Helgarpósturinn - 24.08.1979, Síða 18

Helgarpósturinn - 24.08.1979, Síða 18
18 Föstudagur 24. ágúst 1979 SÁL.ROKK, REGGAE, PÖNK! Teddy Pendergrass — Teddy Bandariski sál-söngvarinn Teddy Pendergrass er mjög vinsæll i heimalandi sinu þessa dagana með nýjustu breiöskifu sina, sem kallast Teddy. nefnda mikið á þvi fyrrnefnda. En Teddy er sem sagt plata fyrir þá sem vilja hlusta á ró- lega rómantiska sál-tónlist og ekki hægt að segja annað en Pendergrass standi vel fyrir sinu, enda sat hann i 5. sæti bandariska vinsældarlistans siðast er til hann spurðist. Popp eftir Pál Pálsson Teddy er afslöppuð plata og þægileg áheyrnar. Hún inni- heldur mestmegnis rólegar sál- ballöður, flestar eftir þá félaga Kenneth Gamble og Leon Huff, sem eru álika nöfn i sáltónlist- inni og Bernard Edwards og Nile Rodgers (Chic) I diskóinu, en helsta skraútfjöðrin i þeirra hatti er að hafa lagt d’Jays til það efni sem gerði þá að einni vinsælustu sál-hljómsveit allra tima. Annars er oft erfitt aö skilgreina muninn á sál-tónlist og diskói, enda byggir hiö siðar- Roger Chapman- Chappo Roger Chapman fyrrum söngvari hljómsveitanna Fam- ily og Chapman/Whitney Streetwalkers sendi frá sér sólóplötu fyrir skömmu og kall- ar hana Chappo. Það ætti að vera óþarfi aö kynna Roger Chapman fyrir þeim sem fylgdust vel meö rokktónlistinni á árunum I kringum 1970, en þá var Family margra uppáhald, þó hún væri nokkuð á undan sinum tima tón- listarlega séð og hætti störfum árið 1973 af þeim sökum. Þá stofnaöi Chapman hljómsveit- ina Streetwalkers með félaga sinum úr Family Charlie Whitn- ey. En Roger Chapman hefur aldrei orðiö súperstjarna þó svo hann sé meiri hæfileikum búinn en margir þeir sem sitja toppa vinsældalistanna. En kannski þessi plata verði til að bæta úr þvi. Hún hefur amkiallt til þess að bera. Chappo inniheldur lOlög/lesteftir Roger Chapman og af þeim er kannski lagið Who Pulled The Nite Down liklegast til vinsælda. Steel Pulse — Tribute To The Martyrs Reggaehljómsveitin Steel Pulse er nú meö nýja plötu á markaönum sem kallast Tri- bute To The Martyr. Blaðamennskan breytist: Ritvélar að verða gamaldags Morgunblaðið hefur fest kaup á nýjum tölvuútbúnaði „Þessi nýja tækni er eiginlega i þvi fólgin að við komum til með að setja okkar eigin efni sjáifir”, sagði Magnús Finnsson, blaða- maður á Morgunblaðinu, þegar Helgarpósturinn spurði hann um hin nýju tæki Morgunblaðsins til vinnslu á biaðinu. Magnús sagði að blaðamenn- irnir skrifuðu greinar sinar og fréttir inná innskriftarborö, en ekki ritvél eins og tiðkaðist, og innskriftarboröin eru tengd við svokallaða móðurtölvu. Inn- skriftarborðin, eða útstöövar, eins og þau kallast eru 7 I allt, tvö hjá blaöamönnum, eitt I útlits- teikningu, og 4 i tæknideildinni. Þegar blaöamaðurinn hefur lokið við grein sina, tekur útlits- teiknarinn við og ákveður hvers- konar letur hann ætlar að hafa á henni, og tölvan gefur samstundis upp málin — lengd og breidd dálkanna. 1 tæknideildinni er greinin svo leiörétt, og aö þvi loknu er hún framköíluð á kóper- Ingspappir, eins og tiðkast I off- settprentsmiöjum. Að sögn Magnúsar tekur nokk- urn tima að venjast þessum nýju vinnubrögðum, sem hann taldi ekki minni byltingu fyrir blaða- menn, en þegar þeir fengu að fara höndum um rafmagnsritvélar I fyrsta sinn. Allar leiöréttingar og lagfæringar eru mun auðveldari með tölvunni, þótt svo núverandi tækjakostur sé bara brot af þvi sem koma skal. Tölvukerfi eins og Morgunblaöið er aö koma sér upp býður uppá næstum ótæman- lega möguleika. Sem dæmi má nefna að með auknum búnaði er hægt að brjóta siðurnar um i tölv- unni, og koma fyrir I henni heim- ildasafni, sem fyllti Morgun- blaðshúsið útúr dyrum væri það á pappir. — GA Rauschenberg á Kjarvalsstöðum A Kjarvalsstöðum opnar 30. þessa mánaðar sýning á verk- um bandariska málarans Ró- berts Rauschenberg. Ég hef tekið eftir þvi að þótt Rauschenberg sé islenskum íistamönnum vel kunnur, er hann nánast óþekktur meöal leikmanna. Það er þvi ekki van- þörf á að gera ævistarfi hans litilsháttar skil ásamt stöðu hans innan nútlmamyndlistar. Upp úr seinni heimstyrjöld náöu Bandarikjamenn þvi for- skoti i myndlist, sem lengst af hafði verið i höndum Evrópu- manna. New York varð allt i einu sá vettvangur framúr- stefnu I myndlist sem leitandi myndlistarmenn tóku að fylgj- ast náið með. Hvoru tveggja var að máttur hins risandi efna. hagsveldis ýtti undir grósku i listum og fjöldi landflótta lista- manna frá Evrópu haföi tekiö sér bólfestu i New York. Þar miðluðu þeir nýrri kynslóð ungra listamanna hugmyndum , sinum og reynsiu. Sú stefna sem varö hvað mest áberandi fyrir vestan haf, fyrstu tiu árin eftir heimstyrjöldina var köllúð expressiónisk abstraktlist. Hún byggðist á átökum listamanns- ins við strigann, miklum sveifl- um og sviftingum, breiðum vaknaði er hann gegndi her- þjónustu i lokstriösins. Eftir að hafa losnað úr hernum gekk hann i skóla i Kansas City Art Institute (1946 — 47), Académie Julien i Paris og 1948 gekk hann i Svartfjallaskóla I Norður-Karólinu, þar sem hann Myndlist eftir Halldór Björn Runólfsson pensilförum, slettum og til- finningariku litavali. Listamenn ætluðu þannig að koma tilfinn- ingum sinum á strigann um- búöalaust og án milligöngu utanaðkomandi áhrifa. Lista- ferill Rauschenbergs hefst ein- mitt þegar abstraktexpressi- ónisminn er i algleymingi. Rauschenberg er fæddur I Port Arthur i Texasfylki áriö 1925. Ahugi hans á myndlist kynntist Joseph Albers og tón- skáldinu John Cage. Einnig stundaði hann nám hjá Morris Kantor i hinum fræga skóla Art Students League. Þegar hann var sestur að I New York, tók hann að sækja þá staði þar sem umræða um hinar nýju listastefnur fór fram. Fljótlega snerist hann öndverð- ur gegn hughyggju abstrakt-ex- pressiónistanna. Hannáttibágt Steel Pulse tilheyrir þeirri stefnu reggaetónlistarinnar sem boðar rastafarianismann. Rastafarianisminn gengur útá að Haile heitinn Selassie Eþiópiukeisari sé Guð og frels- ari svarta mannsins og eigi eft- ir aö koma á fót sæluriki gras- reykinga og tónlistar i Afriku. Og þessi draumsýn er megin- inntak allra texta rastafariana; tdsegir i laginu Babylon Makes The Rules á þessari nýju plötu Steel Pulse: „Take Rastaman culture for instance/Dem think is political joke,/But we people know better than that,/Cos what keeps us together is/Jah Herb that we smoke.” Þessi fáránlega hugmynda- fræði rastafariana er þó farin að eyðileggja fyrir þeim sem tón- listarmönnum, þvi fólk er farið að fá leið á henni, — þó hún hafi þótt skemmtilegl fyrstu. Og hún vinnur I raun á móti hagsmun um jafnréttisbaráttu blökku- manna. En þrátt fyrir það er reggaeið ljúf tónlist og Steel Pulse leika hana mjög vel. Clash — Clash Þá hefur fyrsta plata pönk- hljómsveitarinnar Clash verið endurútgefin, en auk þess hefur verið bætt við einu nýju lagi, I Fought The Law og svo fylgir ókeypis tveggjalaga plata með albúminu með lögunum Groovy Times og Gates Of The West. Clash, sem skipuð er Joe Strummer (gitar, söngur) Paul Simonon (bass), Mick Jones (gitar, sixigur) og Nicky Head- on (trommur), er án efa sú hljómsveit sem mest er spunnið I af pönkhljómsveitum. Og önn- ur breiðskifa hennar, Give ’em Enough Rope, er mest selda pönkplatan hingað til. En fyrir þá sem ekki þekkja til Clash er heppilegra að byrja á þvi að hlusta á fyrstu plötuna, hún er miklu aðgengilegri og likari þvi sem venjulegir rokkarar eiga að venjast. Setberg gefur út Singer Nóbelshöfund: Töfra- maðurinn frá Lublin //The Magician of Lublin"/ ein af þekktari skáldsögum Nóbelsverð- launahafans Isaac Bashevis Singer kemur út í haust hjá Setberg. Mikill áhugi á þessum höfundi hef ur vaknað eftir að hann hlaut verðlaunin/og til dæmis kemur þessi bók að öllum líkindum út á öllum Norðurlöndunum núna i haust. Það er Hjörtur Pálsson, sem jýðir bókina úr ensku, en sem kunnugt er skrifar Singer bækur sinar á jiddisku. Hann hefur þó haft þá reglu að fylgjast náið með þýðingum af þvi máli yfir á ensku, og jafnan haft hönd I bagga sjálfur. önnur bók eftir Singer er siðan væntanleg á þessu ári frá Bóka- blúbbi AB. -GA. I1 ; mm 1 i* með að skilja hinar innhverfu sálarpælingar þeirra, arfinn frá Freud og Súrrealistunum. Möguleikann á ósjálfráðri hreyfingu, skrift og teikningu dró hann i' efa og taldi sveiflur og slettur málaranna fullkom- lega sjálfráðar, stjórnast af vilja þeirra en ekki dulvitund. Hlutlægni Rauschenbergs haföi mótast fyrst og fremst af afstöðu Albers og hugmyndum Cages, en sá slðarnefndi gerði þá miklar tilraunir með notkun umhverfishljóða i tónlist sinni. Segulbandsupptökur af skark- ala og hávaða stórborgarinnar fékk Rauschenberg til að hug- leiða hvernig maðurinn, sjón- raait, upplifir umhverfi sitt. önnur áhrif sem hann varð fyrir voru verk Dada-hreyfingarinrv ar, þó einkum klippimyndir Þjóðverjans Kurts Schwitters og sviðskassar Bandarikja- mannsins Josephs Cornells. Rauschenberg hefur skýrt svo frá, að þegar hann sá i fyrsta skipti sýningu á verkum Schwitters, hafi honum fundist sýningin vera gerð fyrir sig pri- vat. Meðal fyrstu verka Rauschenbergs sem athygli vöktu voru „alhvitar” og „al- svartar” myndir hans, settar til höfuðs abstraktmálurunum. Þetta voru litlausar myndir án áferðar, en áferð og litur voru aðall góðs málverks I ab- strakt-expressióniskum stfl. Þannig örlaöi snemma á þeim

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.