þúsundir kyn- slóða streitast við að skapa og móta. Jafnt einstaklingur sem þjóð sem glatar máli sinu, er ekki lengur fær um að taka viö þekkingu né miðla þekkingu og stuðla þannig að farsælla lifi allra þjóða á þessari jörð” (Neisti 1. tbl. 3. ág). Þessi afstaða mótaði mjög list Péturs. Þjóöarstefið gekk sem rauður þráður i gegnum verk hans þótt stundum skyti blúsinn upp kollinum. Pétri var mjög i mun að allir tækju þátt i list- sköpuninni og verk hans voru honum ekki sá helgidómur sem enginn mátti hreyfa við. 1 eftir- mála að bók sinni Herfjötur, segir hann ma.: „Að syngja. - Laglaus segirðu. Enginn er lag- laus, þvi aö allir hafa lag á ein- hverju. Raula, púa, úa, einsog afi og amma þegar þau höfðu varla viðþol fyrir giktinni. Opna munninn og hljóða, það er að- ferðin. Þið gætuð allt eins samið lögin sjálf við ljóðakornin I þessari bók, og ef ykkur finnst einhver nóta leiðinleg, þá skuluð þið bara snúa henni viö....... Takið ykkur saman I andlit- inu og semjið sjálf, umfram allt aö skapa sjálfur... Þannig var Pétur. Þar sem hann kom fóru bylgjur um lif- frymið. Skapa, túlka, tjá sig. Allir. Og hann leitaöi sálarinnar i gitarnum og var eitt meö honum. Pétur gaf út eina bók: Her- fjötur, Rvk.1966 og tileinkaði hana hernámsandstæðingum og Helga Pjeturss en Pétur Igrund- aöi mjög heimspeki hans og spann margt nýtt við þau fræði. 1 Herfjötri má finna margar stefnur Péturs er vinsælda hafa notið ss: Velferðarriki, Þrælasöngur (Nú hljóðnar dagsins önn) og Barnasteflu (Litlir fætur, hvaða?), þar eru og myndverk eftir hann og aðra og ljóð. Ljóð Péturs voru marg- þætt: ljóðræn, angurvær.yndis- lega einföld en á stundum hörð, beinskeytt, hvöss: Þýlynd ertu þjóðin mín/ þiggur betlisilfrin fin/ þykjist vera sjálfrar sin. Sóleyjarkvæði var hljóðritað 1967 og gaf Fylkingin það tvl- vegis út á hljómplötu (Sóleyjar- kvæðiÆF 1), eru báðar útgáfur- nar löngu uppseldar. A minningarsamkomunni I Félagsstofnun stúdenta voru mörg verk Péturs flutt sem aldrei hafa heyrst áður opinber- lega, en hann skildi eftir sig mikið af óbirtu efni. Jón frá Pálmholti og Sólveig Hauks- dóttir fluttu óbirt ljóöeftir Pétur ma. kvæði er hann orti eftir systur sina er lést i æsku og segir þar ma: undir iljum/ögn moidar/þú sem yljuö/varst lifi/Ukn sólar/og handa. Steinunn Sveinbjarnardóttir og fleiri fluttu lög, eftir Pétur við ljóð Jónasar Svafárs og stelpuhnokki Helga Völundar- dóttir, söng lag og ljóð Péturs: Páskasól. Helga hreif viöstadda og fékk þá til að syngja viðlagið. Af þessu lagi er dálltil saga. Pétur sagt ásamt fleira fólki inná Hótel Vik um 1950. Kom þá litil stelpa inn og sagði viö Pétur: „Viltu kaupa Páskasól. Það kostar ekki neitt? „Pétur samdi ljóð og lag aö vörmu spori. Hópur leikara flutti brot úr reviu er Pétur skildi eftir sig i brotum. Það er fjallað um gróðafiknina. Tveir kauðar leigja byssumanni herbergi i húsi svo hann geti verið fyrri «1 að skjóta annan byssumann sem segir að ætli að skjóta sig og býr hinummegin við götuna. Freyja býr I húsinu og vingast Frá minningarsamkomunni I Félagsstofnun stúdenta. Pétur Pálsson — leitaöi sálar- innar I gitarnum. brátt við byssumann. Margir góðir söngvar eru i revýunni og upphefst einn á þessa leið: Sumir haida upp á drasl og dót/þá dreymir dag og nótt/Ef veröur á vegi þeirra lufsan ijót/þeir læð’enn’i vasann skjótt/'Þvi þeir elska drals og dót. Arnar Jónsson las úr Sköpunarsögu þeirri er Pétur vann að siðustu árin. Þetta er undurfagur texti og tónrænn og tókst Arnari að ná fram þeirri dulúð er I honum býr. Hér fer örlitið brot úr einum kaflanum: Úfin uru. „Af dulinni megind á meiðilífstrónunnar.kom ég inn i þennan heim. Ljósvægur geisli sólkrónunnar tók mig föstum tökum.ég synti fyrst i forarpolli með eitt auga, að það skyldi verið hafa. Jú, ég var eins og fáviti fyrir eldgosum og jökulruðningi. Nema, þar sem ég hafði hreiðrað um mig I hellisskúta einum, mátti sjá þaðan: þani á vötnum, en þegar hér var komið sögu, höfðu höf sorðið og moldir orðið, og það mátti sjá hvar heið orfin bliku. Hvar im litu ofan, hvar ið kviku. Þá stóðu blöð á stilkum.” x Að sjálfsögðu var sungiö úr | Herfjötri og Sóleyjarkvæði og i allir sungu með lika þeir er j héldu sig laglausa. og andi o Péturs sveif yfir vötnunum: | Söngurinn I brjósti minu — Söngurinn I brjósti þlnu — Söng- urinn I brjóstum allra. verki veröur leikstýrt af Þórhildi Þorleifsdóttur. Aö sögn Arnars mun slðan sér- stakur barnaleikhúshópur vinna á vegum Alþýðuleikhússins. Sú starfsemi er raunar þegar hafin, en hópurinn er að fara yfir verk sem islenskir höfundar hafa skil- að inn. Enn eru þó ekki allir búnir að skila frá sér drögum sihum, þannig aö ekkert hefur veriö á- kveöiðumhverjir verða fyrirval- inu. Þá gat Arnar þess að Alþýðu- leikhúsiö mundi ráðatil sin fram- kvæmdastjóra frá og með fyrsta september, og að gengið yrði frá vali hans bráðlega. Alþýöuleikhúsið hefur tekið Lindarbæ á leigu I vetur eins og I fyrravetur. „Lindarbær er, eins og þeir vita sem til þekkja, ekki neitt afbragðshús til leiksýninga, en viö eigum ekki i önnur hús að venda”, sagði Arnar. Reyndar hefur Alþýöuleikhúsið einnig sótt um að komast inn i gamla Sigtún, við Austurvöll, en þaðmál hefur engar lyktir fengið ennþá. Eins og undanfarna vetur mun svo leikhúsiö ferðast um landið með verk sin, og að sögn Arnars reyna að komast inn i skóla, og húsnæði eins og Félags- stofnun stúdenta, meö einstakar sýningar. —GA , ,My ndskrey tíngamar það alskemmtilegasta’ Nýtt hefti tímarits Máls og menningar helgað börnum komið Timarit Máls og menningar, annað hefti 1979, er komið út. Umsjón með útgáfunni hafði Silja Aðalsteinsdóttir, en tlma- ritið er helgað börnum. „Mér finnst myndskreyting- arnar það skemmtilegasta I þessu hefti”, sagði Silja, þegar Helgarpósturinn spurði hana utn það. „Börn ættu að fá að géra miklu meira af þvi að skreyta barnaefni, þau hafa allt sém til þess þarf, hugmynda- auð, og klókindi. 1 timariti Máls og menningar eru myndir eftir 4 og 7 ára börn, og það er sjálf- sagt þeirra vegna að það var afskaplega gaman að hanna þetta hefti”. Ritstjóri tímarits Máls og menningar er Þorleifur Hauks- son,en i tilefni barnaárs („þess mikla hvalreka á fjörur okkar barnamenningaráhugafólks”, eins og Silja sagði) var Silja fengin til að sjá um þetta hefti. „Mér finnst sjálfsagt að öll vönduð tímarit sinni barnaefni til jafns við annað efni, ekki bara af þvi aö það er barnaár, heldur vegna þess að það er ekki nema réttlátt”, sagði Silja. Tlmaritið er 120 bls og prentað I Odda. —ga Kostar meðalbók á tíunda þúsund í ár? #/Ég á von á því að mikið af bókum í ár komi til með að kosta svona niu til tíu þúsund/" sagði Arnbjörn Kristinsson, formaður Fé- lags bókaútgefenda i sam- tali við Helgarpóstinn. Gróflega reiknað má gera þvi skóna að hækkunin frá þvi í fyrra nemi því um það bil 50%. Arnbjörn sagöi erfitt að spá um hvort um samdrátt yröi að ræða i bókaútgáfunni á Islandi I ár, en benti á að bókaútgáfa i eðli sinu fylgir ekki öllum breytingum i verðlagi um leið og þær gerast. „Útgáfa bókar er ekki ákveðin með nokkurra daga fyrirvara”, sagöi hann. „Hver bók sem gef- in er út á sér langan aðdraganda, aö minnsta kosti nokkra mánuöi, en oft nokkur ár.” — GA Lúsífer — nýtt blað Enn fjölgar tlmaritunum. Nú er komið út enn eitt nýtt: Lúsifer heitir það og er gefið út af ungum tm / mönnum, Gisla Gislasyni og Jóni Steinari Ragnarssyni. Þeir segja I ritstjórnargrein i fyrsta tölu- blaði: „Blað þetta er ekki gefið út i neinum ákveðnum tilgangi heldur aðeins sem góö afþreying, sem höfðað gæti til sem flestra manngerða”. 1 fyrsta blaðinu er m.a. grein um útvarpsþátt Orson Welles um innrásina frá Mars, hryllingssaga og fl. — GA

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.