Helgarpósturinn - 07.03.1980, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 07.03.1980, Blaðsíða 24
helgarpósti irinriIZstudagur 7- ™ars 1980 sinnum meira en i hinum blöðun- um. Kvikmyndahúseigendur telja þaö hluta af þjónustu blaðanna við lesendur að birta þessar aug- lýsingar, og vilja með aðgerðum sinum koma Mogganum niöur á jöröina... manna á Frivaktinni á næstu mánuöum... # Og af þvi aö við minnumst á poppið þá getum viö sagt frá þvi i leiðinni að Stefán Stefánsson lagasmiður saxafónleikari og höfuðpaur Ur Ljósunum i bænum er nil að vinna ásamt hljómsveil inni Tivoli aö upptöku á lögum sinum i Hljóðrita með hugsanlega plötuUtgáfu fyrir augum... - vví-Vvy # Amerikanar gefa Ut býsn af siúðurblöðum um kvikmynda- stjörnur og annað frægt fólk, og gera fleiri þjóðir þaö reyndar lika. Það þykir merki þess aö við- komandi sé á réttri leið(h/að sem þaö merkir) ef hann fær nafnið sitt birt i svona blöðum. t einu slfku blaði, nefnilega Photo Screen, marshefti, rakst Helgar- pósturinn á meöfylgjandi klausu i dálki sem nefnist „Mating! Dat- ing! Seperating! ” (Sem gæti Ut- lagst: Saman fast! Saman laust! Sundur! (!)) I islenskri snörun hljómar þetta svo: „Anna Bjorn (Anna Björnsdóttir) sem stóð sig svo vel I kvikmyndinni More American Graffiti (sýnd I Laug- arásbiói bráðum) segist vera á- nægð með að hafa gifst Jakobi Magnússyni. Þau eru að læra á hina undarlegu siði Englendinga og Amerikana saman”... Styrkiö og næríö hár og neglur meö bio-kur # Otvarpsráð samþykkti á sin- um tima að láta taka upp leikrit sem Kjartan Ragnarsson hafði samiö sérstaklega fyrirsjónvarp- ið. Leikritið er allviöamikið og i einskonar islenskum Ibsen-stil — greinir frá ungum fiskifræðingi frá fiskibæ Uti á landi, sem lendir I þeirri óþægilegu aðstöðu að þurfa að leggja til algjört veiði- bann á miðunum næst hinni gömlu heimabyggð sinni um 3ja ára skeið og hlýtur auðvitað litlar þakkir ibúanna þar fyrir. Dregist hefur aö sjónvarpið réðist i að láta taka upp leikritiö og nú hefur Kjartan afturkallað handritiö frá sjónvarpinu og fengiö þaö Agústi Guðmundssyni, kvikmyndagerö- armanni, þar sem Isfilm hefur áhuga á að kanna hvort það henti kvikmyndafélaginu sem næsta verkefni á eftir Landi og sonum. Ekkert mun þó afráðið enn i þessu efni og þeir tsfilm-menn vera með fleiri verkefni i sigti... # Samband starfsmanna rit- stjdrnar Dagblaðsins og skrif- stofu blaösins hefur laigi verið stirt, en mun aldrei hafa veriö eins erfitt og núna. Telja starfs- menn ritstjórnar engu likara en fjármálavaldiö á skrifstofunni sé si og æ að reyna aö hlunnfara þá. Til dæmis hafa verið Itrekaðar vöflur á þeim buddustjórum varðandi greiöslu bilastyrkja, leigubilanótur eru dregnar frá kaupi manna án skýringa, ekki er staðið viö greiðslu yfirvinnu á umsömdum dögum, einnig án skýringa, ekki er sinnt kröfum um bættan aðbúnaö á ritstjórn- inni og svo framvegis. Jónas Kristjánsson, ritstjóri mun hafa reynt að beita sér fyrir rétti blaðamanna, en buddustjórar, sem þó munu ekki búa við veruleg fjárhagsvandræði, láta ekki hagga sér.Verulegur kurr er nú I blaðamönnum Dagblaðsins Ut af þessu máli, aö þvi er Helgarpóst- urinn heyrir, og ganga þeir menn sem ráða rikjum á skrifstofunni undir nafninu Þursaflokkurinn... # Hljómplötufyrirtæki Rúnars Júliussonar — Geimsteinn er nú að ganga frá nýrri piötu með lög- um eftir Gylfa Ægisson.Söngvar- ar auk Gylfa sjálfs eru Ari Jónsson og Viðar Jónsson en hljómsveitin Geimsteinn annast undirleikinn. Þeir sem heyrt hafa upptökur að þessari plötu fullyröa að þama sé komin pottþétt sjó- mannaplata, sem eigi eftir að heyrast oft i óskalagaþætti sjó- biokur vörur innihalda „KERA- TIN”, efni sem binst hornhimnu hárs og nagla og bætir daglegt slit. biío-kur SHAMPOO OG HÁR- NÆRING er án ilm- og litarefna. Ein gerð hentar öilu hári biokur HÁRKUR, næring sem ekki er þvegin úr. Styrkir hárið og gerir það meöfærilegt. Vinnur gegn flösumyndun. bio-kur F0N, blástursvökvi/- næring með léttum iagningar- áhrifum. bío kur ONDULVÆSKE, Lagningarvökvi/ Næring. Tunguhálsi 11, R. Síml 82700 # Mikillar óánægju gætir meðal aðstandenda Leikfélags Reykja- víkur Ut af hægagangi varðandi byggingu Borgarleikhúss. Platan að leikhúsinu er komin upp en sið- an hefur litið sem ekkert verið unnið við bygginguna og á fjár- hagsáætlun borgarinnar fyrir þetta ár er ekki gert ráð fyrir krónu til þessara byggingarfram- kvæmda. Munu nú Leikfélags- menn vera að reyna aö þoka mál- inu áfram innan borgarkerfis- ins... # Talsveröa athygli vakti að kvikmyndahús höfuöborgarinnar hættu að auglýsa myndir sjnar I Morgunblaöinu núna á miðviku- daginn, þótt HP hafi raunar spáð þessu fyrir nokkru. Gamla bió var að visu á sinum staö, enda hefur það farið eigin leiöir á sið- ustu árum, og er t.d. ekki i Félagi kvikmyndahúsaeigenda. Það fé- lag stóö fyrir auglýsingaverkfall- inu i Mogganum, og ástæöan var verölagningin, sem kvikmynda- húsunum finnst alltof há hjá Mogganum. Hvert kvikmyndahús borgar um 70 þúsund krónur á mánuði fyrir auglýsingar i Vlsiog Dagblaðinu, og enn minna fyrir blóauglýslngarnar I Þjóöviljan- um og Tlmanum. Fyrir auglýs- ingarnar i Morgunblaðinu borga kvikmyndahúsin hinsvegar tæp- lega hálfa milljón, eða um sjö # öryggisgæsla á þingi Norður- landaráðs eða skortur á henni hafa nokkuö borið á góma I fjöl- miðlum. Meðal annars kvartaöi Þjóðviljinn yfir þvl aö öryggis- gæslunni væri mjög ábótavant og gæti hver sem er valsað út og inn á þingið. Þótti ýmsum þetta nýr tónn hjá Þjóðviljanum sem einatt hefur heldur haft gæslu af þessu tagi á hornum sér. Hvað sem þessu líður var tekiö eftir þvi á Noröurlandaráösþinginu að einn forsætisráðherranná norrænu hafði sina privat öryggisgæslu i farangrinum.Það var Thorbjörn Falldin, forsætisráöherra Svl- þjóöar sem ekki hreyfði sig spönn frá rassi án þess að hafa einn eöa tvo llfverði á bakinu. Gilti þetta jafnt um einkasamkvæmi sem annað, og sagt er að á fundi þeirra forsætisráöherranna á heimili dr. Gunnars Thoroddsen hafi Ufvöröur F911dins setið fyrir utan stofudyrnar... # Það vita allir sem reynt hafa að stundum getur verið erfitt aö tjá sig á Utlendum málum, aö ekki sé talaö um þegar mörg Ut- lend mál eru I umferð i einu. Ingvar Gislason, menntamála- ráöherra fékk að kenna dálltiö á þessu i sjónvarpsþættinum á þriöjudagskvöldið þar sem nor- rænu menntamálaráðherrarnir skröfuöu um menningarsam- skipti landanna. Þegar talið barst að áhrifum enskrar tungu á nor- ram mál sagði Ingvar eitthvað á þessa leið: „Ja, det vil jeg gerne kommentere paa, because det er...” # Fyrsta skoöanakönnunin, sem við vitum til að gerö hafi ver- ið i Borgarnesi fyrir forsetakosn- ingamar i sumar, fór fram meöal starfsmanna Vegagerðarinnar þann 29. febrúar. 26 menn voru á staðnum og tóku 24 þeirra þátt I könnuninni. Atkvæði féllu þannig: Vigdis Finnbogadóttir 13 Guðlaugur Þorvaldsson 5 Rögnvaldur Pálsson 3 Albert Guðmundsson 2 Pétur Thorsteinsson 0 • Hálfgert krisuástand kom upp hjá krötum nú I vikunni I tengslum við Norðurlandaráðs- þingið. Eins og venjan er á sllkum fundum halda flokkar viðkom- andi landa þar sem þingin. eru haldin hverju sinni, Norðurlanda- ráðsfulltrúum Ur norrænu í bræðraflokkunum mikla veislu. Islensku kratarnir vöknuöu hins vegar upp við þann vonda draum, aö I þeirra hlut komu uþb. 40% allra hinna norrænu gesta, sem hér eru á þinginu. A sama tima lá fyrir að ekki var til eyrir i Is- lenska kratakassanum eftir kosn- ingabaráttuna fyrir áramót. I skyndi var flett upp á þvi hvernig fariö heföi verið að þegar þingið var siðast haldið hér á landi fyrir sex árum. Þá kom i ljós að sænsku kratarnir höfðu borgað brdsann en eftir nýju lögin sem banna styrki til stjórnmálasam- taka erlendisfrá, reyndist auövit- aö sú leið ekki fær að þessu sinni. Niöurstaöan varð engu að siöur sú, að veislan skyldi haldin — en hver borgaöi fyrir sig... Þurrkiö hárið með hitablæstri til að ná bestum árangri. ATH: Notið einungis alkóhólfríar vör- ur i tengslum viö bío-kur I upphafi nys aratugs or AIHATSU CH Þeir munu fair eftir sem gæla enn við þa von 11 timarodvrseldsneytis. A Islandi hækkaði benzinlit kr. i 37C og ekki mun f jarri lagi miðað við rikjandi sé amað tekið með í reikninginn. að i lok þessa a i 550-600 kr. CAIHATSU CHARADE er svarið við þess tugsms er til solu i dag Margfaldur sigur i ler.dis og a alþióðavettvangí staðfestir miki unni gegn orkukreppunni. DAIHATSU CHARADE er 5 manna Ir priggja strokka fjorgengisvél, vegur 6i þaO verk, sem miklu stærri bitreiðar ge goður, lipur og sparneytnin siík að best ei a CHARADE til að sannfærast. ■ P. ÐAIHATSUUMBOÐID Ch i nill lt A. nn iMtll ARMULA 23. SIMI 85870

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.